Vísir - 03.04.1962, Blaðsíða 7
Þrtðjwdaga'FHMi 3. apríl 1962,
V’SIR
7
Gagnmerk
messubók
Messubók, tekin saman
af síra Sigurði Pálssyni, ’sett
í Prentsmiðju Hafnarfjarðar
.h.f af Albert Þorsteinssyni,
prentuð í Kassagerð Reykja-
víkur h.f. af Gunnari Giss-
urarsyni, gefin út af Krist-
jáni Jóh. Kristjánssyni og
sfra Sigmari I. Torfasyni.
- 1961.
Útkoma hinnar nýju Messu-
bókar sira Sigurðar Pálssonar
er merkur atbufður f íslenzkri
kirkjusögu, enda ekki getið
með stóru blaðaletri og heil-
sfðumyndum eins og venja er,
þegar ausið er yfir fólk ein-
hverju ómerkilegu eða algjöru
fánýti. Hér hefur verið unnið ó-
venjulegt og glæsilegt afrek í
kyrrþei.
Árið 1947 kom út lítil og
fögur bænabók eftir séra Sig-
urð. Óskaði ég þá, að fieiH
bækur kæmu frá þeim höfundi
og hefur mér nú orðið að þeirri
ósk rninni.
Hér er ekki ætlunin að skrifa
langan ritdóm um Messubók
séra Sigurðar Pálssonar, en
bókarinnar vil ég þó geta meö
nokkrum orðum.
Sá góði siður hefur mjög
aukizt hin síðari árin. að auka,
endurbæta, fegra og lífga sitt-
hvað á hinum ýmsu sviðum
þjóðlífsins og kunna menn því
að vonum vel. Hví skyldi þetta
þá ekki einnig ná til kirkj-
unnar? Þjóðkirkjan íslenzka
hefur um aldir búið við fátæk-
legt og flatneskjulegt danskt
messuform. En nú er svo að
sjá, sem breytinga megi vænta
hér eins og víða hafa á orðið
erlendis.
í kirkjulegum efnum ein-
kennist 20. öldin af liturgiskum
fræðiiðkunum og 'endurbótum.
Fara þær fram í öllum kirkju-
deildum og virðist liturgían tala
sterku máli til samtíðarinnar
ísland hefur ekki orðið ósnort-
ið af þessarri hreyfingu eins og
sjá má af hinni nýju Messubók
séra Sigurðar. Vafalaust halda
vmsir, að það sé svo sem eins
og ekkert verk að taka saman
messubók. Að baki hinnar
nýju Messubókar séra Sigurðar
Pálssonar er margra ára starf
og heimildakönnun. Enda verð-
ur ekki annað sagt, en að
messa þessi hafi þegar fengið
hinar beztu viðtökur, bæði þar
sem séra Sigurður hefur fram-
flutt hana og nú síðast, er sjálf-
ur biskupinn söng hana í Há-
skólanum
Helztu nýjungarnar í þessari
nýju Messubók eru:
1. Inngöngusálmur, tekinn
úr Davíðssálum eins og
fylgt hefur messum Vest-
urlanda síðan á 4. og 5.
eld, eða tekinn úr sálma-
bókinni. Kyrie frá 6. öld
og Gioria nokkru yngri.
2. Pallasöngur, þ. e. söngur
milli pistils og guðs-
spjalls. Sennilega allt frá
postulatímum.
3. Trúarjátning, sem verið
hefur síðan á 5. og 6. öld.
4. Prefatia, sem innleidd er
með víxlsöng, er fylgt
hefur öllum þekktum
sakramentissöngvum allt
frá upphafi.
5. Hinn himneski lofsöngur
úr Jesaja 6, sem kallast
Sanctus og hefur að lík-
indum tíðkast allt frá dög-
um postulanna
6. Agnus Dei, innleitt af
Gregoríusi um 600.
Ýmsar fleiri athyglisverðar
nýjungar í Messubók sr. Sig-
urðar mætti og nefna, en verð-
ur ekki gert hér nema hvað
drepið skal á eitt atriði, er okk
ur lútherskum mönnum á íl'
landi kann að þykja allnýstár-
legt. Höfundur bendir i það 1
eftirmála, að nú tíðkist orðið
að halda ýmiss konar kirkju-
daga. Setur hann því sérVain
messu í bókina á ártíðardegi
og segir:
„Kirkja vor hefur um alca-
skeið í engu sinnt minningu
framliðinna eftir útfarardagir.n.
Þessi vanræksla hefur leitt til
þess, að sú þjónusta hefur lent
í höndum kuklara. Nauðsyn ber
til að kirkjan endurskoði af-
stöðu sína til þessa máls. Til
að minna á það, er hér sett
messa á ártíðardegi".
Eins og ég drap á að framan
hefur með þessari nýju Mes ,u-
bók verið verk unnið mikið.
gott og óeigingjarnt verk, bor-
ið uppi af áhuga og köllun.
Séra Sigurður segir, að Messu-
bókin hvíli á þessum stoðum:
„1. Nýja Testamenti í þýð-
ingu Odds Gottskálk i-
sonar lögmanns, 1540.
