Vísir - 14.06.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 14.06.1962, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. júní 1962. VISIR Skipaskoðun hófst á íslandi fyrir réttum 40 árum. Var lög- gjöf um þetta samin á Alþingi fyrri hluta árs 1922 og síðan tilskipun um skipaskoðun gefin út í Amalíuborg 20. nóv. sama ár. Má segja að með þeirri til- skipan hafi skipaskoðun hafizt hér á landi. Fyrsta aðalskoðun, sem gerð var eftir þessum lög- um var framkvæmd 27. nóv. 1923. Vísir hefur í tilefni af þessu leitað á fund skipaskoðunar- stjóra, Hjálmars R. Bárðarson- ar verkfræðings og beðið hann að skýra lesendum blaðsin's í nokkrum höfuðdráttum frá þess ari starfsemi, tilgangi hennar og verkefnum og hvernig þró- unin hafi orðið í þessum málum á undanförnum árum. — Það er ennþá starfandi maður við skipaskoðun ríkisins — sagði Hjálmar R. Bárðarson — sem hóf störf við hana þegar hún var stofnuð fyrir 40 árum. Þessi maður er Hafliði J. Hafliðason og á upplýsingum hans verð ég fyrst og fremst að byggja starfssögu skipaskoð unarinnar fram að þessum tíma, enda kann Hafliði frá mörgu að segja frá þessum fyrstu ár- um stofnunarinnar. — Var ekki heldur bágborin aðstaða til skipaskoðunar á þeim árum? — Jú, það telur Hafliði a.m.k. Hér við Faxaflóa voru þá að- eins tvær dráttarbrautir báðar staðsettar í Reykjavík. Einnig var í Ytri Njarðvík lítil sliskju- braut, sem Magnús Ólafsson útvegsbóndi og formaður í Höskuldarkoti hafði látið setja upp fyrir sína báta, og aðra sem hann hafði með að gera. í Dráttarbraut Slippfélagsins í Reykjavík var hægt að taka upp skip allt að 150 rúmlestir og £ dráttarbraut Magnúsar Guðmundssonar — bátastöð- inni — var unnt að taka upp 50—60 rúmlesta báta. Þegar skip og bátar voru teknir á land í þessum dráttarbrautum var yfirleitt góð aðstaða til að framkvæma bolskoðun. En það var alls ekki alltaf, að hægt var að framkvæma slíka skoð- un í dráttarbraut, því miður. -- Hvaða aðferð var þá við- höfð? — Hár í Reykjavík var gamla steinbryggjan aðalbryggja bæj- arins í þá daga, en hún var beint fram af Pósthússtræti. Við hana voru bátarnir bundn- ir, stundum 4—6 í einu, og þá látið fjara undan þeim til skoð- unar, og hampþéttingar ef með þurfti. Oft var smiður, einri eða fleiri, látnir fylgjast með skoð- unarmanninum til að endur- bæta hampþéttinguna og ann- að sem skoðunarmaðurinn ákvað að gert yrði. Þarna var aðstaðan langt frá því að verá góð, bæði var það að menn urðu að vera í háurn vaðstígvé.1 um, og auk þess var þetta alls ekki hættulaust, því það gat hæglega komið fyrir að bátarn- ir slitnuðu frá bryggjunni og duttu niður. Má segja að þá hafi hending ein ráðið því hvort menn urðu undir þeim eða ekki. — Var það algengt að skoða skip í fjörunni? — Mjög algengt, en engan veginn erfiðislaust. Þegar skip- in voru dregin á land í fjöru, voru notaðar smurðar sliskjur, og gangspil síðan notað til að draga skipið upp eftir sliskjun- um. Vanalega voru 4 — 8 menn á gangspilinu eftir því hvað báturinn var þungur eða hvað fjaran var brött. -— Hvaða skip var fyrst skoð- að eftir tilskipaninni frá 20. 11. 