Tölvumál - 01.09.1988, Side 9

Tölvumál - 01.09.1988, Side 9
einhvers konar "tölvuaðstoð" að halda? Ef markhópurinn er "önnur fyrirtæki", þá virðist sem stofnunin sé í beinni samkeppni við hugbúnaðarhúsin, þ.e. þá aðila sem stofnuninni er ætlað að aðstoða. Sé markhópurinn hugbúnaðarhús, þá verður að teljast hæpið að þau muni leita til stofnunarinnar, a.m.k. í þeim mæli sem gert er ráð fyrir í nefndarálitinu. í skýrslunni segir á einum stað, að æskilegt sé að "... sameina krafta HÍ í tölvunarfræðum og við þróun hugbúnaðar..." Hvað er æskilegt við þetta? Á HÍ að fara að þróa hugbúnað? Er ekki markmið HÍ að stunda og efla rannsóknir? Prófessorar og aðrir fastráðnir kennarar HÍ þiggja sín laun fyrir kennslu og rannsóknir. Er ekki hætta á því að ef þessir menn fara að "þróa hugbúnað" í beinni samkeppni við hugbúnaðarhús, væntanlega gegn aukagreiðslum, að rannsóknarþáttur þeirra verði útundan? Niðurgreiddur kostnaður Stofnun sem þessi gæti orðið nokkuð fjárfrek. í skýrslu nefndar- innar er fjallað um hvernig unnt væri að fjármagna starfsemina. "...sértekjur af þjónustu, ráðgjöf og sölu tækninýjunga...". Síðar er sagt að það beri að "... selja þjónustu á markaðsverði...", Fái stofnunin inni í niðurgreiddu húsnæði Tæknigarðs, eða nýti sér aðstöðu Háskólans að einhverju leyti, verður fastur rekstrarkostnaður stofnun- arinnar mun lægri en samkeppnisaðila hennar. Þetta leiðir aftur af sér talsverðan aðstöðumun. Við erum mjög hlynntir frjálsri sam- keppni, í hugbúnaðariðnaði sem annars staðar, en þá eiga líka samkeppnisaðilarnir að sitja við sama borð. Þegar starfshópurinn fjallar um hlutverk stofnunarinnar, eru fyrst talin upp ýmis verkefni sem Reiknistofnun Háskóla íslands hefur unnið að (til að gefa hugmynd um væntanleg verkefni Upplýsinga- tæknistofnunar). Ekki verður betur séð en flest þessara verka hafi verið unnin í beinni samkeppni við hugbúnaðarhús. T.d. eru tínd til verkefni s.s. ritvinnsluforrit og samskiptaforrit, en nokkur hugbún- aðarhús hafa einmitt skrifað slík forrit og markaðssett hér innan- lands. Auk þessa hefur RHÍ tekið að sér ýmis verkefni fyrir aðila utan Háskólans, verkefni sem eins hefði mátt vinna að utan stofnun- arinnar. Gjaldskrá Reiknistofnunar hefur iðulega verið mun lægri en hugbúnaðarhúsa og annar aðstöðumunur verulegur, þannig að hugbún- aðarhúsin hafa oft átt í erfiðleikum í þeirri samkeppni. Því virðist sem niðurgreiðslur tíðkist í fleiri geirum en landbúnaði. TÖLVUMÁL 9

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.