Vísir - 16.06.1962, Blaðsíða 11

Vísir - 16.06.1962, Blaðsíða 11
Laugardagur 16. júní 1962. VISIR 167. dagur ársins. Næturlæknir er f slysavarðstof- unni. Sími 15030. Neyðarvakt Læknafélags Reykja- víkur og Sjúkrasamlags Reykjavík- ur er kl. 13-17 alia daga frá mánu- degi til föstudags. Sími 11510. Nætúrvörður vikuna 2.-9. júni er í Vesturbæjarapóteki. Kópavogsapótek er opið alla virka daga daga kl. 9,15 — 8, laugar daga frá kl. 9,15 — 4, helgid. frá 1-4 e.h. Sími 23100. Útvarpið Fastir Iiðir eins og venjulega. Kl. 16.30 Vfr. — Fjör í kringum fóninn: Úlfar Sveinbjörnsson kynn- ir nýjustu dans- og dægurlögin. 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Guðmundur Pétursson símritari velur sér hljómplötur. — 18.00 Söngvar í léttum tón. 18.30 Tóm- stundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 20.00 Upplestur: „Póstkortið“, smásaga eftir R. K. Narayan, þýdd af Drífu Viðar (Róbert Arnfinnsson leikari). 20.20 Sönglög og hijómsveitarverk: a) Beniamino Gigli syngur ítölsk lög og aríur. b) Sinfóniuhljómsveitin í Minneapolis leikur svítuna „Ib- eria“ eftir Albéniz, Anata! Dorati stjórnar. 21.15 Leikrit „Kvöldið, sem ég drap Georg“ eftir M. C. Cohen, í þýðingu Hjartar Hall- dórssonar. — Leikstjóri Indriði Waage. 22.00 Fréttir og veður- fregnir. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok. Messur Hafnarfjarðarkirkja. — Fullveldis- guðsþjónusta kl. 1.30. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup flytur. —• Séra Garðar Þorsteinsson. Laugameskirkja. Messa ld 11 f.h. Séra Ingólfur Ástmarsson prédik- ar. — Séra Garðar Svavarsson. Neskirkja. Messa kl. 10.30 f.h. — Séra Jón Thorarensen. Haligrímskirkja. Messa kl 11 f.h. Séra Jakob Jónsson. Langholtsprestakall. Messa kl. 11 f.h. (Þjóðhátíðardagsins -minnzt). Séra Árelius Níelsson. Ásknftasími Vísis er /-/660 Daníel Daníelsson, fyrsti formaður Fáks, á hesti sínum Háfeta. Hesturðnn okknr Nýlega er komið út fyrsta tölu- blað þriðja árgangs af ritinu Hest- urinn okkar, sem gefið er út af Landssambandi hestamannafélaga. Ritið er 30 síður að stærð, með litprentaða forsiðu, skreytt 46 myndum og frágangur þess allur til fyrirmyndar. 1 ritinu eru grein- ar eftir tíu menn, auk ritstjóra, sem er Vignir Gumundsson blaða- maður. Ritið er að miklu leyti helgáð 40 ára afmæli Hestamannafélags- ins Fáks. Birtist þar hluti af ræðu Einars G. E. Sæmundssen, sem flutt var á afmælishófi félagsins í marz síðastliðnum og grein er um Daníel Daníelsson, sem var einn af helztu hvatamönnum að stofnun Fáks og formaður félags- ins fyrstu 15 árin. Efni ritsins er að öðru leyti mjög fjölbreytt. Meðal annars eru þar margar hestavísur. Hefur Ein- ar G. E. Sæmundsen tjekið þær saman og ort sumar þeirra sjálfur. Lítið er af auglýsingum í ritinu, en þess í stað hafa ýmis fyrirtæki í Reykjavík og Akureyri styrkt ritið fjárhagslega Á undanförnum árum hefur rit- ið verið prentað í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri, eri þar sem allir þeir sem að ritinu standa eru búsettir í Reykjavík, þótti hentugra að flytja prentun hingað og er það nú prentað í Isafoldar- prentsmiðju. Ýmislegf VERÐLAUN ^ 1 RITGERÐASAMKEPPNI. 1 sambandi við „Dag frímerkis- ins“ 1 april s.l. var efnt til rit- gerðasamkeppni í 12 ára bekkj- um bamaskólanna um efnið: Hvað getum við lært á því að safna frí- merkjum? Mest var þátttakan í Melaskól- anum í Reykjavík, en þar tóku 8 bekkjardeildir þátt 1 samkeppn- inni. Veitt voru þrenn verðlaun, frf- merki og frímerkjabækur. 