Vísir - 14.06.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 14.06.1962, Blaðsíða 16
Markmiðið er pólitísk sameining Evrópu Frá ráðstefnu Varðbergs í gær VISIR Fimmtudagur 14. júni l962. Tveir 30 punda laxar Laxveiðar hafa ^engið mjög vel undanfarið og eru laxveiðimenn bjartsýnir um gott veiðisumar. Veiði er þó ekki hafin í öllum ám, en hún hefst í þeim síðustu á morgun og eru meðal þeirra Víði- dalsá, Haukadalsá, Grímsá í Borg arfirði og Snæfellsnesárnar. Eins og fyrr segir hefur veiði gengið i.ijög vel og þykir laxveiði- mönnum laxinn vænni heldur en oft áður, m. a. hafa þegar veiðst tveir 30 punda laxar í Laxá i Þingeyjarsýslu, en það hefur ekki komið fyrir síðastliðin sumur. Veiðitímabilið stendur yfir í þrjá mánuði. Unglingalaun ókveðin Borgarráð hefir fyrir nokkru á- kveðið kaup þeirra unglinga, sem verða f Vinnuskóla borgarinnar í sumar. Um þrjá aldursflokka er að ræða og verður kaup þeirra sem hér segir: Kaup 13 ára unglinga verð- ur kr. 8.00 á tímann, 14 ára kr. 9.00 og kaup 15 ára unglinga kr. 11.00 um tímann. Stúdentsprófum í Menntaskólan- um í Reykjavík er lokið og munu 125 stúdentar útskrifast, þar af 4 utanskóla. Skólaslit verða í há- tíðasal Menntaskólans á morgun og mun þar mæta að venju yngri og eldri nemendur skólans. Meðal 50 ára stúdenta að þessu sinni er Ásgeir Ásgeirsson forseti og verður hann viðstaddur skóla- slitin. Hann hefur að undanförnu dvalizt f Danmörku, en er væntan- legur heim í kvöld. Kristinn Ármannsson rektor Menntaskólans skýrði Vísi svo frá í morgun, að 750 nemendur hefðu verið í Menntaskólanum í vetur og mætti búast við að talan nálg- aðist 800 næsta ár. Skólinn hefur Frá fréttaritara Vísis í Bifröst. í dag munu fulltrúar á ráðstefnu Varðbergs að Bifröst koma til bæjarins, eftir að hafa ekið Uxa- hryggi og komið á Þing- átti við húsnæðiserfiðleika að stríða, en rektor kvaðst nú von- góður um að brátíabirgðalausn fengizt þar til rfki og bær hefðu komizt að niðurstöðu um, hvernig ætti að skipa þessum málum. Menntamálaráðuneytið upplýsti Vísi um það í morgun, að í athug- un værí að fá bráðabirgðarhúsnæði fyrir Menntaskólann og meðal þeirra húsa sem einna helzt kæmu til greina væri Þrúðvangur við Laufásveg, þar sem Tónlistárskól- inn hefur verið til húsa. Tónlistar skólinn flytur nú í nýtt húsnæði, en Framkvæmdabankinn hefur keypt Þrúðvang. Er það allgott húsnæði og hefur verið notað til kennslu. völl í leiðinni. Verður ráð- stefnunni slitið kl. 16 á morgun í 1. kennslustofu Háskólans en að því loknu hefir utanríkisráðherra síð degismóttöku fyrir gest- ina. EFNAHAGS- BANDALAGIÐ. í morgun voru síðustu nefndar- fundir á ráðstefnunni. Daginn i gær má kalla dag Efnahagsbanda- lags Evrópu, en þá flutti fram- kvæmdarstjóri skrifstofu Efnahags bandalagsins í London, G. Berthoin ikkert „Flugffélag Reykjovíkur## Fyrir nokkru var stofnað hér nýtt flugfélag, sem heldur uppi flug- samgöngum við ýmsa staði í land- j inu, en hefir ekki heimild flug- málastjórnarinnar til að stunda reglulegt áætlunarflug. — í byrjun þessa mánaðar var gerð fyrirspurn um það til borgarstjórnar Reykja- víkur, hvort hún hefði nokkuð við það að athuga, að félagið kenndi sig við Reykjavík, kallaðist Flug- félag Reykjavíkur. Borgarráð taldi ekki unnt að verða við beiðni þess- ari. mjög fróðlegt erindi um Efna- hagsbandalagið. Auk þess hefir verið ítarleg rætt um aðild að bandalaginu f nefndum ráðstefn- unnar og fjallað um það hver á- Á annan í hvítasunnu kom vor- leiðangur Jöklarannsóknarfélagsins að Grímsvötnum, aftur til Reykja- víkur. Eru leiðangrar sem þessir farnir vor og haust, til að fylgjast með hvaða breytingar verða á jöklinum yfir veturinn og sumarið. Hafa þessa: rannsóknir mikið að segja í sa: bandi við virkjun jök- ulvatna. lírkoma á Vatnajökli reyndist hafa verið með minna móti í vetur, eða um fjórir metrar. Venjulega er hún um fimm metrar. Yfirborð Grímsvatna hækkaði um tíu og hálfan meter, yfir