Tölvumál - 01.04.1989, Page 14

Tölvumál - 01.04.1989, Page 14
Tölvumál Mars1989 Kynning á Félagi tölvunar- fræðinga Halldóra Magnúsdóttir, tölvunarfræðingur Félag tölvunarfræðinga er fagfélag þeirra sem lokið hafa BS prófi í tölvufræðum (tölvunarfræðum) við Háskóla íslands eða öðru sambærilegu prófi. Félag tölvunarfræðinga var stofnað árið 1984. Fyrstu árin var félagið fámennt en á síðustu árum hefur fjölgað ört í félaginu samhliða auknum fjölda útskrifaðra tölvunarfræðinga frá Háskóla íslands. í dag eru félagsmenn 118. ■ Markmið Félags tölvunarfræðinga: • Að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna. • Að vera í fyrirsvari fyrir félagsmenn gagnvart innlendum og erlendum aðilum á sviðum tengdum störfum félagsmanna. • Að efla þekkingu félagsmanna. • Að efla tengsl og kynni félagsmanna. ■ Öflugt félagsstarf Starfsemi félagsins hefur miðast við áðurtalin markmið. • Eitt aðalbaráttumál félagsins hefur verið að fá löggildingu á starfsheitin tölvufræðingur og tölvunarfræðingur. Mikil vinna hefur verið lögð í þetta málefni en hún hefur ekki skilað neinum árangri enn sem komið er. í dag standa málin þannig að búið er að senda formlegt erindi til menntamálaráðuneytisins ásamt tillögu að frumvarpi og bíður félagið eftir viðbrögðum ráðuneytis. • Hjá félaginu hafa verið starfandi nokkrar siðanefndir sem hafa það starfssvið að semja siðareglur fyrir félagið. Mikil umræða hefur farið fram um þessi mál sem eðlilegt er, en félagsmenn eru ekki búnir að koma sér saman um siðareglur. • Félagið er aðili að BHM og því njóta félagsmenn ýmissa fríðinda á vegum bandalagsins, svo sem aðgangs að orlofshúsum og leiguíbúðum víða um land. • Félagið er aðili að BHMR, sem fer með samningsréttarmál þeirra félagsmanna sem vinna hjá ríkinu. í þeim samningum sem nú fara í hönd er unnið að því að koma starfsheitunum tölvufræðingur og tölvunarfræðingur inn í samninga hjá Útgarði. • Að efla faglega þekkingu félagsmanna hefur verið eitt aðalviðfangsefni félagsins. Yfir vetrartímann hafa verið haldnir fræðslufundir um þau málefni sem efst hafa verið á baugi hverju sinni. Félagsmenn sem farið hafa í framhaldsnám erlendis hafa gjaman kynnt lokaverkefni sín á félagsfundum og félagið hefur staðið að heimsóknum til fyrirtækja á vélbúnaðar- og/eða hugbúnaðarsviði. • Til að efla tengsl og kynni félagsmanna hefur, auk félagsfunda, verið haldin árshátíð á hverju ári og eitt til tvö skemmtikvöld að auki. ■ Stjórn FT Stjóm félagsins skipa núna: • Halldóra Magnúsdóttir, Tölvudeild Ríkisspítala, formaður. • Hafliði Magnússon, Tölvumiðlun h/f, ritari. • Björn Thorarensen, Iðnaðarbankanum, gjaldkeri. • Einar Jónasson, Skýrr, menntari. • Bergþór Skúlason, Reiknistofnun Háskólans, formaður kjaranefndar. Umsókn um aðild að félaginu svo og úrsögn úr því verða að vera skriflegar og sendast stjóm félagsins. Q 14

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.