Tölvumál - 01.09.1988, Page 17
REIKNISTOFNUN HÁSKÓLANS SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS
SURÍS
NORDUNET88
Hótel Sögu 22. - 23. september
Eins og félagsmönnum Skýrslutæknifélagsins hefur þegar verið
tilkynnt verður ráðstefnan NorduNet 88 haldin hér í Reykjavík, að
Hótel Sögu, 22. og 23. september næstkomandi. NORDUNET er
verkefni á vegum norrænu ráðherranefndarinnar, sem miðar að því að
bæta skilyrði til að skiptast á upplýsingum með hjálp tölva, einkum á
milli mennta- og rannsóknastofnana. Á þessum árlegu ráðstefnum er
reynt að gefa áhugamönnum yfirlit yfir þróun mála og helstu
nýjungar síðan síðast.
Skýrslutæknifélagið og Reiknistofnun Háskólans ásamt SURÍS,
samtökum um upplýsinganet rannsóknaraðila á íslandi, sjá um
ráðstefnuna hér. Af þeim sökum var í þetta skipti erindum, sem talin
eru höfða til víðari hóps áheyrenda, safnað saman á fimmtudaginn 22.
september eftir hádegi.
Er félagsmönnum sérstaklega boðið að sækja þann hluta ráðstefn-
unnar ásamt síðdegisboði menntamálaráðherra. Gjald fyrir þennan
hluta er kr. 2.000,00.
Að sjálfsögðu er hverjum sem er heimilt og velkomið að sitja alla
ráðstefnuna. Er þess reyndar að vænta, að þeir sem hafa á hendi
stjórn og skipulag stórra netkerfa muni hafa verulegt gagn af þeim
fróðleik, sem miðlað verður, bæði í erindum og vinnuhópum. Öll
ráðstefnan með gögnum, hádegismat og kaffi ráðstefnudagana, ásamt
kvöldverði á föstudag, kostar kr. 14.000,00.
Dagskráin er nú að verða endanlega frágengin og er birt hér á næstu
síðum á ensku, en enska verður tungumál ráðstefnunnar. Skráning
fer fram á skrifstofu Skýrslutæknifélagins í síma 27577 og er
félagsmönnuin bent á að tilkynna þátttöku sem fyrst, því rými í
ráðstefnusal er takmarkað. Sjá dagskrá á næstu síðum > > > >
TÖLVUMÁL 17