Tölvumál - 01.09.1988, Side 10

Tölvumál - 01.09.1988, Side 10
Gert út á styrkjakerfið? Svo vitnað sé í skýrsluna, þá eiga tekjur hinnar nýju stofnunar að koma frá " ... fjárlögum (20%), fyrirtækjum (20%). Eitt af markmið- um stofnunarinnar var að þjóna hugbúnaðarhúsum og vera með taxta á markaðsverði, en aðeins er gert ráð fyrir 20% tekna úr þeim geira,... getur þetta farið saman, rannsóknar- og þróunarsjóðum (30%), sértekjur (30%)". Það er sérstaklega athyglisvert að stofnunin gerir ráð fyrir að 30% af tekjum komi frá rannsókna- og þróunarsjóðum í formi styrkja. Til þessa hafa "dæmigerð" hugbúnaðarhús ekki verið í náðinni þegar styrkjum í upplýsingaiðnaði er ráðstafað. Undirrituðum er kunnugt um fjölda athyglisverðra og hagnýtra verkefna sem ekki hafa hlotið styrki, þrátt fyrir að sjóðsstjórnir hafi metið verkefnin góð og gild og aðilana hæfa sem að þeim standa. Ef stofnunin ætlar að sækja svo stóran hluta tekna sinna til þessara sjóða, verður væntanlega enn erfiðara fyrir hugbúnaðarhúsin að fá styrki. í ljósi fenginnar reynslu, efast ég reyndar stórlega um að stofnunin fái slíka styrki í þeim mæli sem reiknað er með. Rannsóknir hvað? Nefndinni var ætlað að fjalla um "framtíðarskipan rannsókna í tölvufræðum". Skýrsla hennar fjallar hins vegar um flest annað en rannsóknir. Hvernig getur t.d. "sala á grunnhugbúnaði (t.d. gagna- safnskerfum og stýrikerfum)", svo vitnað sé í skýrsluna, flokkast undir rannsóknir prófessora í tölvufræðum? Finnast ekki hæfari sölumenn en þeir? Er þessa hlutverks ekki betur gætt af öðrum aðilum? Breyttir tímar Það verður að vísu að segjast eins og er, að rúm 2 ár eru liðin frá því að nefndin tók til starfa. Vissulega hafa ýmsar breytingar orðið á hugbúnaðarmarkaðnum á þeim tíma. Til dæmis er staða hugbúnaðar- húsa, hvað varðar menntun og þekkingu, mun betri í dag en fyrir nokkrum árum. Mun fleiri menntaðir tölvunarfræðingar eru á markaðnum, sumir hverjir hafa lokið framhaldsnámi erlendis í tölvunarfræði. Því er í dag minni ástæða fyrir hugbúnaðarhús að leita 10 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.