Vísir - 16.06.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 16.06.1962, Blaðsíða 8
8 Otgefandi 8!aðaútgáfan VISIK Ritstjórar: Hersteim Pálsson Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri Axel rhorsteinsson Fréttastjóri Þorsteinn 0 Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingai og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 kró.iui á mánuði. I lausasölu 3 kr. eint — Sfm; 1I66C (5 Hnur) Prentsmiðja Vlsis — Edda h.t. Lýðveldið átján ára Mikið er um hátíðir og tyllidaga í þessu voru landi, og svo segja sumir, að þeir muni hvergi fleiri, því að íslendingar hafa til dæmis haldið hátíðardaga úr kaþólskum sið, þótt þeir segðu að öðru leyti skilið við hann. En einn er sá dagur, sem er engum Öðrum líkur, 17. júní, fæðingardagur Jóns Sigurðssonar og stofndagur lýðveldisins árið 1944. Þótt slíkur dagur sé sjálfsagður til mannfunda, til að menn komi saman og gleðjist með glöðum, eins og gert hefir verið um iangt árabil, er hann þó ekki síður sjálfsagður til íhugunar um málefni lands og þjóðar, mats á liðnum atburðum og þróun og áminn- ingar um það, sem gera verður á komandi tímum. Sum ir segja að vísu, að hann eigi að vera hafinn yfir dægurþras og ríg, en sízt verða þjóðmálin rædd svo, að enginn finni til. Hér verður ekki sagt brot úr íslandssögunni, hvorki fyrir stofnun lýðveldisins né eftir það, aðeins minnzt á örfáar staðreyndir, sem enginn getur í móti mælt. Ein er sú, að hagur íslendinga er nú blómlegri en hann hefir nokkru sinni verið, öllum almenningi líður betur en í flestum ef ekki öllum löndum, sem við þekkjum til, svo að jafnvel þeir sem telja hér allt á leið norður og niður, munu vart vilja skipta á hlut- skipti annarra þjóða, sem þeir telja þó þetur settar, að því er þjóðskipulag snertir. íslendingar hafa komið því lagi á búskaparhætti sína um sinn, að bægt hefir verið frá þeirri hættu, sem yfir vofði fyrir aðeins fáeinum árum, að við færum okkur að voða efnahagslega vegna værukæmi og skammsýni. Þjóðin skilur, að við getum lifað góðu lífi í landinu, ef við ætlum okkur af, ef við gerum okkur ljóst, að fyrirhyggja verður að vera fyrsta boð- orðið, og að þeir eru engir vinir alþýðu manna, sem vilja telja henni trú um, að ekki þurfi annað fyrir lífinu að hafa en gera kröfur til annarra. Og enn ber að geta þess, að lýðræðið stendur traustum fótum í landinu, þótt ýmsir daðri við einræðisflokkinn, sem sízt skyldi. Þeir verða að gera sér þess grein, að slíkt er hættulegur leikur og ósam- boðinn mönnum í frjálsu þjóðfélagi. Ef einræðinu er boðið heim, vinnst lýðræðið aldrei aftur án mikillar baráttu og stórkostlegra fórna, sem lengi kunna að verða færðar til einskis. í trausti þess, að lýðveldi íslendinga haldi áfram að þróast á sömu braut framvegis og hingað til við vaxandi hagsæld allrar alþýðu, árnar Vísir öllum landsmönnum gleðilegrar þjóðhátíðar. VISIR Laugardagur 16. júní 1962. : Sumarliði Betúelsson Á dögunum skrapp frétta- maður Vísis í fúglabjarg, dvald- ist dagstund með nokkrum vík- ingum frá nyrztu ströndum, ungum og rosknum fyrrverandi Hornstrendingum, íbúum Horn- víkur og Aðalvikur, sem báðir eru farnar I eyði fyrir þó nokkr um