Tölvumál - 01.01.1988, Page 22

Tölvumál - 01.01.1988, Page 22
ingar megi sín meira en dómgreind. Ég hef reynt að árétta þá skoðun, að siðmenning okkar hafi það því sem næst að trúarsetningu, að þekking okkar á heiminum standi ekki undir nafni, nema hún sé fengin frá vísindunum. Aðrar uppsprettur þekkingar er búið að ómerkja: hugsun, innsæi, tilfinningu. Því verður líkjandi við farsótt, er börnum okkar verður innrætt óupplýst, frumstæð og einfeldn- ingsleg tölvudýrkun. Og í því mun tölvufræðslan í skólum að öllum líkindum felast framar öðru. Svartsýni mín á framtíð menningar- innar, sem svo ljós var í fyrstu útgáfu bókarinnar, á sér fulla réttlætingu í þessu atriði einu saman, þótt ekkert kæmi annað til. Vitaskuld hefði mér þótt vænt um að geta glatt breska lesendur mína með því, að ástandið hafi batnað og hrakspár mínar frá 1976 hafi ekki gengið eftir. En ef til vill er Bretland siðmenntaðra land en Banda- ríkin. Sé það rétt, bið ég menn að taka orð mín til varnaðar. Þýtt og endursagt: Jón R. Gunnarsson, lektor, Háskóla íslands - 22 -

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.