Vísir - 20.06.1962, Blaðsíða 4
4
Miðvikudagur 20. júní 1962.
.......................
V / SIR
Sjálfstæðisfundur s
V-HúnvatnssýzSu
Sjálfstísðisfélag Vestur-Hún-
vetninga hélt fund á Hvammstanga
þann 15. júní s.l.
Formaður félagsins Benedikt
Guðmundsson, Staðarbakka, setti
fundinn og stjórnaði honum. Fund-
arritari var kjörinn Guðjón Jósefs-
son, Ásbjarnarstöðum.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
framkvæmdarstjóri Sjálfstæðis-
flokksins, flutti erindi um skipu-
lagsmál flokksins, og ræddi sér-
staklega um flokksstarfið í Norð-
urlandskjördæmi vestra.
Á fundinum fór fram kosning
fulltrúa í fulltrúaráð og kjördæm-
isráð.
Marilyit —
Framh. af bls. 8.
Auðvitað eru fleiri ástæður
fyrir erfiðleikum kvikmyndafé-
laganna. Eyðslan og kostnaður-
inn er ótrúlega mikill. Eitt fé-
lagið eyddi t. d. 100 milljónum
króna í kvikmyndaréttindi,
sem það notar síðan ekki. Og
leikstjórar geta eins og leikar-
ar gert mistök.
En aðalsökin liggur hjá fá-
einum heimsfrægum leikurum,
sem beita valdi sínu ábyrgðar-
laust. Þeir hegða sér eins og
dónar og þeir eru svo skamm-
sýnir að þeir sjá ekki að þeir
eru að drepa gæsina, sem
verpti gulleggjum fyrir þá.
Séra Gunnar Gíslason, alþingis-
maður, ræddi stjórnmálaviðhorfið
og voru að erindi hans loknu al-
mennar umræður og tóku eftkfar-
andi fundarmenn þátt í þeim: Guð-
jón Jósefsson, Ásbjarnarstöðum,
Gunnlaugur Auðunn, Bakka, Sig-
urður Tryggvason, Hvammstanga,
Benedikt Guðmundsson, Staðar-
bakka, Loftur Jósefsson, Ásmund-
arstöðum og Þorvaldur Garðar
Kristjánsson.
Stjórn Sjálfstæðisfélags Vestur-
Húnvetninga skipa: Benedikt Guð-
mundsson, Stakarbakka, formað-
ur, Óskar Levý, Ósum, Jóhannes
Guðmundsson, Auðunnarstöðum,
Sigurður Tryggvason, Hvamms-
tanga og Þórarinn Þorvaldsson,
Þorvaldsstöðum.
Landsamband
Framh. aí 10. síðu.
stofnun Landssambandsins,
Tómas Vigfússon, húsasmíðam.,
um Iðnlánasjóð, Björgvin Fred-
reksen, vélavirkjam., um Iðnað-
armálastofnun íslands, Óskar
Hallgrlmsson, rafvirkji, um
þróun skipulegrar iðnfræðslu á
íslandi, Guðmundur H. Guð-
mundsson, húsgagnasmíðam.,
um Iðnaðarbanka íslands h.f.,
Þór Sandholt, skólastj., um
Skólamál iðnaðarmanna og
Sveinbjörn Jónsson, forstj., um
Iðnminjasafn.
Ekkerf vantar á hamingjuna —
Framh. aí 9. sfðu.
— Hvað ætlarðu nú að fara
að gera?
— Ég veit það ekki enn.
Þetta er ósköp leiðinlegur tími
eftir að prófin eru búin. Mér
finnst prófin skemmtilegasti
tími ársins. Annars er ég að
leita mér að vinnu núna. Ef ein
^ivern vantar vinnukraft er ég
ennþá leus.
Sérstakt
hamingjuár
Foreldrar þessara miklu
námsmanna eru Helgi Þorláks
son, skólastjóri í Vogaskóla,
og kona hans, Gunnþóra Krist-
mundsdóttir. Helgi hefur und-
anfarin þrjú ár verið skóla-
stjóri við Vogaskólann, en var
áður yfirkennari við Austur-
bæjarskólann.
