Vísir - 16.06.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 16.06.1962, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. júní 1962. 7 Dfekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Mér þykir vel líklegt að þú verðir nokkru efnaðri í viku- lokin heldur en þú varst í upp- hafi hennar. Afstöðurnar benda til að þú lendir í einhverri aukavinnu, sem gefur af sér góðan pening. Fyrir þá sem ekki eru í neinni vinnu lítur út fyrir gjöf eða einhvern hagnað. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Vikan verður hin ánægju- legasta hjá þér nú og ýms per- sónuleg málefni hagstæð. Sólin skín á þig í vikunni ef svo mætti að orði komast, þv£ allir taka nú tillit til athugasemda þinna og skoðana. Þú ættir samt ekki að ofmetnast en taka fullt tillit til þess, sem aðrir kunna að leggja til málanna. Skemmtilegt atvik mun koma þér þægilega á óvart fyrri- hluta vikunnar. Vikan 17. til 23. júní: Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Helgin sem nú fer í hönd er tilvalin til ferðalaga út úr bænum og upp í sveitina. Slíkt ferðalag hefur allar aðstæður til að mega takast hið bezta og mörg skemmtileg atvik koma fyrir. Mér þætti ekki ólíklegt að þér bærust_ gleðifréttir frá ein- hverjum fjarstöddum ættingja eða vin fyrrihluta vikunnar. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Fullt Tungl nú bendir til að þú ættir að koma auga á hentug- ar leiðir við skipulagningu og framvi.idu daglegs lífs þíns. Þannig myndirðu öðlast meira öryggi og hamingju. Sameigin- leg fjármál em nú nokkuð á döfinni, en þar ættirðu að halda að þér hendinni að minnsta kosti £ bili, þrátt fyrir að aðrir telji sig hafa vit á hvernig hentugast sé að verja fé þfnu. Tviþurarnir, 22. maf til 21. júníí: "yrri hluti vikunnar ætti að geta orðið afskaplega skemmtilegur og sérstaklega helgarfríið. Sérstaklega á þetta við i sambandi við samskipti þía og makans eða annarra ná- inna félaga þinna. Gerðu þvi það sem á þinu valdi stendur nú til að framfylgja sameigin- legum málefnum, uppskeran verður góð. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Ekki \ er ólíklegt að þér bjóðist tækifæri til að leika hlutverk „C .5a Samverjans" í vikunni og vonandi verðurðu vandanum vaxinn og réttir þurfandi aðila hjálparhönd, þeg- ar þess verðUr farið á leit við þig. Þér býðst nú tækifæri til að slá botninn í verkefni, sem þú hefur ekki getað sinnt lengi og er það vel. Sennilega verð- urðu að sætta þig við að Iáta aðra -áða ferðinni á vinnustað oð leitast við að aðstoða. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Tunglafstaðan nú bendir til að þú eigir eftir að leika eitt aðalhlutverkið á vinnustað og að þér verði falið vandasamt verkefni til úrlausnar. Allt bendir til að þetta ætti að ganga að óskum, svo fremi að þú leyfir öðrum að rétta þér hjálp- arhönd, þegar þess þarf með. Þú ættir samt ekki að leita eftir viðurkenningu núna fyrir vel unnin störf, allt hefur sinn tíma. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Vikan býður nú upp á ágætis tækifæri til skemmtana, og allt er nú fullt af „glamour" í loft- inu umhverfis þig. Fyrir þá sem eru fyrir innan tvítugt og ógift- ir ætti vika.i að bjóða upp á góð tækifæri í ástamálunum. Þeir sem eldri eru eiga líka góðar stundir á sinn hátt. Góða skemmtun. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Hcimilislífið verður undir aðal áhrifum í vikunni, og heim: eru horfur á að þú getir skemmt þér bezt að sinni. Hins vegar má varast að láta hlutina ganga of langt, ag kosta ber að nalda Jafnvæginu góðu og skemmta sér ekki mjög mik- ið á kostnað annarra, það er oft að það borgar sig ekki. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Ekki er ólíklegt að þú munir taka þér ferð á hendur og heim sækja einhvern ættingja þinn fyrri hluta vikunnar, því nú eru horfur til þess hagstæðar. Hann gæti komið þér skemmtilega á óvænt með smá gjöf eða ein- hverju, em þér er til ánægju. Þú átt nú tiltölulega auðvelt með að gera þér grein fyrir hlutunum og ættir því að not- færa þér vikuna til að gera framtíðaráætlanir. