Vísir - 20.06.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 20.06.1962, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 20. júní 1962. VISIR 15 CECIi SAIN7-LAURÍNI (CAROLINE CHÉRIE) 62 Brjóstmóðir hennar vék sér undan án þess að svara. — Þekkirðu mig ekki aftur, Kata? Ég sagði þér hver ég er — Karólína! — Jú, ég bar kennsl á þig. Hvað viitu? — Kata, er það allt og sumt, sem þú hefur að segja við mig, þú, sem gættir mín árum saman — manstu ekki, að ég kallaði þig mömmu þegar ég var lítill? Kvíði Karólínu jókst með hverju augnabKkinu sem leið. Hlustaðu nú á mig, Karólína. Yfirvöldin heita miklum verð- launum þeim til handa, sem láta í té upplýsingar, sem leiða til handtöku þinnar. Það er ekki um annað talað í öllu héraðinu. Þúsund franka launum er heit- ið. Og líflátshegmng vofir yfir þeim, sem hýsir þig. Éip Viltu steypa þinni gömlu brjóstmóður i óhamingju? í þessu húsi eru illir áhangendur „fjallsins" ... Enn einu sinni hafði brugðist traust það, sem hún bar til fólks, sem hún hafði þekkt frá barnsaldri, fólks, sem hún hafði ekki verið í vafa um, að þætti vænt um hana. — Kata, ég kom til þín í þeirri von, að ég gæti fengið að gista hér nótt? — Ertu gengin af vitinu? Viltu að ég verði leidd á högg-, stokkinn? — Þú ætlar þá að hrekja mig burt? — Ég er til neydd. — Þá verðurðu að tilkynna yfirvöldunum, að ég sé hér, því að ég fer ekki. — Jæja, svo þú ætlar að taka hér öll ráð í þínar hendur, and- styggilega auðvaldsstéttarhof- róða, hypjaðu þig burt! Karólína stappaði í gólfið, æf af reiði. — Ég sagði, að ég færi hvergi. — Við sjáum nu brátt hver skjöldinn ber, sagði Kata og þreif um úlnlið hennar. Allt í einu þagnaði hún og kom kyrrð yfir hana. Hún lagði við hlustirnar. Fótatak heyrðist í stiganum. — Er nokkuð að, Katrín kven- borgari? var kallað niðri í stig- anurr. Karólfna hvíslaði: — Segðu að ég sé systurdótt- ir þín, nýkomin frá París. Kata hikaði, andlit hennar var afmyndað af ótta og hugaræs- ingu. — Farðu, ég verð að hugsa um mitt eigið líf. Ég kæri þig áður en þeir finna þig, og þá verð það ég, sem fæ launin, sagði Kata. — Hvemig ætti ég að komast héðan? Sá, sem kom upp stigann, var I nú jiominn upp efsta þrepið, og baröi nú á dyrnar og kailaði: — Hvers vegna svararöu ekki, Kata gamla? Hvað er að? Út af hverju ertu^að rífast? Kata herti takið á úln'.ið Karó- linu. — Þú getur sjálfri þér um kennt. Svo tók hún til að æpa háum, hvellum rómi: — Hjálp, hjálp, Karólína de Biévre er hér, hún ógnar mér, hjálp, góðir borgarar! Karólína sleit sig af henni og komst út og ætlaði að smokra sér fram hjá mannin- um, sem barið hafði á dyrnar, en hann var svoli mikill og stöðvaði hana. — Ertu viss um, að það sé hún, Kata gamla? — Auðvitað, hver ætti að hafa betri skilyrði til þess að þekkja hana en ég, sem hafði hana á brjósti? Dyr opnuðust. Fólk kom fram í dyragættir og lagði við hlust- irnar og fór að masa. Brátt vissu allir, að Karólína de Biévre sem leitað hafði verið að um allt landið hafði fundizt þarna í húsinu': Og nú urðu allir gripnir hugaræsingu mikilli og sent var eftir hverfisnefndinni. Innan fárra mínútna mundi hún .verða handtekin. Þegar Karólína gekk niður stigann gullu við hæðnishróp og kuldalegir hlátrar. Og menn fóru að rífast um hver hefði í raun- inni unnið til þúsund franka verðlaunanna og harðast deildu svolinn og brjóstmóðirin. En Karólína var nú róleg. — Hjartsláttur hennar var eðlileg- ur. Henni fannst þetta hafa að sumu skoplegan blæ. Hún heyrði enn fyrir eyrum sér orð brjóst- möðurinnar, er hún afneitaði henni og ákærði, gróf orð, ó- svífni hennar og kulda- og sam- CM5W.iT Sfé Góðan daginn tengdamamma, dóttir þín er.