Tölvumál - 01.09.1988, Side 11

Tölvumál - 01.09.1988, Side 11
til stofnunar sem UTÍ í upplýsingaleit, en var fyrir nokkrum árum. Þetta er a.m.k. sú niðurstaða sem umræður í hópi stjórnenda hugbún- aðarhúsa virðast benda til. Nei, Upplýsingatæknistofnun íslands væri tímaskekkja. Stofnunin eins og hún er skilgreind í tillögum nefndarinnar er hvorki fugl né fiskur. Tilgangur hennar er illa skilgreindur og talsvert ósamræmi er á milli markmiða hennar og tekjuöflunar. Eins og henni er lýst gæti stofnunin verið beinlínis hættuleg íslenskum hugbúnaðariðnaði. Vilji stjórnvöld styðja hugbúnaðariðnað í landinu er hagsmunum hans mun betur borgið, ef menn beita sér fyrir greiðari aðgangi hugbúnað- arhúsa að styrkjum Rannsóknaráðs, hugsanlega í samvinnu við Háskólann, eða aðstoð við markaðssetningu erlendis á hugbúnaði svo að dæmi séu nefnd. Ekki má heldur gleyma því að innan Háskólans starfa nú þegar nokkrar sérfræðistofnanir, sem sumar hverjar hafa átt gott samstarf við hugbúnaðarfyrirtæki. Til dæmis má benda á samvinnu Verk- fræðistofnunar Háskólans og TölvuMynda h.f. við gerð á radarhermi fyrir Flugmálastjórn. Vilji menn auka rannsóknir og þekkingu væri þá elcki ráð að efla starfsemi þeirra stofnana sem þegar eru til staðar innan Háskólans, fremur en að búa til enn eina stofnunina með allri þeirri yfirbyggingu sem slíku fylgir? Bjarni Júlíusson er framkvœmdastjóri TölvuMynda h.f. og kennir kerfisgreiningu og kerfishönnun viö Háskóla íslands. TÖLVUMÁL 11

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.