Vísir - 16.06.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 16.06.1962, Blaðsíða 5
Isaugardagur 16. júní 1962. 5 125 stúdentar — Framh. af 1. síðu. og Ólafur Grímsson. Þau eru veitt fyrir frábæra stundyísi og prúð- mennsku. Verðlaun fyrir næst hæstu eink- unn í latínu hlaut Auður Þórðar- dóttir, og þakkaði hún verðlaunin á latínu. Ásta Björk Thoroddsen og Gunn ar Gunnarsson ,hlutu verðlaun úr verðlaunasjóði Þorvalds Thorodd- sen, sem veitt eru fyrir frábæra frammistöðu í náttúrufræði. Úr verðlauna- og minningarsjóði dr. phil. Jóns Ófeigssonar, eru veitt tvenn verðlaun. Önnur eru veitt dux á stúdentsprófi, sem var Þor- kell Helgason og hin erú veitt fyrir hæstu einkunn á millibekkjarprófi, og hlaut þau Reynir Axelsson í V. bekk Z. Úr verðlaunasjóði Pálma Hann- essonar rektors voru veitt verð- Iaun fyrir frábæra frammistöðu í náttúrufræði, íslenzku og tónlist og hlutu þau Einar Már Jónsson, Ólafur Davíðsson og Gunnar Sig- urðsson. Fyrir hæstu einkunn í ensku, bæði á vetrareinkunn og prófi, fékk Sverrir Hólmarsson verðlaun úr minningarsjóði Boga Ólafsson- Var þá komið að afmælisstúdent unum. Af stúdentum frá skólanum er elztur Árni Thorsteinsson, tón- skáld, sem 'nú á 72 ára stúdents- afmæli. Af nemendum skólans eru nú átta á lífi, sem urðu stúdentar fyrir aldamót. Fyrir hönd 65 ára stúdenta tal- aði síra Sigurbjörn Á. Gíslason. Fór hann nokkrum orðum um hin- ar miklu breytingar. sem hann hafði lifað og óskaði nemendum og kennurum Guðs blessunar. Auk hans er á lífi af 65 ára stúdentum Jóhannes Jóhannesson, læknir í Californíu. Af 60 ára stúdentum eru 5 á lífi, en þeir voru upphaflega 20. Af þeirra hálfu talaði Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrverandi hagstofu stjóri. 50 ára stúdentar voru 21, en 9 eru enn á lífi. Fyrir þeirra hönd talaði forseti Islands, Ásgeir Ás- geirsson. Óskaði hann nýstúdent- um allra heilla á lífsleiðinni og þess, að þeir mættu verða landi sínu til sem mests sóma og gagns. Afhenti hann rektor peningagjöf frá þeim. bekkjarbræðrum, sem fari í Bræðrasjóð. ar. Einn af stúdentum 1957 endur- greiddi verðlaun sem hann hafði fengið, með þeim skilmálum að þau yrðu veitt fyrir hæstu einkunn í stærðfræði. Hlaut þau Þorkell Helgason. Sigurbjörn Á- Gíslason, eini 65 ára stúdentinn, sem var viðstaddur, gaf verðlaun sem veitt yrðu fyrir næst hæstu einkunn í stærðfræði og hlaut þau Magnús Þór Magnússon. Síðan voru afhent bókaverðlaun, frá ýmsum félögum og stofnunum fyrir ýmsar námsgreinar. Einnig voru afhent bókaverðlaun frá skól- anum fyrir ýmis störf og framúr- skarandi frammistöðu. Hafði Ragn- ar Jónsson, eigandi Helgafells, gef- ið skólanum veglega bókagjöf til þessara nota. Einnig voru afhent verðlaun fyrir frábæra frammi- stöðu 1 neðri bekkjum skólans. Fyrir 40 ára stúdentum hafði orð Gunnlaugur Briem, ráðuneytis- I stjóri. Þeir voru 30 þegar þeir út- I skrifuðust, en nú eru tuttugu á 1 lífi. Minntist hann sérstaklega á það, að fyrir fjörutíu árum útskrif- uðust fyrstu stærðfræðideildar- stúdentarnir frá Menntaskólanum. Afhenti hann einnig peningagjöf til Bræðrasjóðs. Fyrir 25 ára stúdenta talaði Vil- hjálmur Guðmundsson, forstjóri. Ræddi hann um það, að stúdentar 1937 hefðu lifað í Reykjavík, sem náði ekki út fyrir Hringbraut. Síð- an hefðu þeir lifað eina heimsstyrj- öld, upphaf atómaldar, geimferðir um háhvolfin og ótrúlegar breyt- ingar á öllum sviðum. Afhenti hann skólanum að gjöf smásjá, sem er þannig gerð, að sýna má á tjaldi það sem skoðað er. piVi " V,i ’<? mm ...... T.i r.Wu ?:T . lcíA Aoft w. í! iKi+i ■ t..