í baðinu með hr. Petersen. tímis var sem að eyrum bærist eins og veikur ómur af orðum hennar, er hún gældi við hana barn. Og sama konan og forð- um gældi við hana krafðist nú þúsund franka fyrir líf hennar. Á leiðinni íxfangelsið hugsaði Karólína ekki um þær hættur, sem fram undan voru. Hún hug- leiddi þær heimsóknir til brjóst- móður sinnar, sem hún mundi hafa farið í, ef ekki hefði verið gerð stjórnarbylting í landinu. Þá hefðu þær setið og rabbað saman og rifjað upp gamlar minningar. Hugur hennar dvald- ist við þetta. Hún hvarf ekki á brautir virki leikans fyrr en vagninum var ekið um hliðið á fangelsisgarð- inum. Hún hugsaði ekki um fall- exina. En hún sá andlit Gastons fyrir hugskotssjónum sínum, og hún þóttist viss um, að hún fengi aldrei að sjá hann framar, og brast í grát. XIX. kapítuli. Ný kynni og endurfundir. Yfirheyrslur í fangelsinu stóðu lengi. Karólína var spurð um fólk það, sem hún hafði leit- ¦ að hælis hjá. Að yfirheyrslum | loknum var hún ásamt öðrum flutt til Parísar. í sama vagni og Hókus — pókus. ...TAKZAN OPTHE APES PAUSE7 PKOW HIS TÍCAVELS, PISWAYEP VVHEN HE SAW A VILLA.GE IN FLAMES! Z £m?m &t ,te HUtilSi JcnJ CjkAWO Dauðvona þorpsbúi, sem hafði komizt undan Zatar, reikaði út úr rústunum og féll £ arma apamanns ins. Tarzan apamaður staðnæmdist, og fylltist viðbjóði þegar hann sá þorp í rústum. ¦^•.^•.•.•.'.••'•'•"•'•"•'•"•'•'•'•'•"•'•'''••'"•"•'•'•"•'•'•"•V^ 'THE SWfflS?INS TEKKOKr- GASPEP THE NATIVE. •thecousit&v 15 POOM£l?/'' Menn eyðileggingarinnar, stundi þorpsbúinn. Landið er dauðadæmt. Barnasagan Kalli og ' elduriim „Að gefa greifanum nýtt tæki- fsri til að slökkva eldinn?" sagði Kalli, „kemur ekki til mála" Um leið greip hann lampann og hljóp i burt. „Þessi greifi skal ekki hafa heppnina með sér á mínu skipi", muldraði hann. Hann hljóp eftir öllu skipinu og inn i káetuna, en þar stöðvaðist hann skyndilega. „Ég hef það," sagði hann við sjálfan sig. „Ég væri Ijóti aulabárðurinn ef ég get ekki gert þennan eld óslökkvandi." Tommi hafði rétt í þessu verið að færa líf í eldinn, og varð yfir sig hissa þegar Kalli skipaði hon- um að slökkva eldinn. „Þegar þií ert búinn að þvl þá kveiktu aftur eld með þessum lampa, skilurðu það?" „Nú hefur sá gamli dottið á höf- uðið," hugsaði Tomml. hún var ungur fangi af aðals- ætt, de Boimussy markgreifi, glæsilegur ungur maður, og fór það ekki framhjá Karólínu. — Hann var léttur í lund og lét fyndin orð fljúga af vörum og ekki virtist hann hafa miklar áhyggjur .af> því, þótt fallöxin biði hans. Til Chartres, þar sem haldið yrði kyrru fyrir um nótt- ina, var komið svo seint, að ekki var hægt að koma föngunum fyrir í fangelsinu, og varð að leita húsaskjóls fyrir þá í veit- ingahúsi. Þar urðu fangarnir að sofa uppi á hanabjálkalofti og var hálmur breiddur á gólfið. Karólína veitti því athygli, að markgreifinn ungi hafði valið sér stað á gólfinu við hlið henn- ar. Hún var þreytt og syfjuð og hlustaði hálfdottandi á mas hans, en hann var alltaf að reyna að fá hana til að rabba við sig, og brátt fór svo, að hún glað- vaknaði, enda var hann farinn að tala um þá möguleika, sem hún hefði á að komast hjá að lenda undir fallexinni. — Hafið þér aldrei hugsað um, að þar sem þér eruð kona ...? — Við hvað eigið þér? — Ég hélt að þér væruð dá- lítið slungin og hefðuð kannske hugsað út í þetta, en ég verð víst að gera frekari grein fyrir þessu. Og nú skal ég segja yður hvernig þér gætuð að minnsta kosti fengið frestað þeim óþæg- indum, ef ég má orða það svo, sem nú vofa yfir ... — Reynið nú að koma þessu út úr yður! — Þegar þér verðið leídd fyrir dómarana — þar sem á að dæma yður til lífláts, — og það verður vitanlega gert, — og þar með að dóminum skuli fullnægt í birtingu næsta dags, skuluð þér segja eitthvað, yndislegri, veikri röddu... — Segja hvað? — Að þér séuð komin á leið. — Að ég sé ófríslc, Þ,!r álítið mig víst nautheimska. Saunaít

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.