Tölvumál - 01.03.1988, Side 16

Tölvumál - 01.03.1988, Side 16
Óhagkvæm skrifstofusjálfvirkni Mörg verkefni, sem tölvur leysa hafa í raun skapað ofnotkun. Rit- vinnsla er aðal verkefni fyrir einmenningstölvur. Þeir möguleikar, sem hún skapar notendum á að leiðrétta ritaðan texta, gefa vissulega oft af sér vandlega unnin skjöl. Þau kosta hins vegar oft meiri vinnu en ef þau hefðu verið vélrituð. Tölvupóstur er annað dæmi um hagnýtingu á tölvutækni, sem kann að hafa skilað vafasömum hagnaði. Með tölvupósti má senda skilaboð til starfsmanna, sem þeir geta lesið þegar þeim sjálfum hentar. Af þeim ástæðum taka stjórnendur að mörgu leyti tölvupóst fram yfir hefð- bundin símtöl. Því er ekki á móti mælt, að tölvupóstur er mjög hand- hægur, þægilegur og lipur upplýsingamiðill. Reynslan sýnir hins vegar, að einmitt þessir kostir skapa mikið af gagnslausum og raunar óþörfum skilaboðum, sem bæði taka upp tíma starfsfólks og valda álagi á tölvur. Þeirri skoðun vex nú fylgi að skrifstofusjálfvirkni hafi þegar á heildina er litið skilað mjög vafasömum ágóða. Þetta er til dæmis skoðun David L. Shay, sem er virtur ráðgjafi vestan- hafs. Hann telur að til þess að tölvuvæðing skili teljandi árangri þurfi að endurskoða starfshætti á skrifstofum áður en ný tæki eru tekin í notkun. Árangursrík fyrirtæki Rekstrarráðgjafar hafa fyrir allnokkru gert sér grein fyrir því að tölvuvæðing skilar oft litlum sem engum árangri. Fyrir kemur, að hún er jafnvel til skaða. Einnig þekkja menn dæmi um að tölvuvæðing hafi gjörbreytt starfsemi fyrirtækja til hins betra. Mörg ráðgjafafyrirtæki hafa af þessum sökum reynt að komast að því hvað skilji á milli þeirra fyrirtækja, sem ná markmiðum sínum með tölvuvæðingu og hinna sem ná ekki að bæta starfsemi og framleiðni sína. Tvær athyglisverðar staðreyndir koma í ljós, þegar litið er á reynslu hinna árangursríku fyrirtækja. í fyrsta lagi hefur vinnubrögðum hjá þeim verið breytt frá því sem þau voru, áður en tölvuvæðing var ákveð- in. í öðru lagi tekur það þau nokkurn tíma að ná fram árangrinum. Ósjaldan tekur það eitt til tvö ár. Bestu ráðgjöfunum ber saman um að vænlegast til árangurs sé að breyta - 16 -

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.