*t L Efji fsri^ r-?i b«i m t'il - RA jýw’*r i þm Uíá F A r k f FtnX M 4 l: A. P X ,4 N s s TiflSU Afi M Á st:A R / e ■■ tj fí. Slti«ú Jult T A <>• <r \ S :>■ .- . * f M S 1 í: w Ð i’ i\ r á. ö f*. ; N JiL Ý’ m YFfft s si! *XJ ^ < L T A L m ft iq ' ;hL JJ. { { w -K 8 U»i: — k i'r. l A / N JL V V -<■ \*fL A Kt- dK’i R í v n > '' y • V C T 'SL L foMll r * A .^jj Pn dV u \r v. * Æ ' jT í' jvi # k 4\ F Ml (- u T JUif m , , u. 'A Bfe A * . Á iÉ 'Á X A w u k: 7 itiM R T . w V? 1 PjI jBL L £1 F f '\r A R w mi F iL K L JL Aö K 0 k f U' Æ yM H A V i iF M' Ul fi tt 6 R w ’Ti sís: L fí & É u* Þdui u U D 1 l«Di e y Hrnus mtr 1 su- or i f\ R P R Í*'*> R K PÍTT Y-n’ r T R K K 8 R 8 i R % 8 mt- spí P R A 1 : k Sptl bJ 1 flf í rrar 0 S Ávj- ó£- 8 R S- F Itf C u R pi V m* 0 Mín K O K K 8 R wr wtAÍ.*« u Itf JD. 8 W' TÖJm UJc ltL ) r-.it 1 ■»' T TT" R R B K fí tt < < £££ Um’»i T 0 R 6- i ’R iFTT H fí 1 te R '0 % TV*u u N & P Wi R u B ,€ R K t-AÁ V# j P fl •5 'l V o K 8 Ð R t . / K R R r M R $ Krossgátuverðlaunin Um 250 ráðningar bárust til Vísis á krossgátunni í siðustu viku og voru flestar réttar. Þeg- ar dregið var úr réttum ráðn- ingum kom upp nafn Þórdísar Jónsdóttur, Miðtúni 62. Er hún vinsamlega beðin um að vitja verðlaunanna, 500 króna, í rit- stjóm blaðsins á mánudaginn. Ný verðlaunakrossgáta birt- ist í blaðinu f dag og eru Ies- endur beðnir um að senda ráðn- ingar fyrir föstudag annaðhvort tii afgreiðslu Vísis, Ingólfsstr. 3 eða til ritstjórnarinnar, Lauga- vegi 178. iw^ sn ' v v; \ . * s I Hann er eini bóndinn á ís- landi, sem jafnframt er list- málari. Eða ætti kannske að segja, að hann sé eini listmál- arinn á íslandi, sem jafnframt sé bóndi. Þannig mundi hann sjálfur vilja hafa það, „því Iist- in er lífsstarfið, hitt er brauð- stritið, skyldan“. Hann heitir Ólafur fúbals listmáiari, og af því að hann er listamaður, þá hélt ég í ein- feldni minni að Túbals-nafnið værið frumleg hugdetta hans sjálfs. En það var öðru nær. Afi Ólafs, bóndi austur í sveitum, hafði sjálfur skírt barnið sitt Túbals, svo Túbalsson er Ólaf- ur. Hann sýnir í Listamannaskál- Svo þú hefur alla tíð mikill málari verið, Ólafur? „Ja, það má segja það. Strax upp úr tvítugut hélt ég sýning- ar og gerði það oft. 1927 var hér á ferðinni Johannes Larsen, einn kunnast. málari Dana. Hann ferðaðist mikið hér um landið og var ég þá fylgdar- maður hans. Hjá honum lærði ég mikið. Einnig hef ég dvalið eitt ár á Akademíunni." Hefur þú r Jt mikið af mynd- um um dagana. Það er sagt að þú hafir málað mikið? „Mér er sagt, að ég sé fljótur, og ég hef afkastað miklu. Ekki get ég heldur neitað því, að ég hef selt mikið af myndum um dagana. Sérstaklega seldi ég Viðtal við listmálamnn og bóndann Olaf Túbals anum um þessar mundir og í rauninni er óþarfi að kynna Ól- af frekar. Hann er einn af eldri kynslóð íslenzkra listmálara, og hefur sýnt svo oft hér í Reykjavík, að hann hefur ekki tölu á því lengur. Ólafur Túbals er ekki mikill á velli, en bartarnir, yfirvara- skeggið, nefspangargleraugun og alltof síður frakkinn veldur því, að þú tekur eftir honum. Og sveitamaður er hann — því tekurðu líka eftir, enda engin furða. „Ég er fæddur að Múlakoti 1 Fljótshlíð 1897, 13. júlí, og hef alið allan aldi’” minn þar. 34. ára byrjaði ég sjálfur að búa, og hef þá jafnframt rekið gisti- húsið að Múlakoti. Það hefur verið ærið starf fyrir mann, sem alltaf hefur verið með hug ann annars staðar. Ég hef helzt aldrei viljað þurfa sinna öðru.