1922? — Það var 46 rúmlesta mót- orskip, sem Ófeigur Guðnason skipstjóri átti. Skoðunarmenn voru þeir Ólafur Th. Sveinsson skipaskoðunarstjóri og Hafliði J. Hafliðason. Skipið var skorð- að uppi í fjöru vestan við Hauksbryggju í Reykjavík, og tók skoðunin nærri mánuð, enda fannst margt athugavert við skipið, bæði við bol þess og vél. — Hvernig var skipastól landsmanna háttað um það leyti sem skipaskoðun ríkisins tók til starfa? — Hann var ekki stór. Nokk- ur lítil farþega- og flutninga- skip, nokkrir togarar, flestir ný- iegir, nokkrir svokallaðir línu- veiðarar, gömul stálskip, flest keypt gömul inn frá Noregi. Öll voru skip þessi með eins vélakerfi. Auk þess voru síð- ustu kútterarnir, sem eftir voru — 6—8 talsins — en þeir voru þá komnir með hjálparmótora, fáein iftil seglskip, sem einkum voru notuð til handfæraveiða við Vestur- og Norðurland að sumrinu, talsvert af mótorbát- um frá 10 og til 40 smálestir að stærð og loks vélalausir opnir bátar. Þetta var skipa- stóllinn. Öll stærri skipin voru í erlendum flokkunarfélögum og kom þvi ekki önnur skoðun til greina á þeim heldur en skoðun á búnaði. —- Hvernig var skipaskoðun- inni tekið fyrst er hún störf? — Eftir því sem Hafliði tjáir mér heyrðust stundum raddir um það meðal smærri útvegs- manna að þeim þætti þóknunin til skipaskoðunarmanna hafa aukinn útgerðarakostnað í för með sér. En almennt var henni ekki illa tekið og það kom ekki sjaldan fyrir að útgerðarmenn komu til skoðunarmanna og báðu þá að skoða vel fyrir næstu vetrarvertíð, því að reynzla þeirra hafi verið sú, að þeir hafi aldrei haft jafn fáa landlegudaga vegna bilana eins og eftir að skipáskoðunin tók til starfa. — Bar á „þurrafúa“ í bát- um í þá daga eins og síðar hefur orðið. — Eftir því sem ég veit bezt var hann sjaldgæfur á þeim ár- um. Þó hef ég orð Hafliða fyrir því að hann hafi orðið var við áþekkt fyrirbæri í þremur norskum furubátum. Þá var þetta kallað maur eða sýki, og þeir sem töldu sig bezt vita kölluðu þetta „fýr“, sem ekki væri alveg óþekkt sýki í norsk- um furuskógum. á íslandi 40 ára Hjálmar Bárðarson skipaskoðunarstjóri. — Myndin er tekin fyrir nokkru á sýningu á gúmmíbátum. — Þú ert, Hjálmar, annar skipaskoðunarstjórinn í röð- inni? — Já, sá fyrsti var Ólafur Th. Sveinsson vélfræðingur, sem gegndi starfinu til ársins 1954 að ég tók við. Og Ólafur er raunverulega sá maður, sem byggt hefur þessa stofnun upp frá grunni. En frá því að skipa- skoðunin tók fyrst til starfa, hefur hún að sjálfsögðu þróazt með breyttum atvinnuháttum í sjósókn og siglingum svo sem eðlilegt er. — En hvar stendur svo Skipa skoðun ríkisins í dag og hver eru hennar megin verkefni? — Verkefnin eru afar marg- þætt og það þarf heljarlanga skýrslu til að skýra ítarlega frá öllum þeim viðfangsefnum, sem skipaskoðunin hefur til meðferðar. Samkvæmt gildandi lögum heyrir afgreiðsla allra mála, sem varða endurskoðun á mælingu skipa og útgáfu allra mælingarbréfa, svo og þjóðern- is- og skipaskráningarskírtein- um undir skipaskoðunina. Þess má geta að ísland hefur undir- ritað alþjóðasamþykkt um skipamælingar, svonefnda Osló- ar-samþykkt, og er því mæl- ingakerfi fylgt hérlendis eins og víða ai.nars staðar. í náinni samvinnu við skipa- skoðun ríkisins er skipaskrán- ingarstofa ríkisins, sem einnig heyrir undir skipaskoðunar- stjóraembættið. Annast hún heildarskráningu allra skipa á landinu, og útgáfu skipsskjala, en umdæmis-skipaskráning er hjá sýslumönnum og bæjarfó- getum, sem senda skjöl til skipa skráningarstofunnar. Þannig er verkefni þessarar stofnunar tvíþætt, heyrir líka undir tvö ráðuneyti, — öryggismálefnin undir samgöngumálaráðuneytið en mæling og skráning skipa undir fjármálaráðunevtið.1 — Er ekki mikið um skoð- unarmenn við skipaskoðunina? — Jú, það er óhjákvæmilegt annað. í framkvæmd er mál- um þannig háttað að landinu er skipt í 5 