Vísir - 16.06.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 16.06.1962, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. júní 1962. VISIR 3 MYNDSJÁ í gær er óhætt að fullyrða að 125 Islendingar hafi verið fullkomlega hamingjusamir. Það eru þeir 125 nýju stúdent- ar, sem útskrifaðir voru, við skólaslit Menntaskólans í Reykjavik. Allir þeir, sem orðið AHir nýstúdentar saman í garðinum við Alþingishúsið. hafa stúdentar, vita að því fylgij^ sá galli stærstur,' að aldrei er hægt að gera það aft- ur. Rektor skólans, Kristinn Ár- mannsson, stjórnaði athöfninni, og afhenti „nýslegnum stúdent- um“ skírteini sín, eins og for- seti Islands, Ásgeir Ásgeirsson, komst að orði í ræðu, sem hann hélt fyrir hönd 50 ára stúdenta. Minnti hann á, að menn- voru á fyrri öldum slegnir til ridd- ara, en aldrei er minnzt á að menn væru bakaðir til riddara. Mikil þröng var í hátíðasal Menntaskólans. Þó varð mikill fjöldi fólks að vera í öðrum stofum og á göngum skólans. Nýstúdentar stóðu í öðrum helming hátíðasalarins, en í hinum sátu kennarar, afmælis- stúdentar og foreldrar. Athöfnin stóð um tvo tíma. Voru þá farin að sjást þreytu- mörk á sumum n^stúdenta, enda hafði rektor skólans, Kristinn Ármannsson, orð á því að erfitt myndi vera fyrir yngis- meyjarnar að standa svo lengi á háum hælum. Ekki varð þó séð í fljótu bragði að þær bæru sig verr en piltarnir, enda báru sig hvorug illa. Eitt af því sem vekur athygli er það, að hin einfalda svarta dragt, sem verið hefur venju- legi búningur kvenstúdenta við skólaslit, fram á síðustu ár, er að hverfa. Nú var talsverður hluti stúlknanna í nærri hvítum drögtum, þó að þær væru fleiri, sem voru í svörtum. Fjölbreytn- in í útliti klæðanna er þó enn meira sláandi en litirnir. Sumar þeirra voru jafnvel skreyttar knipplingum, blúndum og perl- um, auk þess sem gul blóm hafa skyndilega vaxið mjög í vinsældum. Piltarnir voru flestir í smok- ing, en allir í dökkum fötum, enginn þeirra sást með gult blóm, Þessi nýtilkomna tilgerð í klæðaburði stúdína kann að vera góð. Það fer þó algerlega eftir því hvort litið er á hana frá sjónarmiði „traditiona" eða tizkunnar. Hvort réttara er skal ósagt látið. 11 [ Síra Sigurbjöm Á. Gíslason. ................... I Forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, varð 50 ára stúden í ár. Hér sést hann með dóttursyni sínum, Ásgeiri Thorodd sen, sem var að útskrifast. Sonur forsetans Þórhallur, varð 25 ára stúdent, en kemst ekki heim fyrr en eftir helgi Hér sést hópur eldri stúdenta. Á myndinni eru meðal annarra biskupinn yfir íslandi og forseti íslands. ■*, ■"•yt ilniii . '<á': ir ÍSn »•*«» 1 K : ?4iwnt Mi' í w' 'lJ* jj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.