Tölvumál - 01.01.1988, Page 15

Tölvumál - 01.01.1988, Page 15
kom út. Gagnrýni mín á þau fræði kunna að hafa haft áhrif á það. Eins gæti raunar verið, að gervigreindarrannsóknum hafi farið eilítið fram. Hitt veit ég, að bókin jók traust margra á eigin skoðunum, og þar hefur hún líklega frekast komið að gagni. Og flestum veitist erfitt að halda tryggð við eigin skoðanir, viti þeir ekki til þess, að þær eru skoðanir annarra manna líka. Það staðfestir hvern og einn í skoðun sinni, ef hann veit, að einn maður a.m.k. er sama sinnis. Þetta hef ég lesið úr öllum bréfunum, sem lesendur hafa sent mér og fært mér þakkir fyrir að hafa komið í orð þeim skoðunum, sem þeir töldu sig eina um. Maður og tölva Sá tími er nú upp runninn, að ýmsar hugmyndir virðast dæmdar til að verða vangaveltuefni einfara, og geðheilsa þeirra þá jafnvel talin vafasöm, - t.a.m. sú hugmynd, að það sé munur á mönnum og vélum; sú hugmynd, að menn geti orðið fyrir reynslu, sem vélar ná aldrei, og sú hugmynd, að til séu hugsanir, sem menn geta alið með sér en vélar aldrei. Slíkur tími er upp runninn. í bókinni orðaði ég það svo, að nauðsyn umræðu um slíkar hugmyndir væri mælikvarði á geðheilsu samtíma okkar. Nú felst hættan í því, að slíkar umræður falli niður með öllu. Ekki vegna þess, að allir hafi fallist á þá fáránlegu fjarstæðu að leggja menn og tölvur að jöfnu, heldur vegna hins, að þær raddir hafa dofnað, sem verja hlut mannsins í samskiptum hans við vélar. Margt hefur gerst, síðan bókin kom fyrst í bandarískar bókaverslanir árið 1976. Allir eru líklega sammála um, að jörðin sé stórum hættulegri dvalarstaður nú en hún var þá. Þá voru okkur kynnt tækniundur, sem leiða áttu til aukins stöðugleika og öryggis í alþjóðamálum. Og yfirleitt hafa þær nýjungar orðið til að auka stórum á óstöðugleika og öryggisleysi. Meðal annars hafa hernaðar- legar þarfir leitt til sísmækkandi rafeindabúnaðar, og slíkrar framleiðslugetu, að kraftaverki er líkast. Smærri en stórum öflugri örtölvur í eldflaugum gera þeim kleift að flytja fyrirferðarmeiri eyðingarvopn og jafnframt að "bæta" tök þeirra á að miða út skot- mörk. (Hönnuður þýsku V-2 eldflauganna, Werner von Braun, nefndi ævisögu sína "I Aim for the Stars". Lundúnabúa rekur hins vegar minni til þess að líkindum, að smíðisgripir hans enduðu ósjaldan í Lundúnum. Fórnarlömb nútímahernaðar geta þá a.m.k. átt huggun í því, að sprengjunum, sem falla á borgir þeirra, var ætlað að eyða þeim). Fylgifiskur þessara "framfara" hefur síðan orðið sá, að tölvur eru almennt orðnar smærri, hraðvirkari, öflugri og ódýrari. Þetta er 15 -

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.