Vísir - 16.06.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 16.06.1962, Blaðsíða 16
I VISIR Laugardagur 16. júní 1962. Merkileg fornleifaleit Leita bæjarstæðis Ingólfs Undanfarin ár hefur nokkuð verið rætt og ritað um bæjar- stæði Ingólfs Arnarsonar og hafa menn ekki verið á sama máli um hvar það var. Síðast liðinn vetur var sam- þykkt í borgarstjórn Reykja- víkur að hefjast handa um rannsóknir í því skyni, að þær gætu leitt í Ijós þetta umdeilda atriði. Rannsóknir þessar hóf- ust í gær. Er hér ekki- um forn- leifagröft að ræða heldur að- eins könnun sem gæti gefið í skyn hvar grafa á, og hversu mikið þarf að grafa. Notaður er kjarnbor, sem er knúinn Sachs- mótor, og er borinn frá Raf- orkumálastjórninni. Rannsóknum þessum stjórna þeir Þorkell Grímsson fornleifa- fræðingur og Þorleifur Einars- son jarðfræðingur er starfar við Atvinnudeild Háskóla íslands. Þorkell hefur haft þetta fyrir aðal rannsóknarefni síðan í Fjórar slasast / Svínahrauni Á fimmta tímanum i gærdag valt bifreið f Svínahrauni. í bif- reiðinni voru fimm farþegar auk ökumanns. Fjórar konur slösuðust, en ökuinaðurinn og ► Ellefu menn hafa verið hand- tcknir í Edinborg í Skotlandi. Þeir komu til Leith á flutningaskipi frá Alsír og scgjast vera liðhlaupar úr frönsku útlendingahersveitinni. JFimm voru handteknir er þeir voru að stíga upp í lest á leið til Glas- gow. Níu eru Þjóðverjar, einn Aust urríkismaður og einn Svíi. ► Listmálarinn Pietro Annigoni er um þessar mundir að mála mynd af Jóhannesi páfa. lítill drengur siuppu ómeiddir. Bifreiðin var á austurleið og þegar ökumaðurinn ætlaði að beygja þar sem hinn nýi Þrengslavegur endar, náði hann ekki beygjunni og bifreið- in þaut út af veginum og fór eina veltu. Fljótlega kom á vettvang lögregla og sjúkralið úr Reykja vík sem flutti hinar slösuðu konur í Slysavarðstofuna. í gær kvöldi hafði ein verið flutt á sjúkraliús, en hinar voru til rannsóknar í Slysavarðstofunni. Bifreiðin sem er af Skoda- gerð skemmdist mjög mikið og var flutt með kranabifreið i bæinn. Quðrún varð sjötta af átján október s.l. og hélt erindi um þetta á fundi Fornleifafélagsins 29. desember s.l. Þeir félagar sóttu svo um styrk og leyfi til borgarstjórnar Reykjavíkur í vetur og fékkst hvoru tveggja. í gær hófust svo boranirnar og er fyrst borað í sundi milli Hjálpræðishersins og Steindórs- prents, rétt við þar, sem bein fundust árið 1944. Munu þeir bora um 15 holur þarna í ná- grenninu. Hver hola verður um fjóra til fimm metra á dýpt og þarf 30 til 40 kjarnhylki í hverja holu. Gert er ráð fyrir ar boranirnar standi yfir í 10 daga og við þær vinna auk þeirra tveggja fyrrnefndu tveir menn frá Jarðborun ríkisins. Þegar borunum lýkur verða Myndin er tekin í portinu milli Hjálpræðishersins og Steindórs- svo kjarnahylkin tekin og rann- prents, þar sem byrjað var að bora. Fremst á myndinni eru þeir sökuð, og hvort um fornleifa- ... ' , , gröft verður að ræða, verður ÞorkeU Glslason °S Þorleifur Emarsson, gegnt þeim er danskur byggt á niðurstöðum þeirra. útvarpsmaður. (Ljósm. Vísis B. G.) Vegurinn gegnum Heiðmörk i sumar Fegurðardrottning islands Guð- rún Bjamadóttir varð sjötta f röð- inni af átján stúlkum, sem kepptu um titilinn Ungfrú Evrópa í Beirut Guðrún fékk einnig atvinnutil- boð frá tízkusýningarfyrirtækinu sem réði Maríu Guðmundsdóttir til sín, og veitti henni brautar- gengi. Guðný Björnsdóttir, frá Kefla- vík, sem varð sjötta í röðinni í síðustu fegurðarkeppni fer til Istanbul um miðjan mánuðinn. Anna Geirs fegurðardrottning Reykjavíkur 1962 fer til Miami í Bandaríkjunum