Vísir - 14.06.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 14.06.1962, Blaðsíða 2
2 ■—Fimmtudagur 14. júní 1962. VISIR Iðgjöld til Sjóvá námu 79,5 milljónum Markmiðið er ÍÞýzku flotaheimsókninni til í Seyðisfjarðar er lokið og fór(' hún í alla staði vel fram. Það voru tvö skólaskip, Graf Spee og Hipper, sem komu til bæj- arins með fjölda ungra sjó- liðsforingjaefna og dvöldustS tvo daga á Seyðisfirði. Þess-J ar myndir tók fréttaritari S Vísis á Seyðisfirði og sýna? þær skólaskipið Graf Spee ogS Rehder skipherra á því. <[ kAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/ r Armenningar sigruðu K.A. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. Meistaraflokkur handknattleiks- manna frá Glfmufélaginu Ármanni kom 1 heimsókn til Akureyrar um hvftasunnuna og kcppti tvo leiki vi8 meistaraflokk K.A. Fyrri leikurinn var háður á hvftasunnudag og sigruðu Ármenn- ingar með 18 mörkum gegn 15. Seinni leikurinn fór fram daginn eftir og unnu Ármenningar þá aft- ur og í það sinn með 20 mörkum gegn 18. Hafa Ármenningar um undanfar- ið 5 ára skeið jafnan komið í keppniheimsókn til Akureyrar Rússar hafa krafizt „beztu kjara- samninga“ í Frakklandi en Frakk- ar neitað. Samkomulagsumleitanir Frakka og Rússa um nýja viðskiptasamn- inga, en þær hafa farið fram í Moskvu, hafa farið út um þúfur, og sagði franskur talsmaður í gær- kvöldi, að orsökin væri sú, að Rúss ar hefðu fyrir tveimur dögum Brutust út Þremur bankaræningjum hefur tekizt a5 flýja úr Alcatraz-fangelsi. Er þetta forsíðufrétt í öllum blöð um Bandaríkjanna, því að aldrei fyrr hefur föngum tekizt að flýja úr þessu fangelsi, sem er hið ram- gerasta og stendur á ey í San Franciscoflóa. Er það ríkisfangelsi og hafa þar verið hýstir forhert- ustu bófar Bandaríkjanna. Aðalfundur Sjóvátryggingarfé- lags íslands h.f. var haldinn mánu- daginn 4. þ. m. í húsakynnum fé- lagsins í Ingólfsstræti nr. 5. Formaður félagsstjórnarinnar, Halldór Kr. Þorsteinsson skipstjóri, minntist í upphafi fundarins nokk- urra kaupsýslumanna er látizt hafa frá slðasta aðalfundi. Fundarstjóri var Sveinn Eene- diktsson framkvæmdarstjóri, en fundarritari Axel J. Kaaber skrif- stofustjóri. Framkvæmdarstjóri félagsins, Stefán G. Björnsson, flutti skýrslu félagsstjórnar um rekstur og hag félagsins og skýrði ársreikninga þess. Samanlögð iðgjöld af sjó-, bruna-, bifreiða-, ábyrgða- og end- urtryggingur.; námu um 78,5 mill- jónum króna, en af líftryggingum tæplega kr. 3.650.000, eða iðgjöld samtals tæplega 79,5 milljónir. Er það mjög svipað iðgjaldaupp- hæð og árið 1960. Fastur eða samningsbundinn af- sláttur til viðskiptamanna er þeg- ar frádreginn í upphæðum þessum, heimtað sömu kjör fyrir vörur sín- ar í Frakklandi og sammarkaðs- löndin njóta, en Frakkar segja, að sama gildi um vörur Rússa og allra þjóða utan EBE. Raunverulega sé það aðild Frakka að Efnahagsbandalagi Ev- rópu, sem Sovétríkin vilji feigt, sem liggi til grundvallar. Ekki er talið líklegt, að sam- komulagsumleitanir verði teknar upp aftur fyrr en horfur varðandi Efnahagsbandalagið skýrast, og þar af leiðandi ekki fyrr en með haust- inu, en þá liggur margt ljósara fyrir að því er menn ætla, um að- ild Bretlands að EBE, hvað ofan á verður um stjórnmálalegt samstarf í álfunni o. fl., sem allt hefur beint og óbeint álirif á