Vísir - 19.05.1962, Page 3

Vísir - 19.05.1962, Page 3
Laugardagur 19. maí 1962. VISIR ws%\w "Aw \ \w \ \ \ w w; Sauðburður | í Reykjavík Ærin sem er á miðr'.myndinni heitir Freyja 10 vetra gömul og er ættmóðir þess fjárstofns sem þarna sést á myndinni. Sauðburður í Reykjavík hófst almennt um mánaðamót- in apríl — maí, enda þótt dæmi séu til þess að ær hafi byrjað að bera um miðjan aprílmánuð. Mun sauðburð- urinn nú vera langt kominn hér í bænum. Hér í Reykjavík bera ær yfirleitt inni í húsum enda fæstir sauðfjáreigendur sem hafa yfir túnum að ráða þó þeir séu til. Þess þarf að gæta nokkuð vandlega þegar fyrstu ærnar bera á vorin að halda þeim út af fyrir sig vegna þess að hinar kindurnar ærast þá jafnan af einhverskonar æs- ingu eða forvitni sem erfitt er að gera sér grein fyrir af hverju stafar, hvort þetta stafar af einskærri for- vitni og löngun til að sjá þessa nýfæddu skepnur sem bætzt hafa í hjörðina, eða eða hvort þarna er einhvers- konar móðurástartilfinning sem gerir vart við sig hjá ánum. Þó má geta þess að hrútarnir og gemlingar verða ennþá ákafari og æstari held ur en nokkru sinni ærnar. Merkilegt er þó það hjá sauðkindinni að þegar ær ber, virðast hinar ærnar taka fyllsta tiliit til þess og halda sig frá henni á meðan hún lýkur hlutverki sínu, venju- lega úti í einhverju homi fjárhússins. Þegar nokkuð líður á sauð- burðinn dvínar æsing sú, sem venjulega grípur um sig eftir að fyrstu lömbin fæðast, og úr því. verður það enginn \'iðIjurðúr’.l'^gjjmeðal hjarð arinnar sjálfrar þótt nýtt lamb fæðist. Hér í Reykjavík hefur burðurinn gengið með. ágæt- um í ár og óvenjumikið af tvílembingum, einn úr hópi fjárríkustu bænda höfuðborg arinnar kvað um 80% ánna vera tvílembar. Og mjög lítið er um lambadauða. Þegar lömbin eru orðin tveggja vikna gömul eða þar um bil, byrja þau að eta strá og strá úr jötu með mæðrum sínum — hafa þá lært af þeim átið, og þegar þau eru þriggja vikna gömui orðin éta þau hey eins og fullorðn- ar kindur. Helzt þarf að hafa handa þeim sérstaka lamba- kró með tilsvarandi háum jötum. En næsta oft vill það bregða við að þau lyfta sér upp fyrir jötuböndin og hoppa upp í jötuna. Umgang urinn í heyinu verður þá ekki ævinlega sem þrifalegastur. Þegar sauðburði er lokið og gróður orðinn nægilegur er rekið á fjall. Að vísu reka Reykvíkingar ekki heldur aka þeim upp í afréttina, venjulega annaðhvort upp á móts við Fóelluvötnin eða Húsmúla og sleppa því þar. Auk þess hefur svo Reykja- víkurborg keypt Kolviðar- hólsland og afhent Fjáreig- endafélagi Reykjavíkur það sem afrétt. Lömbin eru að jafnaði mörkuð áður en þau eru flutt á afrétt, en seinna er svo smalað til að rýja. Þema — og lambið hennar á spena. Gibba nýborin. Hún er stolt yfir sínu fallega afkvæmi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.