Vísir - 20.06.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 20.06.1962, Blaðsíða 16
VISIR Miðvikudagur 20. júní 1962. Það getur margt skeð hér í Reykjavík. 1 gær voru þessar ungu stúlkur á gangi niður við Lækjartorg og höfðu meS- ferðis hrífur. Til allrar lukku fyrir borgarbúa er enn það mikið gras í borginni að not eru fyrir slíka gripi. Ingir útvegsmem / LIIS senda báta af stað Einn útgerðarmaður Helgi Bene- diktsson f Vestmannaeyjum hefur sent skip sitt Helga Helgason af stað á sildveiðar þótt samkomulag hafi enn ekki tekizt. Skipið kemst þó ekki strax á veiðar, en mun vera á Ieið til Vestfjarða að sækja þangað nót, Helgi Benediktsson er ekki meðlimur í Landssambandi útvegs- manna og því er hér ekki um það að ræða að hann hafi rofið einingu útvegsmanna í samningum um síld veiðikjör. Hann hafði þó sjálfur að Dómurfca í dag Á mánudagskvöld tök varðskip- ið Þór togarann Northern Queen að veiðum 1,3 mílur fyrir innan 6 mflna fiskveiðitakmörkin út af Eystra Horni, en þar er svæði, sem leyft er að veiða á inn að 6 milum. Veður var mjög slæmt og hvolfdi gúmmfbát frá varðskipinu, er hann var á leið yfir að togaranum. 8 — 9 vindstig voru er þetta skeði og mikill sjór. Skipstjórinn á brezka togaranum heitir Wallace Charles og er 42ja ára að aldri. Kveðst hann hafa ætl- að að toga meðfram línunni, en tæki sín verið ónákvæm. Skipið er með 400 - 500 kit af f iski. Þegar togarinn hafði verið stöðv aður, lögðu fimm hásetar frá Þór i> Ljótt er að heyra. Brezki glæpa málasérfræðingurinn C. H. Rolph skýrir frá því f ritinu Family Doct- or, að 2 af hverjum þremur morð- um á Englandi séu framin „innan f jölskyldunnar". af stað yfir í togarann 1 gúmmfbát, undir stjórn Leon Carlson, 2. stýri- manns á Þórs. Þegar báturinn var kominn skammt frá Þór reið undir hann straumhnútur og hvolfdi hon- um. Allir sem í bátnum voru kom- ust á kjðl. Var þá sendur vélbátur frá Þór að sækja þá, undir stjórn Kristins Jóhanns Árnasonar, 3. stýrimanns. Fór hann að því loknu yfir í togarann. ¦ Brezka eftirlitsskipið Malcolm kom á vettvang og kom siglinga- fræðingur þess yfir í Þór og leit yfir mælingarnar. Farið var með togarann til Eskifjarðar og kom hann þangað um hádegi í gær. Réttarhöld hófust klukkan tvö í gær og er dómari Axel Tulinius sýslumaður og meðdómendur hans þeir ; Kristinn Karisson og Steinn Jónsson. Brezki skipstjórinn hefur hvorki neitað né játað að vera inn- an landhelgi. Dómur verður kveð- inn upp í dag. 0AS setur úrslitakosti Jacques Susini, aðalsamninga- maður OAS-manria um vopnahléð sem gert var við Ieiðtoga Serkja um sfðustu helgi, setti þeim úrslita kosti i útvarpi í gærkvöldi, þess efnis, að OAS (leyniherinn) teldi sig ekki bundinn við vopnahléð að tveimur sólarhringum liðnum, ef Serkir væru þá ekki búnir að gera ráðstafanir til þess að það yrði haldið af þeirra hálfu. Susini hélt því fast fram, að OAS hefði haldið samkomulagið og nú væri hinna að sýna og sanna, að þeir vildu og gætu hald- ið það. — Eins og áður hefur komið fram hefur útlagastjórnin í Tunis ekki aðhyllzt þetta sam- komulag, né heldur franska stjórn- in, og því vafasamt um hversu haldgott það' reyndist frá upp- hafi. Mostefei fulltrúi FLN í bráðabirgðastjórninni vill sarh- þykkja vopnahléð og Fares, for- maður hennar. lAf hálfu OAS hefur það verið haldið f Alsír, en óánægja kom strax fram út af þvf í höfuðstöð OAS í Oran og þar hafa OAS- menn skotið