eftirlitssvæði og þeim svo aftur skipt í minni skoðunarsvæði .samtals • 32 á öllu landinu. í hverju eftirlits- svæði eru fastráðnir eftirlits- menn sem sjá um skipaskoðun hver í sinu umdæmi og Ieið- — Skipaskoðunin hefur það eftirlit einnig á hendi. Öll ís- lenzk tréfiskiskip, sem smíðuð eru fyrir fslenzka eigendur í dag, eru smíðuð samkvæmt ís- lenzkum reglum um smíði tré- skipa. Þetta gildir hvort sem skipin eru smíðuð hér eða er- lendis. Áður en smíði á nýju skipi hefst, ber að senda upp- drætti af hinu fyrirhugaða skipi til Skipaskoðunar ríkisins og fá viðurkenningu á smíðinni. Það sem ekki er samkvæmt hinum gildandi íslenzku reglum er Ieið rétt og smíði má ekki hefjast fyrr en leiðréttar teikningar hafa verið mótteknar. Þegar um er að ræða nýsmíði flokkaðra stálskipa er höfð ná- in samvinna við viðkomandi flokkunarfélag. Hefur Skipa- skoðun rikisins á síðari árum gert nokkrar athugasemdir varð andi smíði lítilla stálskipa. Þetta hefur verið gert vegna ís- lenzkra staðhátta, einkanlega vegna lélegra hafna, og þar af leiðandi hafa íslenzk fiskiskip úr stáli verið styrkt sérstaklega miðskips, og meira en almennt er gert erlendis, auk annarra breytinga vegna grunnsævis. — Hefur Skipaskoðun ríkis- ins eftirlitsmenn erlendis við smíði á skipum fyrir íslenzka aðila? — í sumum löndum höfum við haft samstarf við skipa- skoðanir þar í landi um eftirlit 'með búnaði íslenzkra skipa, sem þar hafa verið smiðuð. En í þeim tilfellum þegar um smíði fleiri skipa hefur verið að ræða, hefur Skipaskoðun ríkisins ým- ist haft sérstaka menn, sem sendir hafa verið héðan að heiman til eftirlits, 'eða haft fasta starfsmenn erlendis til að sjá um eftirlitið. Þannig hefur um árabil verdið fastur eftir- litsmaður frá Skipaskoðun rík- isins búsettur £ Danmörku, og hefur hann séð um eftirlit með smíði fiskiskipa á Norðurlönd- unum öllum og Vestur-Þýzka- landi þegar um tréskip hefur verið að ræða. í Austur-Þýzka- landi hafa, eins og kunnugt er, verið smíðuð mörg skip sam- tímis og hefur þá verið einn, stundum tveir fastir eftirlits- menn frá Skipaskoðun ríkisins búsettir þar meðan á smíðinni stóð. — Hvenær er skip skoðað í fyrsta skipti eftir að það kemur Viðtal v/ð Hjálmar Bárðar- son, skipaskoðunarstjóra beina skoðunarmönnum. Skoð- unarmenn frá Skipaskoðun rík- isins eru í flestum verstöðvum landsins. Þeir eru ekki fastlaun- aðir, en fá greidd laun eftir þeim störfum sem þeir inna af hendi. Skoðunarmenn eru mis- munandi margir á hinum ýmsu stöðum. Almennt fer skoðun skipa fram einu sinni á ári, og er þá skoðaður bolur, vél og búnaður og fylltar út skýrslur um hvert atriði fyrir sig. Um þau skip, sem eru i viður- kenndu flokkunarfélagi, gildir þó nokkuð önnur regla, því þau skip eru skoðuð af flokkunar- félaginu líka. — En hvað um eftirlit með smíði skipa og breytingar á þeim? til landsins? Gilda um það ákveðnar reglur? — Strax og skip kemur i fyrsta skipti til íslenzkrar hafn- ar fer fram fyrsta aðalskoðun á því og jafnframt eru öll gögn skipsins athuguð gaumgæfilega áður en endanleg skjöl eru út- gefin skipinu til handa — En hvað skeður hjá Skipa- skoðun ríkisins þegar skip far- ast eða sjóslys henda? — Þegar sjóslys verða, eða eitthvað það skeður sem gefur tilefni til sjóprófs, þá er að því toknu sent til Skipaskoðunar ríkisins eintak af sjóferðaprófi til athugunár og umsagnar. Og samkvæmt lögum ber skipa- skoðunarstjóra að senda um- Framh. á bls. 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.