Vísir - 03.04.1962, Page 8
8
VISÍR
Þriðjudagurinn 3. aprfl 1968.
Cltgeíandi: Blaðaútgáfan VISIR
Ritstjórar: Herstemn Pálsson, Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: A?:el rhorsteinsson
Frfittastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 178.
Auglýsinga: og afgreiðsla: Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði.
f lausasölu 3 kr. eint Slmi 11660 (5 linur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f
/ röngum flokki
Kommúnistar eru fylgislausir á Norðurlöndum,
Vestur-Þýzkalandi, Englandi og víðar í Evrópu. Nor-
rænir gestir reka upp stór augu, þegar þeim er sagt
að enn kjósi tæpur fimmtungur íslenzku þjóðarinnar
kommúnista. Þeir skilja að vonum ekki hver ástæðan
er. Hér er velmegun, íslenzka þjóðin er menntuð og
ekki svo æsifengin í skapferli að líklegt sé að hún
láti stjórnast af lýðæsingamönnum.
Vera má að ósigur kommúnista í verkalýðsfélög-
unum undanfarið sé fyrirboði enn stærri ósigra þeirra
á næstunni. Það er nefnilega staðreynd að fjölmargir
þeir, sem kjósa kommúnista myndu aldrei fylgja
kommúnistum Sovétríkjanna eða Austur Evrópu að
málum. Meirihluti kjósenda kommúnistaflokksins
hryllir við þeirri ógnarstjórn, sem er lífsbrauð stefn-
unnar, eigi hún að halda völdum. Þeir hafa Ijáð flokkn-
um atkvæði sitt sem róttækum verkalýðsflokki, sem
þeir hafa haldið að berðist af heilum hug fyrir bættum
kjörum verkalýsins.
Nú skilja æ fleiri þeirra að þeir eiga ekki samleið
með kommúnistum vegna þess að sá flokkur svífst
einskis, játar blindur við erlent stórveldi og er rekinn
fyrir austrænt gull. Þessi greinarmunur er mjög mikils-
verður og fylgismönnum Sósíalistaflokksins eða Al-
þýðubandalagsins verður aldrei nógsamlega bent á
að rýna þá flokka niður í kjölinn, og hyggja að stefnu
þeirra í utanríkismálum og innanríkismálum.
Þá mun þeim fljótt verða ljóst að kjarabæturnar
komu ekki frá þessum flokkum, þegar þeir voru í rikis-
stjórn. Þeirra framlag til hagsbóta verkalýðsins var
glundroði og nærfellt þjóðargjaldþrot.
Örlagarík neitun
Enn er rætt í Genf um afvopnun og vafalaust
eiga umræðurnar eftir að standa þar í langan tíma.
Vesturveldin hafa fallizt á að athugunarstöðvum skuli
fækkað, en halda þó fast við kröfu sína um það að
athugunarstöðvar skipaðar alþjóðlegum eftirlitsmönn-
um skuli vera innan landamæra Sovétríkjanna, ekki
síður en Bandaríkjanna og annarra landa. Hingað til
hafa Sovétríkin gjörsamlega neitað að leyfa erlend-
um eftirlitsmönnum að koma á sovézka grund og talið
síg einfæra um að annast eftirlit með sjálfum sér.
Að vonum hafa Vesturveldin bent á að tryggara væri
að hlutlausir aðilar önnuðust eftirlitið.
Afstaða Sovétríkjanna er alvörumál. Hér er um
að ræða hag mannkynsins alls, líf og dauða hundraða,
ef ekki þúsunda milljóna manna. Með neitun sinni á
eftirliti hafa Sovétríkin örlög milljóna að leiksoppi.
Slík afstaða hlýtur að vekja fordæmingu og þeim
mönnum hér á landi, sem aðhyllast kommúnismann
væri hollt að hugleiða hvaða hvatir liggja hér að baki.
r.,AV.,AV//J,.,.V.W.V.V.V.V.,.,.V.V.VA,.V.,.".,.V.V.,.V.V.,.,.,.V.V.VAW.,ArAWW
Sigurför mörgæsa- j
dansins
Twistið hefur haldið inn-
reið sína á íslandi. Hafa marg
ir lært það við æma fyrir-
höfn, en nú em allar líkur
á að sú vinna hafi verið unn-
in fyrir gíg. Ástæðan er hinn
nýi dans, sem nú fer eins og
eldur í sinu yfir Bandaríkin
og nefnist Mörgæsadans.