árum. Nú voru þeir einn góðan veðurdag fyrir stuttu samankomnir á Krýsuvíkur- bjargi til að síga I bergið eftir svartfuglseggjum. Þeir hafa skroppið þarna suð- ureftir nokkrum sinnum áður undanfarin ár. í heimkynnum þeirra vestur á Hornströndum var það sjálfsagt og fastur liður á hverju vori að fara 1 bjarg um varptímann, einn eftirvænt- ingarrfkasti atburður ársins, einkum fyrir unga fólkið, þar var sótt björg í bú og mörgum var það drjúg tekjulind, sumir „gerðu út“ á bjarg og seldu egg f þúsundatali suður á ísa- fjörð og aðra firði og allt til Reykjavíkur. Höfðu vel upp úr viðskiptum, þegar óstropað egg kostaði 25 aura, hvað þá ef þeir fengjust við slíka verzlun nú f stórum stíl, þegar svartfugls- egg kostar 8 krónur stykkið. Eggjaveizla Eggjatekjan að þessu sinni i Krýsuvíkurbjargi varð ekki mik il á borð við það, sem var í fyrri daga, þegar sigið var Horn bjarg eða Hælavíkurbjarg, en samt var ástæða til að efna til eggjaveizlu á berginu, og þá kom á daginn, að mörg eggin voru orðin stropuð, og það þótti þeim enginn veizlumatur, sem vandlátastir eru, en mörgum þykir þau engu síðri. Sá sem sígur í bjargið, nefn- ist „fyglingur", og f þetta sinn gerir það aðeins einn úr hópn- um, þótt sá sé kominn af Iétt- asta skeiði, Sölvi Jónsson frá Stakkadal í Aðalvfk, kominn á efri ár, en samt svo léttur, að það var unun að sjá karl, þegar hann bókstaflega hljóp upp þverhnípt bergið með festinni, klyfjaður eggjum í „kvippunni", en svo kallast pokabeltið, sem hann hefur um sig og stingur eggjunum jafnóðum í. Kaðall- inn, sem fyglingurinn sígur nið- ur á, kallast festi, er bundinn framan á beltið, en uppi á bjarg Hælavíkurbjarg og Hornbjarg, sem eru margfalt hærri en Krýsuvíkurbjarg. Sölvi var allt- af fyglingur og Sumarliði við festarhjólið. Einn úr hópnum spurði Sölva: — Er það ekki satt, Sölvi, að þér hafi verið hrint fram af bjarginu fyrir vestan í fyrsta sinn sem þú seigst? — Ja, jú, anzaði Sölvi held- ur treglega. Það runnu á mig tvær grímur þegar ég fór í bjarg í fyrsta sinn. Mér leizt ekki á það og þeir hafa víst haldið, að ég ætlaði að gefast upp og þeir ýttu mér fram af. Nú, þá þýddi ekki að snúa við. Ég vat víst 16 ára þá, og mað- ur trítlaði oft á bjargsillum eftir það. — Hvað hefur þú annars stundað helzt um dagana? spurði ég Sölva. — Verið á sjónum lengst af. Fyrst á bátunum heima fyrir vestan, fór svo á togara 1928, sfðast á Helgafelli, fluttist al- farinn suður 1942. En síðustu Festarmenn liggja á bæn. Sumarliði sitjandi við festarhjólið. brúninni er hjól, sem kaðallinn rennur á og nefnist festarhjól, og sá er við það situr, verður að hafa á öllu gát. Hann heitir hér Sumarliði Betúelsson frá Höfn f Hornvfk. Þeir hafa áður farið á bjarg saman, Sölvi úr Aðalvfk og Sumarliði úr Höfn, tvö stærstu björg landsins, árin hef ég unnið í Áburðar- verksmiðju rfkisins f Gufunesi. Það er, kominn stinningskaldi þarna á Krýsuvíkurbjarginu, en menn eru orðnir svangir og það er stungið upp á að kokk- urinn fari að sjóða egg og efna til veizlu. Jeppakerra er losuð frá og hún reist upp á hlið til Hér týnir fyglingurinn eggin upp úr kippunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.