og tekur þátt í harðri keppni um titilinn Miss Uhiverse, snemma í næsta mánuði. Önnu var boðið að koma til Bandaríkjanna hálfum mánuði fyr- ir keppni og taka þátt f auglýsinga- herferð fyrir samkeppnina. Telst það nokkur viðurkenning til feg- urðardísarinnar. Skógræktarféiag Reykjavíkur hef- ur fest kaup á viðbótarlandi við gróðrarstöðina í Fossvogi. Er þessi viðbót V/2 hektari á stærð og er stærð landsins sem félagið hefur nú yfir að ráða í Fossvogi um 14 hektarar. Frá þessu var skýrt á aðalfundi Skógræktarfélaganna sem haldinn var nýlega. Þar var og rætt um starfsemina í Heiðmörk á s. 1. ári en þá voru gróðursettar á Heið- mörk 205 þúsund trjáplöntur. Með- i limir rúmlega 50 félaga sem fengið i hafa úthlutað spildum þar gróður- j settu verulegan hluta af þessu i magni. Mest gróðursetti þó vinnu- flokkur telpna frá Vinnuskóla Samstarf Sjáltstæðismanna og Alþýðuflokks á Siglufirði Fyrsti fundur bæjarstjórnar Siglu- fjarðar var haldinn á fimmtudag- inn. í byrjun stjórnaði fundinum aldurforseti. Forseti bæjarstjórnar var kjörinn Baldur Eiríksson bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og er það f 9 sinn, sem hann er kosinn í það embætti. Reykjavíkur eða 89 þúsund plönt- ur. Vonir standa nú til að hægt verði seinni hluta sumars að opna fyrir bílaumferð leiðina gegnum Heið- mörk endilangri. svo að hægt verði að aka inn um hliðið hjá Silunga- polli eða hliðið hjá Elliðavatni og koma út um hliðið fyrir sunnan Vífilsstaði eða gagnstætt. Var á s. 1. ári unnið að vegagerð sunnan Hjalla og Vífilsstaðahlíðar og verð ur þeirri vegagerð haldið áfram í sumar. j Gróðrastöð Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogi afhenti og | seldi á s. 1. vori á fjórða þúsund trjúplöntur. Þá var sáð mörgum trjáplöntur. Þá var sáð mörgum sáðreiti og dreifsettar úr sáðreitum yfir 600 þúsund plöntur. Úr stjórn Skógræktarfélags peykjavíkur áttu að ganga Guð- mundur Marteinsson verkfræðing- ur og Jón Helgason kaupmaður, en þeir voru endurkjörnir. Auk j þeirra eru í stjórninni Sveinbjörn ■ Jónsson hrl, Ingólfur Davíðsson grasafrcéðingur og Lárus Blöndal Guðmundsson bóksali. ► Frétt frá Briissel hermir, að formaður Sammarkaðsnefndar, Walter Hallstein, sé farinn í stutta heimsókn til Bandaríkianna. Ekk- ert var sagt frekara um hina skyndilegu .ferð hans vestur. 1406 nýir áskrifendur Yísis Bæjarstjóri var kjörinn Sigur- jón Sæmundsson úr Alþýðuflokkn- um, en hann var einnig bæjarstjóri síðasta kjörtímabiL Heldur þannig áfram samstarf Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokksins um bæjar- stjórn, en Framsóknarmenn og kommúnistar greiddu atkvæði gegn því að Sigurjón yrði bæjarstjóri Á fundinum varð nokkur deila um það hvort nefndir skyldu kosn- ar til eins árs eins og verið hef ur eða til fjögurra ára samkvsémt: sveitastjórnarlögunum nýju. Varð það úr, að nefndir vpru kjörnar til eins árs en um leið samþykkt að gera þær breytingar á reglugerð um stjórn bæjarins, að hún yrði í samræmi við sveitastjórnarlögin. ........J Tala nýrra áskrifenda Vísis, sem bætzt hafa í hópinn síðustu vikurn- ar, er nú komin upp í 1406. Stend- ur áskrifendasöfnun nú yfir í Mið- bænum og síðan verður hafizt handa í Vésturbænum. Næsti dráttur í áskrifendahapp- drætti Vísis fer fram 10. júlí. Vinn- ingur að þessu sinni er Kelvinator ísskápur (7,7 kúbikfet), að verð- mæti 12.900 krónur. Er hann frá Verzluninni Heklu í Austurstr. 14. Allir áskrifendur Vísis eru þátt- takendur í happdrættinu. Gerizt áskrifendur strax í dag. Síminn er 1-16-60.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.