Dansinn er fólgin í því að
beygja sig í öxlum, teygja
niður handleggina og snúa
höndunum út, f stælingu á
mörgæs. Síðan er tvístigið og
annað slagið hallar fólk sér
hvað til annars, svo að það
nærri snertist, en þó ekki
alveg.
Einasta líkamlega snerting-
in, sem á sér stað, mun koma
mönnum nokkuð á óvart, í
fyrsta skipti sem þeir verða
fyrir henni. Þegar tónlistin
hættir, pota dansaramir í
magann, hvor á öðrum og
segja með hátíðlegum og
virðulegum svip „vhíí-í-í!“
Upphaf að dansi þessum er
það, að nemendur við Har-
vard háskóla, sem er einn
elzti og virðulegasti háskóii
Bandaríkjanna, komu.st að
þeirri niðurstöðu, að twistið
kynni að vera gott fyrir ann-
að fólk, en væri greinilega
fyrir neðan þeirra virðingu.
Christopher Cerf' sonur hirik „
þekkta bókaútgefanda éenn-
ett Cerf, tók sig því til, á-
samt nokkrum vinum sínum,
og ákváðu þeir að finna upp
dans, sem betur hæfði nem-
endum svo virðulegrar stofn-
unar.
Skrifaði Cerf söng, til að
dansa eftir, og fylgdi hann
sömu reglum og twistlögin.
Lýsir textinn því einu hvern-
Fólk dansar mörgæsadans.
ig fara skuli að því að dansa.
Grínblað skólans, ,Lampoon‘,
lét gera plötu með laginu og
nefndist hún „The Harvard
Larrtpoon Tabernacle Choir
sings at the Leningrao Stadi-
um“. Öllum til undrunar seld-
ist platan í þúsundum ein-
taka um landið allt og er eng-
■o
C3
£?
1
a
C3
hs
u
*55
8
W
u
:0
§
í
an veginn séð fyrir endann á
sölunni.
Nú er svo komið, að næt-
urklúbbar í New York, sem
áður voru algerlega helgaðir
twistinu, hafa á hverju kvöldi
mörgæsadans. Milljónir ung-
linga um landið allt dansa
þetta nú þegar. Mönnum er
því alveg óhætt að byrja að
æfa sig, því að einmitt hjá
unglingunum hófust vinsæld-
ir twistsins.
Hverjar eru ástæðurnar fyr
ir hinum miklu og skyndilegu
vinsældum mörgæsadansins?
Christoþher Cerf gefur þessa
skýringu á því: „Horfið á
myndina af stúlkunni, sem er
að dansa. Takið eftir hinum
sígilda virðuleik, sem lýsir
sér í því hvernig hún heldur
höndunum eins og hreyfum.
Enginn getur mótmælt því,
að mörgæsadansinn er meiri
háttar framlag til danslistar
nútímans.
I ■■■■■■ l
!■■■■■!
Hafnarfjarðarh ús í
Kaupmannahöfn
N.k. fimmtudag, 5. apríl, fer
framvígsla nokkurra íbúðarhúsa
á Friðriksbergi í Kaupmanna-
höfn og einu þeirra gefið nafn-
ið Hafnarfjarðarhús.
Tildrög þessa eru þau, að á
50 ára afmæli Hafnarfjarðar-
kaupstaðar 1958, var Friðriks-
bergi, sem er vinabær Hafnar-'
fjarðar, boðið að senda fulltrúa
á afmælishátíðirra, og kom sjálf-1
ur borgarstjórinn á Friðriksbergi
Stæhr Johansen, sem tilkynnti
á hátíðafundi bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar ,að einu af sam-
býlishúsum bæjarins Friðriks-
bergs yrði gefið nafn Hafnar-
fjarðar, þegar fullbyggt væri og
vígt, en það verður nú á fimmtu-
dag, og óskað eftir að viðstadd-
ir þá athöfn yrðu tvei fulltrú-
ar frá bæjarstjórn Hafnarfjarð-
ar. Fyrir hennar hönd mætir
bæjarstjórinn í Hafnarfirði,
Stefán Gunnlaugsson, sem nú
er staddur í Kaupmannahöfn.
Hafnarfjarðarhúsið á Friðriks-
bergi stendur við Roskildevej.