allan gang mála. Samkomulagsumleitanirnar varða viðskiptasamninga fyrir tímabilið 1963—1965. en afsláttur og bónus til bifreiða- eigenda einna nam t. d. tæplega 4.5 milljónum. Stærsta tryggingadeildin er Sjó- deildin með nær 42,6 milljóna króna iðgjöld. í tjónbætur voru greiddar um 37.5 milljónir, en í laun og kostnað um 6 milljónir,r,eðan<,f0apilega 8% af iðgjöldunum. Iðgjalda og tjónavarasjóðir, svo og vara- og viðlagasjóðir eru nú um 49 milljónir króna. Er Líf- tryggingadeildin ekki talin með í þessum tölum. Iðgjaldavarasjóðir hennar eru hinsvegar um 43.3 milljónir króna, svo að samanlagðir varasjóðir fé- lagsins eru nú um 92 milljónir. Nýtryggingar í Líftrygginga- deildinni voru 157, að upphæð 7,8 milljónir. Við árslok voru líftryggingar i giidi að upphæð um 128 milljónir króna. Verðbréfaeign félagsins nam um 76 milljónum króna við árslok, en lán út á líftryggingaskírteini um 9 milljónir. Stjór félagsins skipa sömu menn og áður, Halldór Kr. Þor- steinsson skipstjóri, Lárus Fjeld- sted hæstaréttarlögmaður, Sveinn Benediktsson framkvæmdarstjóri, Geir Hallgrímsson borgarstjóri og Ingvar Vilhjálmsson útgerðarmað- ur. Flúðu 1 nótt tókst tveimur hópum Aust ur-Þjóðverja að flýja til Vestur- Berlínar. í öðrum hópnum voru 10 manns — yngsti flóttamaðurinn 4 ára. Mesta athygli vekur í sambandi við þennan flótta, að algerlega er haldið leyndu hvaða leið fólkið fór, — í von um að aðrir geti not- að sömu ,,leynigöngin“, en þau hefur austur-þýzku lögreglunni ekki enn tekizt að finna. Lögreglan í Róm beitti í gær táragasi til þess að dreifa nýfas- istum sem höfðu haft ýfingar í f tmmi ,-ið Gj’ðinga, Frh. af 16. síðu: 1952 sem einkaritari J. Monnet. Bertoin varaði við þeirri algengu villu að unnt myndi verða að fá samþykktar breytingar á Rómar- samningnum er fleiri þjóðir gerð- ust aðilar að bandalaginu. Slíkt kæmi ekki til greina. Annað hvort yrðu þjóðir að samþykkja samn- Brun'mn — Framh. af 1. síðu. ið er mjög mikið. Maður gætir þess aldrei að tryggja slíkan lager nógu vel, m. a. vegna þess að verð- ið á slíkum hlutum fer alltaf hækk- andi og maður hugsar ekki út í að hækka trygginguna samhliða því. Ég hef verið með varahlutaverzlun í um 30 ár og 6 ár á þessum stað. Þetta . voru allskyns varahlutir bæði í bíla, jarðýtur og landbún- aðarvélar. Þetta er allt ónýtt af eldi og vatni. Jafnvel þó nota megi eitthvað af hlutunum eru um- búðir með skrásetningarmerkjum ónýtar og myndi taka marga mán- uði að raða þeim og lagfæra. Eldurinn komst ekki f íbúðina á efri hæðinni, en miklar skemmd- ir urðu á innbúinu af reyk. Eru húsgögn og sérstaklega bækur illa farnar. Þegar slökkviliðið kom á stað- inn rétt eftir hádegi var mikill eldur f búðinni en hann tókst að slökkva á um það bil klst. SÍF - Frh. af 1. síðu: í framhaldi af því, að framvegis sé ekki hugsanlegt að gera fyrirfram samninga á nokkru teljandi magni, nema jafnframt sé unnt að gefa kaupendum tryggingu fyrir því, að ekki berist meira magn á markað- inn en hann þolir á hverju tíma- bili og þá ekki á lægra verði en hinir fyrirfram gerðu samningar kveða á um. 1 skýrslu Sölusambandsins kem- ur fram að saltfiskframleíðsla lands manna á árinu 1961 hefur minnkað nokkuð eða um 2.700 tonn. Ástæð- an fyrir þesari minnkun stafar eink um af verkfallinu í Vestmannaeyj- um. Langmestur