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú hittir marga vini þína og kunningja í vikunni, enda eru afstöður hagstæðar til að ailt gangi að óskum og fagn- aðarfundir verði. Ekki er ó- trúlegt að þú sjáir einhverja þetri leið til að spara atvinnu- tekjur þínar eða í öllu falli að nýta þær betur. Fiskarnir, 20. febr til 20. marz: Fullt Tungl nú bendir til að þú ættir auðvelt með að vinna þér hyili atvinnurekanda þíns eða yfirmanns. Það er líka ýmisslegt í atvinnu þinni,- sem þú átt nú áuðvelt með að ráða fram úr á varanlegan hátt. Síldin ekki seld enn Vegna fréttar í blaðinu i gær um síldarsölusamninga vill Sildarút- vegsnefnd taka það fram, að und- anfarið hafa staðið yfir samningar um sölu saltsíldar í Svíþjóð, Finn- landi, Danmörku og V-Þýzkalandi. Samningum þessum er enn ekki lokið. Þá vill Síldarútvegsnefnd leið- rétta það að Gunnar Flóvenz fram- kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar hafi tekið þátt í samningum í Sví- þjóð, Finnlandi og Danmörku, eins og skilja mátti af fréttinni. Hann hafi hins vegar annazt samninga í V-Þýzkalandi ásamt þeim Eríendi Þorsteinssyni og Jóni L Þórðar- syni. Ríkisstjórnin tekur á móti gest- um £ ráðherrabústaðnum, Tjarnar- götu 32, þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 4—6. VÍSIR Guðmundur Hansson. Fyrst brugðum við okkur inn í Útvegsbankann. Klukkan var að verða fjögur. Fjöldi fólks beið eftir afgreiðslu. og virtust allir vera að flýta sér. Við borð út i horni, sáum við hvar Guðmundur Hansson for- stjóri Gólfteppagerðarinnar spt hin rólegasti og las í Vísi.- Hvað ertu að hugsa um að gera í sumarleyfinu, Guðmund- ur? — Ég fer þetta sama. Eina viku upp í Þverá að veiða, svo tek ég bara frí dag og dag. — Þú veiðir auðvitað marga stóra laxa. — Það verður nú kannske kallað kallagrobb ef ég segði þaö. Það kemur einstökum sinn- um fyrir að ég veiði vel. Er laxveiði ekki dýrt sport? — Jú, alltof dýrt sport og allt af að verða kostnaðarsamara. rfvert á ég að fara i surnar leyfinu, er spurning sem margir velta fyrir sér um þessar mundir. Okkur datt í hug að spyrja nokkrar mann- eskjur ofan greindrar spum- ingar og héldum því af stað, Ingimundur vopnaður mynda- vélinni og ég pennanum.. Hér birtist svo árangurinn: Er við gengum fram hjá Hressingarskáianum sáum við hvar Janus Halldórsson fram- reiðslumaður sat inni og drakk kaffi og borðaði tertusneið, með beztu Iyst, að því er virtist. — Ætli ég fari nokkuð í Sumarfrí, það er svo vont að fá mann fyrir sig að vinna og ef ég fer þá skrepp ég Þingvallahring inn fyrst, til að reyna nýja bíl- inn, svo heldur maður kannske norður í land. — Ertu að fá þér nýjan bíl, spyr ljósmyndarinn. — Nei, blessaður, segðu ekki frá því, þá halda menn að ég sé svo ríkur. Hefurðu ferðast mikið? — Já, ég ferðaðist mikið áður fyrr, nú er maður farinn að taka þessu rólega. Páll Sigurðsson. — Jú ég held það nú, sagði Páll Sigurðsson rakarameistari, þegar við Iitum inn á stofuna til hans, og bárum upp spurn- inguna. Til að byrja með fer ég í Fáskrúð að veiða ,svo fer mað- ur eins og venjulega upp í Borg- irfjörð og ef tími vinnst til Fólkið í borginni skrepp ég austur að Laugar- vatni. — Hvaða staður finnst þér fallegastur? — Hiklaust Borgarfjörður- inn. Þar hef ég verið í sveit í níu sumur og tvo vetur. — Finnst þér dýrt að ferðast, Páll? — Nei, það er ekki dýrara en margt annað. Nú er Ijóshærður snáði seztur í stóiinn hjá Páli, svo við þökk- um fyrir og kveðjum. Janus Halldórssop. Guðbjörg Hjálmarsdóttir. Að síðustu leggjum við leið okkar inn í verzlun Hans Peter- sen. Það er mikið að gera i búðinni, afgreiðslustúlkurnar hafa varla undan að afgreiða viðskiptavinina. Þegar hlé verð- ur á, víkjum við okkur að einni, Guðbjörgu Hjálmarsdóttur og berum upp spurninguna. — Já, sumarfríið. Við erum að velta því fyrir okkur þessa dagana hvert við eigum að halda. Ætli það verði ekki úr að við förum á Austfirðina, ef við verðum búnar að kaupa okkur bílinn. Mig hefur alltaf langað að skreppa austur á firði. — Hefurðu ferðast mikið. — Já, nokkuð mikið. Ég hef alltaf haft gaman að þvi að ferðast. I hitteð fyrra sumar fór um við t. d. á hjólutn frá Akur- eyri til Húsavíkur. — Hvernig líkaði þér að ferð- ast á reiðhjóli. — Alveg prýðilega. Það er til breyting í því og svo verður maður að reyna svolítið á sig við það. Við vorum viku á leiðinni og höfðum það mjög gott. — Tekurðu ekki mikið af fallegum myndum á ferðalög- unum? \ — Við höfum alltaf mynda- vélina með, og tökum aðallega litmyndir. — P. SV.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.