“ Þú ert ef til vill einn af þeim sem villt láta þjóðnýta lista- mennina? „Það er einmitt það, það á að styrkja listamanninn, svo hann geti beitt sér af alefli að list- inni. Fyrir mig er það lífs- starfið. Ég hef stundum farið á fætur klukkan fjögur, fimm á morgnana til að geta málað. En það var nú áður fyrr. Síð- ustu árin hefur kransæðastífla háð mér, og gert mig að mestu óvinnufæran. Annars hefur mér fundist ég vera að stelast und- an skyldustörfunum. En svo þegar ég aftur er að vinna, þá finnst mér ég vera stela frá listinni." En hvernig stendur á því að þú, sveitarstrákur austur í sveitum, byrjaðir á því að mála? „Ég hef teiknað og málað frá því ég man fyrst eftir mér.“ Það er í ættinni, kannske? „Nei, nei, það held ég ekki, en pabbi var listasmiður og mamma var leikin, það hefur eflaust haft sitt að segja Þá hefur það heldur ekki dregið úr að Ásgrímur Jónsson dvaldist í Múlakoti mörg sumur' Ég hafði alla tíð mikil sam- skipti við Ásgrím og varð fyrir i sterkur •" "um frá honum. Undirstöðumenntun mína fékk ég hjá Ásgrími, en þá var ég hér í bænum, sem unglingur og lærði málaraiðn.'. mikið á stríðsárunum. Einu sinni hitti ég major í brezka hernum, sem beinlínis safnaði myndum eftir mig. Bretarnir keyptu mikið af málverkum". Hverskonar myndir eru það sem á sýningunni eru núna? ' „Mest landslagsmyndir. Flest ar þeirra eru málaðar á Snæ- fellsnesinu og alla leið austur að Síðu og Landbroti Mest nýjar myndir, ekki eldri en 3ja ára. Ég mála mest út f náttúr- unni, og bezt kann ég við að mála í birtu. Ég reyni allaf að ná þessu stórkostlega í náttúr- unni, reyni að mála það sem grípur mig, hinu sleppi ég.“ Þú reynir ekki nýjar leiðir, fúturisma, súrrealisma, eða hvað það nú heitir? „Nei, ég hef aldrei haft löng- un til þess, í rauninni aldrei fengið neitt út úr því. Ég skal segja þér, sumt af þessu er svo yfirgnæfandi vitlaust, að ég hef blátt áfram raun af. Þú mátt ekki halda að ég hafi andúð á þessu. Þvert á móti Ég fyrirlít enga stefnu, og álít að hverjum manni sé frjálst að mála eins og hann hefur löngun til. En þetta hef- ur aldrei gripið mig. Margt fólk virðist hafa áhuga fyrir þessum nýju stefnum, en ég held satt að segja að þetta sé eins og með nýju fötin keisarans. Fólki er talið trú um að þetta sé gott. Annars hef ég ekkert nema gott af almenningi að segja. Hann sækir betur sýningar og virðist hafa meiri áhuga fyrir listinni en áður." Segði mér Ólafur, af hvaða málara íslenzkum ert þú hrifn- astur? „Ja, Ásgrímur hefur haft mest áhrif á mig, sem ekki er nema skiljanlegt, og auðvitað er Kjarval stórkostlegur málari, það þarf ekki að spyrja að því. Af nýju mönnunum þykir mér einna mest varið í Þorvald Skúlason." Og þú hefur hugsað þér að mála áfram? „Auðvitað mála ég áfram, það er; mitt líf. Þó er mér erf- iðara um vik en fyrr, það gerir bölvuð kransæðastíflan. Það eina sem maður getur huggað sig við, er það, hversu margir eru með hana!" Ólafur Túbals.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.