1. verðlaun hlaut Helgi Magnús- son, 12 ára G í Melaskólanum. — 2. verðlaun hlaut Valgerður And- résdóttir 12 ára S, einnig f Mela- skólanum. — 3. verðlaun hlaut Þórunn Skaftadóttir 6. bekk A f Bamaskóla Keflavíkur. Söfnin Þjöðminjasafnifi er opið sunnu dag, þriðjud., fimmtud., og laug- ardag kl. 1.30—4 e. h. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 13.30—15.30. Ameríska bókasafnið Laugaveg 13 er opið 9-12 og 13-18 alla virka daga nema taugardaga. Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið sunr.udaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30 til 16.00. Micjasafn Reykjavfkurbæjar, ákúlatúni 2. opið dagiega frá kl. — Að vísu eru skómir dýrir, en það em þó Ijósir punktar við þá, ég þarf ekki að borga þá fyrr en eftir þrjá mánuði. 2 til 4 e. h. oema mánudaga Tæknibókasafn INSl Iðnskólan- um: Opið alla virka daga frá kl. 13-19 nema laugardaga. Bókasafn Kópavogs: — Útlán þriðjudaga og fimmtudaga f báðum skólunum. Auglýsið í Vísi Ég hitti eftir sl. helgi erlendan ferðamann, sem hefur verið hér á ferð að undanförriu. Hann kom til Þingvalla á hvítasunnudag og þótti heldur ömurlegt um að lit- ast. Frásögn hans fer hér á eftir. „Þingvellir eru ákaflega falleg- ur staður. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem þar og finnst alltaf jafn hátíðlegt og skemmtilegt að koma þangað. Þar var nú mikið af fólki og lét illa. Þarna var mik-' ill fjöldi unglinga, ótrúlega ungra 1) Rip neyðist til að hörfa und- fara aftur inn. Við skulum sjá, 2) Alveg rétt, kunningi þú skalt ling í greni. an. hvernig leynilögreglumanni líkar ■ . iáta loka sis inni eins og yrð- i^opyrighl P. I. B. Bo« 6 Cop«nhogen og gæti ég trúað að fjöldinn af þeim hafi ekki verið meira en 14—15 ára. Flestir þeirra virtust vera meira og minna drukknir, þó að um hábjartan dag væri og voru með mikinn hávaða og læti. Ekki er svo að skilja að eingöngu ung- lingar hafi verið með læti. Þeir eldri voru engu betri. Margir vom þarna á bílum og óku fram og aftur á þeim krók- óttu vegum sem þarna eru, á ofsa- hraða, svo stór hætta stafaði af. Hvergi voru sjáanlegar ruslakörf- ur eða neitt annað sem tekið gæti við pappír og öðru dóti, sem alltaf fylgir fólki í útilegum. Var staður- inn allur útvaðinn í pappír og drasli. Það er mikið gert til að fá hing- að ferðamenn. Það er þvf ekki eðli- legt að ekki sé til benzín á stöðum eins og Þingvöllum. Við höfðum ! ekið ofan úr Borgarfirði og vorum í að verða bensínlaus. Þegar til Þingvalla kom, var ekkert bensín að fá. Sögðu þeir þar að ekki væri afgreitt bensín um helgar, til bensínstöðvanna. Það er harla lé- leg frammistaða, ef ekki er hægt að vita fyrir helgina hvort bensín er á tankinum eða ekki. I Það er óskemmtilegt að sjá j framkomu eins ogiþarna, á einum helzta sögustað Islendinga. Þessi staður hefur verið gerður að þjóð»- garði og mér skilst að hann sé rækilega verndaður gegn öllum búfénaði. Ef oft er eins á Þing- völlum eins og núna um helgina, virðist mér meiri ástæða til að vernda staðinn fyrir mannfólki en búfé. Þar við bætist að hvítasunn- an er ein af þrem aðalhátíðum kirkjuársins og á meðan íslending- ar teljast kristin þjóð verða menn að bera meiri virðingu fyrir þess- ari hátíð.“ J .1.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.