Vísir - 25.05.1962, Side 2

Vísir - 25.05.1962, Side 2
VISIR Föstudagur 25. maí 1962. .^>4 'n i r 5 T//////A LJ YY////////A W///////A M '42///A Utanhæjarmennirnír sóttu Reykvikingarnir skoruðu í gærkvöldi léku á Laugardals- vellinum lið Reykjavíkur og Utan- bæjarmanna og mega hinir síðar- nefndu sannarlega vera óánægðir með sinn hlut í mörkunum, því þeirra sókn í leiknum var mun þyngri en Reykvíkinga; sem skor- uðu einu 2 mörkin í leiknum. Ann- ars var leikurinn leiðinlegur á að horfa og fátt um skemmtileg eða fjörleg tilþrif og ekki bætti napur kuldinn úr fyrir áhorfendum. „LANDIГ ÁGENGARA Utanbæjarmenn voru strax í upphafi ágengari í sóknum sínum en ekki tókst þeim þó að skapa strax verulega hættu. Reykvíkingar hins vegar fengu skorað fyrra mark sitt á 14. mínútu. Högni hafði misst boltann yfir sig til Guðmundar Ósk arssonar, sem drap boltann, sem hrökk til Jóns Sigurðssonar í ágætu færi og hann lét ekki segja sér tvisvar, en sendi hörkuskot í netið, 1:0 fyrir Reykjavík. Utanbæjarmenn héldu áfram að sækja. Skúli Ágústsson átti all- hættulegan bolta fram hjá og Ingvar annan stuttu síðar, en Heim ir varði fallega og síðan hvert fær- ið af öðru og markið lá í loftinu, en kom þó ekki, þrátt fyrir að Steingrímur Björnsson væri kom- inn inn fyrir Hörð Felixsson, þyngslalegan á grasinu, og hér kom Heimir til hjálpar Reykvíkingum og bjargaði með réttu úthlaupi, en Steingrímur skaut í fót Heimis. Attu vítaspyrnu skilið Fertugasta mínútan var nokkuð „krítísk" fyrir dómarann, Grétar Norðfjörð, þegar Hörður Felixsson hindraði Steingrím miðherja gróf- Heimir (KR) hafði nóg að gera í leiknum í gærkvöldi og stóð sig með mikilli prýði og mega Reyk- víkingar þakka honum öðrum frem ur að þeir unnu Ieikinn. lega innan vítateigs Hafði víta- spyrnan, sem utanbæjarmenn áttu þarna getað breytt leiknum tals- vert, en hér sást dómaranum sem sé yfir brot. Reykvlkingar voru allhættulegir við mark andstæðinganna á næst- slðustu mínútu leiksins, þegar Jón Sigurðsson skaut að marki en Bogi Sigurðsson bjargaði náiægt mark- línunni. SÍÐARI HALFLEIKUR Síðari hálfleikinn áttu utanbæj- armenn að mestu leyti, en aldrei tókst þeim að finna leiðina fyrir boltann I netið. Stundum tókst Heimi að bjarga með góðum út- hlaupum, en mun algengara var að skot liðsins geiguðu og hafði dreng urinn fyrir aftan markið nóg að gera að sækja boltann. Sókn Reykjavíkur á 10. mínútu síðari hálfleiks bar hins vegar ár- angur, enda virtust hinar fáu „heim sóknir“ Reykjavíkurliðsins koma „Lands“-vörninni úr sambandi. — Annars var mark þetta skorað úr vítaspyrnu, og reyndar á nákvæm- lega sama hátt og þegar Hörður hindraði Steingrím í fyrri hálfleik og ekkert var dæmt. Það var Gunnar Albertsson sem hindr- aði Guðmund Óskarsson í þetta skiptið, en Guðmundur gerði sér meiri mat úr hindruninni og dóm- arinn hlaut að sjá hvað var á seiði. Grétar skoraði 2:0 úr þessari víta- spyrnu með lausu skoti, en Helgi var kominn úr jafnvægi. A 18. i..