Vísir - 16.06.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 16.06.1962, Blaðsíða 4
4 VISIR Laugardagur 16. júní 1962. KR reyndi að leika knattspyrnu og tókst þaðgegn frábærum Tékkum KR-TékkarO:6 í glampandi sólskini og fögru veðri léku Tékkar sinn 3. Ieik í gærkvöldi og mættu nú íslandsmeistur- unum úr KR, sem stilltu upp liði, sem ekki leit sem bezt út á pappímuip, eink- um þó pteð nýliða í stöðu h. bakverðar, og þúngan miðvörð, sem búast mátti við að mundi reynast held- ur svifaseinn fyrir katt- fima Tékkana. Þeir sem ekki horfðu á Ieikinn, misstu af talsverðu, því þama var borin á borð af- bragðs knattspyrna Tékk- anna og langbezta knatt- spyrna, sem við höfum séð til íslenzks liðs í sumar. Vantar margt. Auðvitað vantaði KR-inga margt til að standa iafnfætis tékk- nesku unglingunum, sem nú eru „aldir upp“ fyrir OL í Tokyo 1964, en þar eiga þeir að halda uppi heiðri lands sfns á knattspyrnu- sviðinu, þar eð enginn leikmanna þeirra sem annað kvöld keppir til úrslita f Santiago á heimsmeist- í TÖLUM LEIKURINN Þannig gekk leikurinn í gær- kvöldi fyrir sig í tölum: TÉKKAR KR Mörk 6 0 Skot á mark 25 0 Skalli á mark 0 1 Rangstöður 3 3 Innköst 23 19 Homspyrnur 5 3 Ber þetta vitni hinum miklu skotum Tékka, en hihsvegar heið- arlegri sókn KR út allan leikinn. arakeppninni fær að vera með þar enda litið á þá keppni sem keppni atvinnumanna, en aðeins áhuga- menn fá aðgang að Olympíuleik- um. KR vantaði sem sé margt. KR vantaði HRAÐA, MVKT, VALD Á SKROKKNUM, „TAK- TIK“, sem sé, allt nema viljann til að leika góða knattspyrnu og það gerðu þeir oft afbragðs vel, en fengu ekki verðlaun f mörkum enda ekki nógu grimmir til að kom ast í nein veruleg tækifæri, og framfylgja spilinu. Tékkarnir hinsvegar voru það góðir að þeir gátu leyft sér ýmis- legt sem þeir annars mættu ekki og koma áreiðanlega ekki til með að reyna gegn betri liðum. Var oft hreinasta unun að leik þeirra og f samanburði við stirða KR-inga voru þeir eins og nýsmurð vél, sem vann taktvisst og örugglega. Skotið úr fjarlægð. Vallargestir fengu 6 jsinnum að sjá KR hreinsa net sín og alltaf var það eftir falleg tilþrif Tékkanna. Einkum voru það þó hin undur- samlegu skot þeirra af löngum færum sem fengu menn til að undrast. Mark Stokals v. framvarð- ar var fyrst markanna og kdm eft- ir aðeins nokkurra sekúndna leik og var gott skot utan frá vítateig og algerlega óverjandi fyrir Heimi markvörð svo gjarnan sem hann vildi góma þennan óvelkomna bolta. KR komst f sitt bezta færi strax á 5. mínútu og ef Gunnar Felixson hefði komið sínum betri fæti fyrir sig þá hefði KR jafnað, en boltinn vafðist fyrir honum og ekkert varð úr, en Ellert náði upp úr þessu hættulegum skalla rétt yfir. Á 14. mínútu kom 2:0 fyrir Tékkana, er Knebort skaut af víta- punkti ágætu og öruggu skoti. ör- skömmu síðar áttu KR-ingar greiða leið að marki Tékka, Sigþór var nærri fallin af völdum tékk- nesks varnarleikmanns, en stóð og brunaði áleiðis að markinu, er hvell flauta dómarans gall við og eyðilagði stórtækifæri fyrir KR. ,,Ég var óheppinn," sagði dómar- inn, Hannes Þ. Sigurðsson í hlé- inu í dómaraherbergi vallarins, „ég hélt að Sigþór mundi detta og flautaði — en aðeins tfundabroti úr sekúndu of fljótt“. Miðvörður á vítateig skoraði glæsilega. Þriðja markið kom á 38. mínútu Hér kom 4. niarkið hjá KR, gjörsamlega óverjandi skot fyrir Heimi. Hættulegur, hár bolti fyrir Heimi markvörð, sem honum tókst þó að bjarga í fyrri hálfleiknum. Skallaeinvígi Tékka og Ellerts Schram úr KR í leiknum í gærkvöldi. Til vinstri á myndinni er „leyniskyttan“ Mráz, sem skorað hefur mest allra Tékkanna eða 7 mörk af þeim 22 sem þeir hafa skorað í þeim þrem Ieikjum sem þeir hafa leikið. og var þar að verki miðvörður Tékka, en þeir leika með tvöfaldan miðvörð, annar nokkru framar hin- um. Fremri vörðurinn, Holecek var kominn upp að vítateigslínu og þar reið af mikið skot ,sem engin tök voru á að verja, enda nokkurn veg- inn milli samskeytanna. Á 40. mín- útu léku tékknesku framlínuleik- mennirnir skemmtilega kringum KR-vörnina innan vítateigsins og skot Kneborts, var ekki fjarri því pð gera hálfleikiiin 4:0 fyiir Tékka. Varnarmistök á 57. mín. voru nærri búin að kosta mark, en Heimir bjargaði með úthlaupi og vinstri útherjinn átti og færi sem hann brenndi af. KR komst fyrst á blað með tækifæri á 24. mín., þegar Reslina markvörður bjargar fyrirsendingu frá vinstri kanti og Ellert var nærri búinn að ná að skalla og er ekki að vita nema hættulegur skalli hans hefði að Framh. á 10. síðu. "SV-úrval" valið gegn Tékkum Tilraunalandslið landsliðsnefndar Knattspyrnusambands ís- lands, sem leika á við tékkneska unglingalandsliðið n.k. mánu- dagskvöld, er þannig skipað: Heimir Guðjónsson K.R. Árni Njálsson Valur Bjami Felixsson K.R. Garðar Ámason K.R. Ormar Skeggjason Valur Hörður Felixsson K.R. Kári Ámason Akureyri Skúli Ágústsson Akureyri Grétar Sigurðsson Fram Gunnar Felixsson K.R. Þórður Jónsson Akranes Varamenn: Sveinn Jónsson (K.R.) Einar Helgason (Akureyri) Ellert Schram (K.R.) Þorsteinr Friðbiófsson (Valur) Sigþór Jakobsson (K,R.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.