Tölvumál - 01.09.1988, Page 16

Tölvumál - 01.09.1988, Page 16
vill segja um einmenningstölvuna. Árið 1982 keypti Jón Jónsson, fulltrúi, einmenningstölvu sem reyndist mikill happagripur. Fjórum árum síðar var bætt í hana 20 MB seguldiski. Árið eftir var minnið stækkað og skipt um lykilborð. í fyrra var skipt um örgjörva og gamla svart-hvíta skjánum kastað en litaskjár keyptur í staðinn. Árið 1988 er gamla tölvan glansandi fín með skírum litaskjá og nýtísku- legu lykilborði á skrifborði eftirmanns Jóns. Þessi sveigjanleiki skilur einmenningstölvurnar frá eldri gerðum. Reynsla Bandaríkjamanna Markaður fyrir notaðar einmenningstölvur fer stöðugt vaxandi erlendis. Bandaríkin standa fremst í sölu og notkun einmenningstölva. í tímaritinu Business Week kom nýlega fram að talið er að notaðar einmenningstölvur verði seldar fyrir 2 milljarða dollara á þessu ári þar i landi. Markaðurinn fer ört vaxandi. Talið er að veltan muni jafnvel tvöfaldast á fáum árum. í Bandaríkjunum er talið að 40 milljónir ET tölva séu í notkun á skrifstofum. Árlega eru 8 milljónir nýrra keyptar. Fjöldi gamalla tækja er tekinn úr notkun. Velta markaðarins bendir til þess að 3% til 5% af ET tölvum séu árlega seldar á endursölumarkaði. Mest seldu ET tölvurnar vestanhafs eru IBM, Compaq og Apple. Endursöluverð þeirra er 63% til 73% af söluverði nýrra véla. Það á við um tölvugerðir sem enn eru í fram- leiðslu. Þegar hætt er að framleiða vél fellur endursöluverðið hins vegar meira. Notaðar IBM líkar ET tölvur, sem hætt er að framleiða seljast fyrir um 30% af upphaflegu verði. IBM vélarnar sjálfar seljast þó fyrir hærra verð. Markaður í örum vexti Hér á landi eru svipuð afföll af verði notaðra einmenningstölva og í Bandaríkjunum. Fjöldi endurseldra tölva er hliðstæður ef miðað er við útbreiðslu. Reikna má með að markaðurinn þróist á svipaðan hátt hér á landi og gerist vestanhafs. Undanfarin ár hefur markaður fyrir notaðar ET tölvur samkvæmt upplýsingum tímarita vaxið um 30% á ári. Kunnugir reikna með að aukningin verði enn meiri næstu árin. Samkvæmt því má reikna með að innan fárra ára verði 1500 til 2000 notaðar einmenningstölvur seldar á ári hér á landi. Það svarar til að velta markaðarins verði 60 - 80 milljónir króna á núverandi verðlagi. Ef svo fer sem horfir verða álíka margar notaðar og nýjar tölvur seldar eftir 5 - 7 ár. Hversu stór hlutur smáauglýsinga DV verður þegar þar kemur er ekki auðvelt að sjá fyrir.-si 16 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.