ínútu átti Steingrímur! enn tækifæri, en Heimir varð hlut- skarpari I úthlaupi sínu. Og Skúli átti 3 mínútum síðar gott færi á vítapunkti var alls óvaldaður, en skotið var „vind“-laust og rétt rúll- aði til Heimis. REYKJAVÍKURMENN SLAPPIR Reykjavíkurliðið var heldur siakt þrátt fyrir þennan sigur. Heimir var beztur og bjargaði tapinu, sem 1 liðið átti skilið. Árni Njálsson var drýgstur í vörninni, og Garðar all góður í sini stöðu, en yfirleitt allir áttut eikmenn leik lang fyrir neð- an sína virðingu og liðið féll ekki saman þótt uppistaðan væri úr KR og ívafið úr Fram og Val. Mun nær því að falla saman var blandan frá Akureyri, Akranesi, Framh. á bls. 5 á SKÍÐUM í SUMARBLÍÐU Siglfirðingar halda skíðamót að venju að vorlagi í Siglufjarðar- skarði og fer það fram að þessu sinni þ. 9. og 10 júní. Keppt verð- ur i svigi og stórsvigi karla og AxeJ Kvaran í fjörunni við Reykjadislc í fyrrasumar. Hér virðir ára^yngsM 15 ára hann, ** f' vegaiengdina út í Drangey en hann synti þessa í kvennaflokki. i vegalengd á 3 timum og 13 mmutum, eða 13 mmutum lakarx Mun nú vera nægur snjór í tima en Benedikt G. Waage heldur fram að Grettir Ásmundar- skarðinu og verður örugglega, er son hafi náð árið 1040 er hann synti til Iands úr bæli sínu í mótið fer íram. útlegðinni í Drangey, þar sem þeir IHugi bróðir hans höfðust ----------------! lengi við. Fetað / fótspor Grettis hins sterka Ásmundarsonar „Grettir Ásmundarson synti á 3 klst. úr Drangey," sagði Benedikt G. Waage 1927 í Iþróttablaðinu Þrótti, sem þá var gefið út af ÍR. „Þetta virðist nú ekki fjarri lagi,“ sagði Benedikt við okkur í gærdag. „Grettir hlýtur að hafa þekkt strauma betur en okkar menn og auk þess örugglega verið miklu meiri þrekmaður en kapparnir okkar, sem nú hafa synt yfir sund- ið.“ Þetta sagði Benedikt okkur m.a. er við ræddum við hann um Drang eyjarsund, en ÍSÍ veitti Axel Kvar- an sundkappa nýlega afreksmerki sitt úr gulli fyrir Viðeyjarsund. Axel synti í fyrrasumar fyrstur manna frá Reykjadiski út í Drang- ey og var hann 3 klst. og 13 min- útur á leiðinni, sem er skemmsti tími, sem vitað er um með vissu, en kenning Benedikts er ekki fjarri lagi. Haukur Einarsson, sem synti 1939, er með næstbeztan tfmann, 3.20 klst., Eyjólfur Jónsson, sem synti tvívegis (1957 og 1959), Pét- ur Eiríksson, sem synti 1936- og Erlingur Pálsson .yfirlögreglu- I þjónn, hafa allir lakari tíma í sundinu. Axel Kvaran hefur einnig synt Vestmannaeyja-, Kjalarness- og Viðeyjarsund. Hann er 30 ára gamall Akureyringur og féiagi í Knattspyrnufélagi Akureyrar. Axel æfir nú af kappi undir sundþrautir í sumar, en þeir Eyjólfur Jónsson synda nú nær daglega í aðeins 8 gróða heitum sjó. Gera þeir félag- ar sér góðar vonir um að komast til Englands í sumar til Ermar- sundskeppnmnar, en Alþingi veitti í fjárlögum 30.000 króna styrk til íþróttasjóðs og skal hann renna til að styrkja sjósundsmenn og munu þeir Eyjólfur og Axel njóta þessa styrks. HEIMSMET / FJÓRSUNDI V-þýzki sundmaðurinn Gerhard Hetz setti í gær nýtt heimsmet í 400 metra fjórsundi. Setti hann metið á aiþjóðamóti i Moskvu og synti á 4:53.8 mín, en fyrra metið var 4.55.6 mín. Hetz er aðeins 19 ára gamall og er líkur Guðmundi Gisiasyni með það hve hann er fjölhæfur og á hann nú 8 þýzk met, 5 í skriðsundum, sem telja má sérgrein hans (100 metrar á 55.2 — 400 m á 4.18.5 á 25 m braut), 2 met í flugsundi (100 m á 1.00.6) og eitt met í 400 m bringusundi. Guðmundur Gíslason á svo sem kunnugt er Norðuriandametið í 400 metra fjórsundi, en það met setti hann á afmæli Sundhaliar Reykja- víkur fyrir rúmum mánuði síðan og er það 5.16.3 mín. Um daginn synti hann einnig í 50 metra laug- inni í Hveragerði og synti á 5.25.3 mín., sem er 3/10 verra en lág- markið til að komast í EM í Ro- stock I sumar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.