Vísir - 16.06.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 16.06.1962, Blaðsíða 15
Laugardagur 16. júní 1962. CECIL. SAINT-LAURENT (CAROLINE CHERIE) NOW, WITH HIS AKA\Y STKENGTHENEP 5Y HUNP’IZEP’S, THE K.HAN SWEFT SOUTW TO THE CONGO!« MOKE AN7 MOKE ''HBCKUÍTS' WBZB LUKEI7 BY ZATAKL'S MAGNETISM— ONLY THOSE WHO ZSS&TBP WSZS K'LLEP' to VAN&yftCoi J0Hí4 rr.LAapO Barnasagan SCalli o§ eldurititL V/S/R Nú þegar her hans hafði eflzt | suður til Kongó. , fanga og aðeins þeir sem sýndu 1 viðnám voru drepnir. um hundruð manna, stefndi Khan I Fleiri og fleiri voru teknir til I Skrúðgangan færðist nú nær og nær KRÁK. Það voru ekk: gerðar fleiri tilraunir til að slökkva eld- inn, en til þess að fyrirbyggja frekari tafir, var ferðin aukin. „KRÁK," tilkynnti Kalli stoltur. Það er gott skip, fursti.” Furstinn kinkaði kolli til samþykkis. „Það hefur fyrr ient í honum kröppum. Þetta er aðeins barnaleikur, mið- að við fyrri raunir". , „Ég sé að skipshöfn yðar er þegar tilbúin," sagði furstinn. Og það var rétt. Meistarinn og Tommi stóðu við borðstokkinn og klipu í þvorn annan til að fullvissa sig um' að þetta værf ekki draumur. Konungleg skrúðganga. — Ég get ekki skrökVað að yður, ogvþað mundi ég gera, ef ég segði yður, að yður hefði dreymt þetta. Ég bið yður að fyrirgefa mér. Ég var ekki al- mennilega váknaður og hafði ekki vald á tilfinningum mínum. Ég lofa yður, að þetta skal aldr- ei koma fyrir aftur. Verið ekki hrædd við mig. — En ég er alls ekki hrædd við yður, svaraði Karólína. Hann flýtti sér að klæðast, bak við hlíf eins og hann nú var vanur-, fór svo niður og söðl- aði hest sinn. Karólína var í þann veginn að sofna aftur, þegar hún heyrði einhvern æpa háum rómi og æ hærra, og var auðheyrt, að sá sem æpti var á leið upp. Fyrst höfðu þau köll heyrzt utan húss- ins, svo í veitingastofunni, nú í stiganum. Og nú þekkti hún rödd Al- bancet: — Þetta er mesta ósvífni! Ég fyrirbýð ykkur að ryðjast inn í herbergi mitt. Svarað var kröftugri röddu og á héraðamállýskunni: — Lögunum verður að hlýða, í söm andránni heyrði Karó- lína skrækróma konurödd. Var konan mjög æst, og auðheyrt, að það var á Albancet sem reiði hennar og heift hitnaði. Karólína varð hrædd. Hún þóttist nú næstum viss um, að það hefði komizt upp hvar hún væri og hver hún væri — og að nú ætti að taka hana hönd- um. Hún stökk upp úr rminu. í sömu svifum heyrðist mikill hávaði fyrir dyrum úti og svo var hurðinni hrundið inn. Al- bancet kom inn og skellti þegar aftur hurðinni og dró fyrir hana borð til þess að hindra þá, sem veittu honum eftirför í að kom'- ast inn. 'Skjálfandi spurði Karólína hann hvað um væri að vera, en í stað þess að svara henni kall- aði hann til þeirra, sem voru fyrir utan og reyndu að komast inn. — María, kallaði hann, það er glæpsamlegt, sem þú ert að aðhafast hér, ég sver, að ekkert óheiðarlegt hefur gerzt, ég sá bara aumur á vesalings stúlk- unni.. . En þetta hafði ekki sefandi áhrif á Maríu og aðra þá, sem leituðu inngöngu, og enn var hrópað jafn kröftuglega og áð- ur á mállýskunni: — Opnið í nafni laganna! Nú sneri Albancet sér að Karó línu: — Þetta er skelfilegt og ég bið yður að fyrirgefa mér. Þetta er allt saman mér að kenna. Það er konan mín, sem komin er. Hún njósnaði um okkur og komst að því hver þér eruð. Hún heldur, að þér séuð ást- kona mín og hefur því kært okk ur. Og nú á að handtaka okkur bæði. Hann var náfölur og mælti titrandi röddu. Gek khann nú til hennar, þrýsti henni fast að barmi sínum og mælti: — Þannig er komið, að ég get sagt yður sannleikann. Ég elska yður — aldrei munuð þér geta rennt grun í, hve erfitt það var að halda ólgandi tilfinn- ingum mínum í skefjum. — Jean, Jean, ég líka ... Hann losaði sig úr faðmlög- unum. — Við erum glötuð, ástin mín... það er um seinan. Nei, það er ekki um seinan, þótt við sjáumst aldrei framar. Ég bið yðu'r bara um eitt: Gleymið mér ekki! Hann hentist að .kofforti sínu og greip tvær pístólur. — Flýttu þér að klæða þig. Glugginn er ekki svo hátt frá jörðu, hvíslaði hann, að þú getir stokkið niður. Hesturinn minn bíður þar söðlaður. Flýttu þér. Karólína hafði gripið kjól sinn, en henti honum nú frá sér og fór að klæðast karlmanns- fötunum. Meðan hún var að hneppa seinustu hnöppunum á brókunum skjálfandi höndum gekk Albancet til dyra og mund- aði pístólurnar. — Við opnum éftir fáeinar mínútur, kallaði hann, þegar konan er búin að klæða sig. Kona