veturinn, sem er nálægt meðallagi. Fararstjórar leiðangursins, voru Sigurður Þórarinsson og Magnús Jóhannsson. Þátttakendur voru 15, þar af sex konur. Yngsti jiátttak- andi var 15 á: piltur. Var lagt af stað úr Reykjavík á uppstigningardag og komið um hrif hin efnahagslega sameining álfunnar sem nú stendur fyrir dyr- um muni hafa á stjómmálaeiningu Evrópulandanna og þá fyrst og fremst Atlantshafsbandalagsland- anna. Kom fram í ræðum margra fulltrúanna að pólitísk sameining er höfuðmarkmiðið, sem keppa ber að, jafnframt efnahagslegri sam- einingu á cem víðtækustu sviði. ENGAR HREYFINGAR. Ræða Berthoins var hin skil- merkilegasta, enda hefir hann gegnt ábyrgðarstööum hjá Efna- hagsbandalaginu og hóf þar störf Framh. á 2. síðu. kvöldið í Jökulheima, við Tungna- árbotna, þar sem Jökulrannsókna- félagið á skála. Kvöldið eftir var haldið á jökulinn. Fyrst í stað voru leiðangurs- menn óheppnir með veður og not- uðu þá tímann til að ganga frá póstmálum staðarins. Hefur félag- ið á undanförnúm árum gefið út sérstök umslög, sem síðan eru seld, til ágóða fyrir starfsemina. Var með í ferðinni sérstakur póst- maður, Grímur Sveinsson, sem stimplaði bréfin, með sérstökum stimpli, sem merktur er Vatnajök- ull. Voru að þessu sinni stimpluð á sjöunda þúsund bréf. Umslög þau sem nú voru gefin út, hafa mynd af Sveini Pálssyni, sem var brautryðjandi jöklarann- sókna á rs'.nndi, en í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu hans. Leiðangurinn fór einnig í Kverk fjöll, en þar er annað stærsta hverasvæði landsins. Forsetim meðal 50 ára stúdenta Íítil úrkoma á Vatnajökli Oveður á Norðurlandi Vonzkuveður hefur verið á öllu Norðurlandi frá því í fyrradag, en þá brá til norðaustanáttar með snjókomu niðurundir byggð og í gær voru fjöll og heiðar hvít nið- ur í miðjar hlíðar. í nótt hlýnaði heldur í veðri, en breytti þá til úr- hellisrigningar með miklu norð- austan-hvassviðri. Fréttaritari Vísis á Siglufirði símaði f .norgun að byrjað hafi að hríða til fjalla í fyrrakvöld, en í gær náði snjókoman alla leið í byggð, enda þótt ekki hafi fest þar snjó. Hinsvegar voru fjöll alhvít niður í miðjar hlíðar og engu .ntiri- aði að Siglufjarðarskarð lokaðist. Áttu bílar í miklum erfileikum að brjótast yfir skarðið, en stór bíll frá Vegagerðinni var þar til að- stoðar og kom bílum til hjálpar, sem verst voru staddir. Um hádegið í gær var aðeins 3ja stiga hiti á Siglufirði, en í nótt hlýnaði nokkuð í veðri, þannig að klukkan 9 í morgun var hitinn kominn í 5 stig, og úrkoman hafði breytzt úr snjókomu í dynjandi slagveðursrigningu með ofsaroki. Á Siglufirði var haugabrim eins og f verstu vetrarveðrum. Frá Akureyri var símað að þar hafi snjóað til fjalla í fyrrakvöld og þangað til í gær. Á Akureyri var 4y2 stigs hiti í gæryiorgun, en 7 stig í morgun Úrhellisrigning var í alia nótt og morgun og veð- ur ein. og þau gerast verst í haust- rigningum. Á Möðru-al á Fjöllum var hríð- arveður í fyrrakvöld og fyrrinótt, og þá festi það mikinn snjó á Möðrudalsöræfin að litlir bílar sem voru á leið um þau, áttu í hinum mestu örðugleikum að kom- ast leiðar sinnar, þar til að stórir bílar ruddu þeim leiðina. Greiddist smám saman úr umferðinni er á daginn íeið. Jafnf: mt snjókomu í Möðruda! Framh. .. 2. síðu. Ekkert samkomulag Ekkert samkomulag náðist á fundi þeim, sem sátta- semjari, Torfi Hjartarson, boöaði með samninganefndum útvegsmanna og sjómanna um kjörin á síldveiðunum i sumar. Fundurinn stóð til kl. 4 í nótt. Ekki hafa enn verið bornar fram neinar tillögur. Sáttasemjari hefur boðað aðila á nýjan fund og hefst hann kl. 5 síðdegis. Ekki er cnn vitað hvort þá verða lagðar fram tillögur, en sú er von manna, að nú fari að komast skriður á, eigi síldveiðiflotinn að komast út í tæka tíð. Öllum er ljóst, að afkoman á heilli vertíð gæti oltið á því, að flotinn sé viðbúinn, er fyrsta síldarganga kemur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.