Vísir - 14.06.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 14.06.1962, Blaðsíða 3
J Fimmtudagur 14. júní 1962. VISIR 3 Osóminn á Þingvöílum Um síðustu helgi á sjálfri hvftasunnunni varð óskemmti- leg samkoma á Þingvöllum, sjálfum hinum helga sögustað þjóðarinnar. Hópur unglinga safnaðist þar saman. Var ölvun mjög áberandi, og fylgdu henni slagsmál og allskyns ósiðsamleg hegðun, sem var þessum hóp og allri þjóðinni til hneysu. Aðeins tvelr lögreglumenn voru á staðn um og gátu þeir við litið ráðið. Myndsjá Vísis birtir i dag nokkrar myndir af þessari sam- komu, sem er smánarblettur á ÞingvöIIum. Myndirnar eru birt- ar tll þess eins að sýna hve hörmulegt ástandið var og til þess að réttir aðiljar bregði nú ákveðið við og hindri slikt fram ferði í framtfðinni. Sjónarvottur lýsir þvi að á- standiö hafi orðið verst um kl. 11 á laugardagskvöldiö. Þá bar mjög mikið á ölvun og allt svæð ið logaði í slagsmálum og há- reysti milli kl. 2 og 3 um nótt- ina. Ró komst ekki á fyrr en kl. 6 um morguninn. AIIs munu um 800 manns hafa komið á staðinn og voru margir i spari- fötum, piltar í hvítum skyrtum og kvenfólk í háhæluðum skóm og ffnum kjólum og kápum. Það versta var að megnið af hinu ölvaða fólki var unglingar milli 15 og 20 ára. Tjöld voru skorin niður og felld og áberandi var að nokkrir óku bifreiðum drukknir. Bílum var stolið, m. a. brotizt inn í einn og honum ekiö af stað en þeirri ökuferð lyktaði með því að hjól datt undan honum. Marg ir týndu utan af sér fötunum, sumir gengu um hálfnaktir, aðr ir rifnir eftir slagsmál. Sumir hentu eigum sínum t. d. mynda- vélum i Öxará. Um kl. 7 á hvitasunnumorg- un lyktaði „hátíðinni1^ með þvf að fimm menn hentu sér til sunds í öxará, allir drukknir, sá yngsti um tvítugt, en sá elsti um fertugt. Allir voru í sparifötum, tveir með svarta fína hatta, sem þeir létu fljóta í kringum sig ásamt skóhlífum. Það er kominn tími til að stöðva ósóma á Þingvöllum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.