— Þetta eru miklir ham-
ingjudagar hjá ykkur hjónum?
Helgi brosir og segir: —
Þetta eru ekki aðeins I ham-
ingjudagar, heldur er þetta sér
stakt hamingjuár. Við eigum
fimm syni og í febrúar eign-
uðumst við fyrstu dótturina'.'
Næst var ferming þriðja sonar-
ins. 10. júni var svo fertugsaf-
mæli frúarinnar. Þá kom eink-
unn Þorsteins í landsprófinu,
stúdentspróf Þorkels og síðast
trúlofun hans. Á næstunni eig
um við hjónin svo 20 ára brúð
kaupsafmæli.
— Er ekki skemmtilegt að
vera að fá fyrstu tengdadóttur-
ina?
i/ -— Við erum mjög ánægð
með hana. Ég kynntist henni
fyrst þegar hún var i gagn-
fræðaskóla. Hún hefur alltaf
verið mjög prúð og elskuleg
og er auk þess bráðdugleg
námsmanneskja. Eins og Þor-
kell sagði kvöldið sem hann
trúlofaðist henni, er alls ekki
víst að hann hefði orðið hæst-
ur ef hún hefði haldið áfram
í menntaskóla. Þegar þau voru
í gagnfræðaskóla, skiptust þau
á um að vera hæst.
— Hvaða skýringu kunnið
þið á þessum námsafrekum son
anna?
Frúin verður fyrir svörum:
— Ekki er það af því að þeir
séu reknir áfram. Ég man ekki
eftir að hafa þurft að minna
þá á að læra. Helgi bætir við:
— Ég hef gert mér það að
reglu að hjálpa þeim aldrei
heima, nema þeir biðji sérstak
lega um það. Ég álít miklu
heppilegra að þeir leiti til sinna
eigin kennara. Þeir eiga mikið
kennurum sínum að þakka,
enda hafa þeir báðir verið sér-
lega heppnir með kennara.
Þessi góði styrkur sem Þorkelí
fær, er ekki síst að þakka þeim
góðu meðmælum, sem kennar-
. ar og rektor gáfu honum. Þetta
er ekki lítils virði.
Að lckum segir frúin: —
Mér er ekkert um þetta. Þeir
hafa ekki gott af því að vera
gerðir of mikil glansnúmer.
Síldarstúlkur
Nokkrar stúlkur vantar til síldarsöltunar á Seyðisfirði
í sumar. — Uppl. á skrifstofu %
BALDURS GUÐMUNDSSONAR
Vesturgötu 5 — Sími 16021.
I
Einasta fullkomna planslípivélin hérlendis
VÉLAVERKSTÆÐI Þ. JÓNSSON & CO,
GLA UMBÆR
HÁDEGISVERÐUR Á HÁLFTÍMA 1
Framreiddur kl. 12.00—15.00. - Hér fer á eftir matseðill vikunnar:
H|1
Miðvikudagur 20-6 ‘62
Púrrusúpa
og
Kryddsoðinn bauti m/grænm.
kr. 40
eða
Soðinn fiskfl. m/Caberos
kr. 30
eða
Omelett m/tómötum kr. 30
Fimmtudagur 21-6 ‘62
Tómatsúpa
og
Soðið lambakjöt m/pipar-
rótarsos
kr. 40
eða
St. fiskflök m/sitrónu kr. 30
eða
Omelett m/sveppum kr. 30
Föstudagur 22-6 ‘82
Gulertusúpa
og
Soðið saltkjöt m/gulrófum
kr. 40
eða
St. fiskfl. m/agúrkum kr. 30
eða ■
Omelett m/skinka kr. 30
Laugardagur 23-6 ‘62
Mjólkursúpa
°g
soðinn saltf m/smjöri kr. 30
eða
Bixematur m/eggi kr. 30
eða
Hakkað buff m/lauk kr. 30
ATH.: Þjónustugjald og söluskattur
er innifalið í verðiiiu.
EFTIRMIÐDAGSKAFFI FRAMREITT FRÁ KL. 3-6.
\í
GLA UMBÆR
FRÍKIRKJUVEGI 7 SÍMI 22643 og 19330