2. Handbók Marteins Ein-
arssonar Skálholts bisk-
ups, 1555.
3. Messusöngbók (Gradu-
ale) Guðbrands Þorláks
sonar Hólabiskps, 1594
4. Helgisiðabók, Rvk, 1910
5. Helgisiðabók, Rvk, 1934
6. The Lutheran Liturgy
1940.
8. Agende fiir evangelisch-
Framh á 10 síðu
.Ú;V
j V;.-,.. .. .
:•:•:■• :■:•:•
: '
t
in.
I ‘ OiX fcí b-s.wi; tXV'
J
I 1
. .V '
Sýnishora af kápum og innsíðum nokkurra bóka, sem Ríkisútgáfa námsbóka hefur nýlega
gefið út.
Ríkisútgáfa námsbóka er 5 ára
um þessar mundir og hefur á
þessum árum látið prenta 136
bækur og hjálpargögn í rúmlega
1 milljón eintaka, upplag ein-
stakra bóka frá 10—35 þúsund
eintök, en í ár kemur út bók í
stærsta upplagi, sem bók hef-
ur verið gefin út hér á landi,
litprentuð íslenzk landabréfa-
bók, er prentuð verður í 40 þús-
und eintökum.
Samkvæmt fyrstu lögum rík-
isútgáfunnar skyldi hún sjá 7
—13 ára börnum fyrir ókeypis
námsbókum og var það gert
fyrst haustið 1937. Fyrstu árin
var námsbókagjaldið, er kosta
átta útgáfu námsbókanna 7 kr.,
en síðustu árin 15 krónur fram
undir 1956, er sett voru ný lög,
og gjaldið ákveðið 95 krónur
1957, en s.l. ár var það 154 kr.
1957 var framlag ríkissjóðs til
útgáfunnar 1.350 þús. krónur,
en heildartekjur útgáfunnar s.l.
ár 4 millj. og 50 þús. kr.,
Litprentuð iandabréfabók,
er verið hefur í athugun og
undirbúningi i aldarfjórðung,
kemur út á þessu ári. Helming-
ur hennar er um tsland og frum-
verk að öllu leyti, en útlöndin
er sænsk vinna, nema ianda-
fræðiheitin prentuð fyrir Ríkis-
útgáfuna, og bókin öll prentuð
í Svíþjóð og frágangur allur
eins og bezt verður á kosið,
eins og blaðamenn komust að
raun um í gær, er stjórn útgáf-
unnar ræddi við blöðin og sýndi
próförk af bókinni. Þeir, sem bú-
ið hafa hana til prentunar, eru
Helgi Elíasson, Einar Magnús-
son og Ágúst Böðvarsson.
Aðrar nýjar bækur
á árinu
eru: Tvö kennslu- og æfinga-
hefti í reikningi, myndskreytt
og litprentuð, fyrir 6 og 7 ára
börn, eftir Jónas B. Jónsson.
Vinnubækur í tónlist, 4 hefti,
tekin saman af söngkennurun-
um Jóni Ásgeirssyni, Guðrúnu
Pálsdóttur og Kristjáni Sig-
tryggssyni. Náttúrufræði eftir
Pálma Jósefsson og Geir Gígju.
íslenzk bókmenntasaga 1750—
1950, ágrip handa unglingum,
2. útgáfa aukin og breytt, eftir
Erlend Jónsson. Landafræðibók
um Evrópu eftir Guðmund Þor-
láksson. Mannkynssaga (fram-
hald) eftir Jón R. Hjálmarsson
Eðlisfræði Pálma Jósefssonar,
breytt útgáfa, og framhald af
henni, eftir Guðmund Arnlaugs-
son, kemur sennilega haustið
1963.
Rækur í undirbúningi.
í ráði er, að Heimir Áskels-
son semji kennslubók í ensku
fyrir gagnfræðastigið. Fyrir
barnaskólana koma út á næsta
ári landafræði eftir Erling Tóm-
asson, biblíusögur teknar saman
af Þórði Kristjánssyni og Stein-
grími Benediktssyni, og nýtt
sönglagahefti fyrir 10—12 ára
börn, er Ingólfur Guðbrandsson
tekur saman.
Ný Islandssaga,
eftir Þórleif Bjarnason, er í
smíðum, og kemur væntanlega
fyrsta heftið út haustið 1963.
Þá er í ráði að hefja útgáfu
arkasafns eða leshefta, sem ætl-
azt er til, að kennarar hafi til
skýringar og uppfyllingar efni
ýmissa kennslubóka. Umsjá með
undirbúningi hefur Helgi Þor-
láksson.
30 þúsund
við skyldunám.
Ríkisútgáfan gefur nú barna-
skólunum kost á 63 mismunandi
ókeypis oókum og unglingaskól-
unum 19, og fá nemendur þær
flestar til eignar, en nokkrar
aðeins lánaðar neme iaum. Nem-
endur í skyldunámsskólum
munu nú vera um 30 þúsund á
landinu.