af sprengjuvörpum á Serkjahverfi í bænum og særðust í þeirri skothríð 18 franskir her- menn. eigin ósk ritað nafn sitt á umboð til Landssambandsins um að fela því samningsgerð. Einníg er vitað um einn bát til viðbótar austur á Eskifirði, sem muni ætla að fara á síldveiðar þó samkomulag hafi ekki tekizt. Byggist það á þvf, að samningum hafi ekki verið sagt þar upp lög- lega eða tímanlega. Að öðru leyti er ekki vitað um einn einasta sfldveiðibát sem muni fara á veiðar fyrr en samn- ingar hafa, tekizt. Orðrómur kom upp um að báturinn Kristbjörg frá Vestmannaeyjum væri farin af stað, en það er ekki rétt. Hún er enn kyrr í Vestmannaeyjum. Sama er að segja um tvo báta frá Horna- firði sem sigldu þaðan. Þeir fóru frá Hafnarfirði til viðgerða annars staðar, en enginn slippur er á Hornafirði. ekkert á óvart í hópi Vestur-íslendinganna, sem komu hingað um daginn var kunnur kandfskur stjórnmála- maður að nai'ni Alastair Stewart sem er einn af forustumönnum Nýja demokrataflokksins f Kan- ada. Vfsir sneri sér til hahs i gærkvöldi og bað hann að segja álit sitt á þingkosningunum í Kanada. Það er komið fram sem ftestir spáðu, sagði hann, að íhalds- flokkurinn, flokkur Diefenbakers hefur tapað miklu fylgi. Ég hafði búizt við, þegar ég fór frá Kanada, að hann myndi tapa meirihlutanum og gerði ráð fyr- ir að hann myndi fá um 130 þingsæti, en hann hefur tapað meiru og hefur undir 120 þing- sætum. Annars get ég litið um þetta sagt, þar sem ég veit ekki nákvæmlega hvernig atkvæðin hafa skipzt eða hvernig úrslitin hafa verið í einstökum fylkjum. — Hver er ástæðan fyrir því efni svo sem afstöðuna tii kjarn orkúvopna. — Tókuð þér þátt í kosninga- baráttunni? — Já, ég tók þátt í henni í vesturhluta Kanada. Það var STUTT SAMTAL VIÐ KANADÍSKAN STJÓRN MÁLAMANN sem er staddur hér á að Diefenbaker tapaði svo miklu fylgi? — Stjórnin hefur átt við mikla erfiðleika að stríða. Tala , atvinnuleysingja f landinu er stöðugt mjög há eða um 400 þúsund þrátt fyrir aukna fram- leiðslu. Verðíagið hefur hækkað mjög mikið og svo hefur ríkis- stjórnin verið óákveðin ðg deil- ur verið innan hennar um ýmis Drengur slasast SJ'ÐDEGIS í fyrradag varð um- ferðarslys á gatnamótum Suður- landsbrautar og Laugarnesvegar. Átta ára drengur, Pétur Másson, Skipasundi 53 var að koma ofan af Framvellinum við Sjómanna- skólann og ætlaði sér að ná f strætisvagn hjá Tungu. Hljóp Framh. á bls. 5. í sólskininu í gær var mikið af börnum f Nauthólsvíkinni. Ekki létu þau það á sig fá, þó að sjórinn væri nokkuð kaldur og busluðu þar hin ánægðustu. Virtust þau skemmta sér kon- .;nglega. mjög erfitt að ráða í afstöðu kjósenda, en yfirleítt var áber- andi áhugaleysi þeirra, en einn- ig óánægja með Diefenbaker- stjórninaJ Að lokúm spyrjum vér hvern- ig Mr. Stevvart hafði líkað útkom an hjá hans eigin flokki Nýja Demokrataflokknum, sem er jafnaðarmannaflokkur. — Við höfum aukið þing-'1 mannatöluna úr 8 í 19, en ég er samt mjög óánægður með þessi úrslit, hafði vænzt þess, að við fengjum 30 kjörna. Sá stóri færður Stóri borinn sem undan far-< ið hefur verið staðsettur í tún-; inu milli Laugavegs og Sigtúns, hefur nú verið færður úr stað' um 100 metra nær Laugarnes- ( yegi, og er þyrjaður að bora< sína 13 hoiu. Síðasta holan var um 1350 m. I 5 á dýpt og gaf ekki góða raun, í en góðar líkur eru taldar á því ] V að betur muni ganga núna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.