Vísir - 16.06.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 16.06.1962, Blaðsíða 2
2 VÍSIR Laugardagur 16. júní 1962. ftKJIf-JLSÍ'iÍ 2. eins Ali'i-I i un 6 'i'* - IkA. Siglufirði voru 6. Eins og annars staðar vantar fleiri fasta kennara að skólanum með sérríámi, og þvl voru við skólann kennarar, sem ekki hafa lokið kennaraprófum. Heilsufar var mjög gott í skól anum. — Inflúenzufaraldurinn, sem gekk yfir landið í vetur, var mjög vægur hér. Hins vegar urðu nokkur forföll á nemend- um um tíma vegna kúabólu- setningar, sem var mjög al- menn meðal barnanna. Að þessu sinni útskrifuðust með fullnaðarprófi 60 börn. 9 börn hlutu 1. ágætiseinkunn: Jóhann Tómasson 9,6, Edda Ragnarsdóttir 9,3, Sigrlður Vil- hjálmsdóttir 9,3 Friðbjörn Björnsson 9,1, Kristín Sigurðar- dóttir 9,1, Jón Möller 9,0, Edda Jónsdóttir 9,0, Sigurjón Kjart- ansson 0,0 og Kristján Jóhanns- son 9,0. Öll þessi börn hlutu áletraðar bækur frá skólanum, sem verðlaun fyrir framúrskar- andi árangur í námi. Skólastjórinn kvaddi nemend- ur og kennara með þakklæti fyrir samstarfið. Kvaðst hann nú hafa verið starfandi skóla- stjóri á Siglufirði í 19 ár, og gæti hann því lagt nokkurn dóm á æskulýð bæjarins. Taldi hann siglfirzk ungmenni vera mjög vel gefin og tápmikil og yfirleitt afbragðsfólk, sem hægt væri að vænta mikils af í fram- tíðinni. Skólaslitunum lauk með því að sungið var lagið „Ég vil elska mitt land“ sem Siglfirð- mgar hafa tekið miklu ástfóstri við, og nota sem eins konar héraðssöng. þrj. Verzlunarskólann I vor gengu milli 230 og 240 nemendur undir inntökupróf í fyrsta bekk Verzlunarskólans. Höfðu 280 látið skrá sig til prófs- ins. 100 nemendur verða teknir inn í skólann að þessu sinni, sem er 30 fleira en verið hefur. Stafar þessi aukning af viðbótarbyggingu, sem væntanlega verður tekin í notkun ( haust. Nemendur þeir, sem ganga und- ir prófin hafa venjulega lokið skyldunámi, eða öðrum bekk í gagnfræðaskóla. Eru þeir prófaðir skriflega ' í dönsku, íslenzku og reikningi. Auk þess er ætlazt til að þeir kunni sem nemur skyldu- námi í ensku, þó að ekki sé prófað í henni. Lágmarkseinkunn til að standast inntökupróf er 4,25 eftir Örsteds- kerfi. Ekki er með góðu móti hægt að reikna það yfir 1 tugakerfið, sem víðast er notað, en reynslan hefur sýnt að þeir nemendur sem eru með um átta á unglingaprófi, eiga góða möguleika á að standast prófið. Mjög mikil aðsókn hefur verið að skólanum undanfarið og hefur ekki verið hægt að taka alla sem ná tilskilinni lágmarkseinkunn.Var það heldur ekki hægt núna, þrátt fyrir aukið húsrými. VERÐL A UNA KR0SSCÁ TA ÍSIS Skólaslit ó Skólaslit barnaskóla Siglu- fjarðar fóru fram í Siglufjarð- arkirkju miðvikudaginn 30. maí slðastl. Þetta er í 79. sinni sem skóla- ári lýkur í skólanum. Samfelld starfræksla barnaskóla í Siglu- firði verður því áttatíu ára í haúst. Athöfnin hófst með sálma- söng og andagt undir stjórn sóknarprestsins séra Ragnars Lárussonar. Skólastjórinn, Hlöðver Sig- urðsson, lýstLstarfsemi skólans s.l. skólaár. í skplanum voru 360 nemendur r 16 bekkjar- deilum, flestir aldursflokkar voru þrískiptir. Fastir kennarar voru 11 og þar af voru tveir, að hluta, starfandi við Gagn- fræðaskólann. Stundakennarar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.