hans rak upp háan, sker andi hæðnishlátur, utan dyr- anna: — Búin að klæða sig! Ertu þá hættur við að reyna að Ijúga þig út úr þessu. Þá er hún .. . Nú var þrýst á hurðina af slíku afli, að borðið færðist inn- ar og Jean æpti til Karólínu: — Flýttu þér, flýttu þér! Hann var sem gripinn æði. Karólína stóð á miðju gólfi klædd brókunum, en nakin að ofan og hélt á skyrtunni og virtist ekki geta hrært legg eða lið sér til varnar, en konan, sem virtist bandóð, var komin inn og æddi að henni og reyndi að læsa í hana nöglum sínum. — Tveir af þremur embættismönn- unum, sem komið höfðu með konunni, komust ekki langt, því að Albancet skaut á hvern af öðrum af pístólum sínum og hnigu tveir niður, en sá þriðji lagði á flótta. — Út um gluggann, kallaði Albancet nú til Karólínu rólegri röddu. Hún varð fyrir áhrifum af ró hans, smeygði sér í skyrt- una og klifraði upp í gluggakist- una, en kona Albancet reyndi að koma í veg fyrir það og greip í hana, en Albancet hikaði ekki, hleypti af skoti og kona hans hneig niður á gólfið. Þriðji embættismaðurinn hafði nú aftur vogað sér nær og skaut á Albancet, sem féll á kné. Hann reikaði til Korólínu, sem hikaði þ^r sem hún sat á glugga- kistunni og knúði hana til að freista stökksins. Henni fannst hún svífa niður eins og í leiðslu. Og hún reis á fætur án þess að vita hvað hún var að gera. En nú hvein byssukúla við eyra hennar og hún vaknaði af leiðsl- unni. Það var embættismaður- inn sem skotið hafði úr glugg- anum. Slegin ótta tók hún á rás yfir húsagarðinn og að hesti Albancet. Henni gekk erfiðlega að komast á bak. Hann var ó- kyrr, reyndi að sparka í hana og slá, en á bak komst hún og' knúði hánn áfram, og sá að eins embættismanninn bregða fyrir, en hann hafði reynt að stökkva úr glugganum, til þess að hindra flótta hennar, en -varð illa fyrir hestinum, er hann rauk af stað, og datt kylliflatur. Á götunni fyrir utan krána var margt manna, menn æptu og kölluðu, en Karólína hugsaði um það eitt, að halda sér fast og ríða, og ekki fyrr en hún var komin kipp korn út úr bænum hægði hún hina æðinsgengnu reið, sem hafði orðið henni til bjargar. Allt\ hafði þétta gerst svo 15 — Já, þér eruð ráðin — hvað getið þér gert? skyndilega, að henni fannst nú, að ekki væru nema nokkrar mínútur liðnar frá því er hún lá í rúminu og hugleiddi hvernig hún gæti sigrað Albancet. Henni fannst orð hans enn hljóma fyr- ir eyrum sér: „Ég elska þig“. — Og nú var hann ef til vill dauður. Hún vissi ekki sitt rjúk- andi ráð og reið áfram eins og í leiðslu. Og hún vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. Hræðsla hennar jókst um allan helming, er hún varð þess nú vör, að pyngja hennar hafði orðið eftir í herberginu. Hún átti ekki eyri. í vösum hennar var ekkert nema vegabréfið, sem hljóðaði á nafnið Charles Aimon. Það var farið að snjóa, en samt fór hesturinn að kroppa á vegarkantinum. Karólínu varð fljótt kalt, enda að eins klædd skyrtu og brókum. Þá minnist hún þess, að Albancet var vanur að hafa gamlan frakka í hnakk- töskunni, til þess að bregða sér í, ef skyndilega kólnaði í veðri. Hún fór í frakkann, þótt hann væri henni allt of stór, leiddi hestinn inn á hliðargötu og sló í hann. Hvarf hann milli runnanna hneggjandi, frelsinu feginn. Karolína klifraði nú upp í tré, því að hún óttaðist, að sér væri veitt eftirför. Hún klifraði eins hátt og hún gat til þess að leit- armenn, færu þeir fram hjá, kæmu ekki auga á hana. Hún hafði ekki hafst við þarna lengi, er fimm reiðmenn komu í ljós, fjórir bændur og embættis maðurinn, sem reynt hafði að hindra burtför hennar. Þegar þeir voru komnir fram hjá klifraði hún niður og lagði af stað og fór í þveröfuga átt við þá, sem hesturinn hafði far- ið í. Runnar uxu öðru megin veg arins og gekk hún handan runn anna. Gekk hún lengi, án þess að hugsa um annað en að kom- aðst áfram, eitthvað — eitthvað langt í burtu. Og enn snjóaði. Þegar hún kom að Charente- fljótinu kom hún auga á stóran vagn. Við hann stóð hópur manna. Einn þeirra sneri sér ið henni og mælti: — Heyrðu, drengur minn, þú ratar vænti ég ekki til Saint- Amantdes-Bois? Hún svaraði af varfærni — kvaðst ekki vera sérlega vel kunnug í héraðinu. — Á hvaða flækingi ertu þá? — Ég ætla að ganga í herinn. — Þú? Þú ætlar að fara að berjast? — Já, en það trúir nú raunar enginn á það, að ég muni duga í það. Foreldrar mdnir lumbruðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.