hluti f-ramleiðsl- unnar var seldur til Portúgal auk annarra Miðjarðarhafslanda (Spánn og Italía). Hér er þá um óverkaðan saltfisk að ræða. Líkaði hann yfir- leitt vel, og komu engar teljandi kvartanir fram. í framangreindum löndum, svo og Grikklandi, „eru markaðir fyrir verulegt meira magn af óverkuð- um fiski, og vantaði mikið á, eins og að undanförnu, að hægt væri að fullnægja eftirspurninni eftir íslenzkum saltfiski í þessum lönd- um“. Nær helmingur saltfiskfram- leiðslunnar féll niður í þriðja og fjórða flokk við gæðamat, og er ljóst af því að stórkostlegt verð- mæti tapast þar vegna Iélegra gæða, „þar sem æ erfiðara reynist að selja nokkurt verulegt magn af svo gallaðri vöru. Af þurrkuðum fiski er mest selt til Suður- og Mið Ameríku-Iand- anna einkum til Brasilíu og hefur sala þangað aukizt verulega á ár- inu. Fyrir forgöngu sjávarútvegsmála ráðherra hefur verið stofnað Verð- lagsráð sjávarútvegsins og með því standa vonir til að verði bund- inn endir á það vandræðaá- stand, „sem skapast hefur undan- farið, við það, að fiskverð hefur ekki verið ákveðið, fýrr en langt hefur verið liðið af vertíð, þannig að framvegis hafi jafnan náðst fullt samkomulag um fiskverð áður en hvert —' Vtímabil hefst" inginn eins og hann lægri fyrir eða haga aðild sinni á annan veg. Hann undirstrikaði að á stjórnmálasvið- inu, væri meginmarkmið banda- lagslandanna — bandariki Evrópu. Að þv£ markimiði væri slfellt unn- ið, þótt enn væri löng leið fram- undan. Þá ræddi Berthoin nokkuð um afstöðu lítilla þjóða sem ís- larids til bandalagsins og einstakra ákvæða Rómarsamningsins. Slik ríki óttuðust sum að þátttaka í bandalaginu myndi þýða það að inn í Iöndin myndi streyma mikið erlent vinnuafl er skapa mundi at- vinnuleysi og kauplækkanir. Slíkt kæmi ekki tii mála. Vinnuafls- Einar Benediktsson var formaður efnahagmálanefndar ráðstefnunnar. hreyfingar Væru takmarkaðar við það að næg atvinna væri fyrir hendi og hefði hlutaðeigandi ríki það í hendi sér og útilokað að á- kvæði hefði skaðsamleg áhrif á efnahagslíf viðkomandi lands, held ur þvert á móti. AUKAAÐILD. Þá ræddi hann um möguleika á aukaaðild. Fyrir lægju beiðnir um slíka aðili frá allmörgum ríkjum en hann kvað bandalagið hafa fremur neikvæða afstöðu til slíkra umsókna almennt talað, þótt engin endanleg ákvörðun hefði enn verið tekin I því efni. Ástæðan væri sú, að með mörgum aukaaðildarsamn- ingum væri raunverulega verið að fara í kring um Rómarsamninginn. Þá benti hann á þann möguleika að ef þjóð hefði aðeins eina vöru- tegund er hún flytti út, t. d. fisk, væri ekkert því til fyrirstöðu að hún leitaði sérsamninga við banda- lagsríkin um kaup og tollfriðindi, þótt hún gerðist ekki aðili að bandalaginu. Þá talaði einnig P. Emanuelli, varaformaður bandalsg- Atlantsfé- laganna um samstarf Atlantshafs- þjóðanna. Eftir kvöldverð skemmti Krist- inn Hallsson og Fritz Weishappel gestum ráðstefnunnar og var þeim félögum forkunnar vel tekið. ðveður — Framh. at 16. síðu. kom.st hitinn niður í frostmark, en í morgun var 3ja stiga hiti með norðaustan slagviðri og 8 — 9 vindstigum. í gærkveldi gerði hríðarél sum- staðar hér sunnanlands og þegar Reykvíkingar vöknuðu í morgun var Esjan grá niður í hlíðar. Rússar heimta, Frakkar neita

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.