Vísir - 20.06.1962, Blaðsíða 8
8
Miðvikudagur 20. júní 1962.
r
Otgefandi Blaðautgatan VISIR
R.itstjórar: Herstein: Pálsson Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri Axel rhorstemsson
Fréttastjóri Þorsteinn Ö Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 45 krónui á mánuði.
I lausasölu 3 kr. eint. - Slm: 1166C (5 llnur).
Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.i.
Kommúnistar á undanhaldi
Það er auðséð á Þjóðviljanum þessa dagana, að
þungar áhyggjur hvíla á forustumönnum íslenzka
kommúnista. Úrslit bæjar- og sveitarstjórnarkosning-
anna sýndu svo ekki verður um villzt, að mjög er tek-
ið að halla undan fæti hjá Moskvu-flokknum og ýms-
ir, sem áður hafa fylgt honum að málum, eru nú bún-
ir að átta sig á því, að hann berst hvorki fyrir íslenzk-
um hagsmunum né þeim hugsjónum, sem vestrænar
lýðræðisþjóðir hafa í heiðri.
Kommúnistum hefur ótrúlega lengi tekizt að
blekkja nokkum hluta þjóðarinnar með því, að þeir
væru að berjast fyrir hagsmunum verkafólks, og ann-
arra láglaunastétta í þjóðfélaginu. En nú virðist sem
skemmdarverk þeirra gegn viðreisnarstefnunni hafi
opnað augu margra, sem áður trúðu áróðri þeirra,
fyrir þeirri staðreynd, að þeir eru viljalaus verkfæri
í höndum erlends valds, sem leynt og ljóst vinnur að
því, að rífa niður þjóðskipulag lýðræðisins og hneppa
sem flestar þjóðir heimsins í þá þrældómsfjötra, sem
fólkið fyrir austan járntjaldið stynur undir og fær
ekki losað sig úr um ófyrirsjáanlega framtíð.
Það hefur lengi verið vitað ,a^ kommúnistaflokk-
urinn á íslandi nyti fjárhagslegs stuðnings frá yfir-
boðurum sínum í austurvegi. Þjóðviljinn hefur auð-
vitað neitað þessu og kallað það „íhaldslygi“ og öðr-
um álíka nöfnum; en nú hefur verið sannað með óyggj-
andi gögnum, að þessi svokallaði „íslenzki“ sósíalista-
flokkur er rekinn fyrir austrænt fé og hefur undan-
farið fengið hvorki meira né minna en 180 þús. austur-
þýzk mörk eða um 2 millj. ísl. kr. á ári gegnum komm-
únistaflokkinn í Austur-Þýzkalandi.
Þessu hefur Þjóðviljinn ekki treyst sér til að mót-
mæla, enda hægt að leggja gögnin á borðið hvenær,
sem þess gerist þörf. Og það er líka sannað, að hve-
nær sem íslenzka kommúnista skortir fé til starfsemi
sinnar, þarf Einar Olgeirsson ekki annað en skrifa til
Austur-Þýzkalands, og peningarnir koma samstundis
og beiðnin berst þangað austur.
/ stjórn Framsóknar
Þessi staðreynd hefur nægt til þess, að ýmsir,
sem fylgdu kommúnistum, hafa nú snúið við þeim
baki. Þetta vita engir betur en kommúnistaforingj-
arnir sjálfir, o^ þess vegna var það, að þeir reyndu
sem víðast í kosningunum í vor, að ná samkomulagi
um framboðslista svokallaðra „vinstri manna“. Með
því ætluðu þeir að reyna að fela fylgistapið, og í góðri
samvinnu við forustumenn Framsóknarflokksins tókst
þeim það sums staðar.
Stuðningur Framsóknar við konpnúnista bæði í
kosningunum og á eftir er hin versta hentistefna og
ábyrgðarleysi, sem átt hefur sér stað í íslenzkum
fcstjómmálum fyrr og síðar.
V'lSIR
Marilyn Monroe og franski leikarinn Yves Montand.
MARIL YN REKIN
Marilyn Monroe, ein fræg-
asta og eftirsóttasta kvik-
myndaleikkona heims, hefur
verið rekin úr starfi. Þessi
djarfa ákvörðun Fox-kvik-
myndafélagsins hefur vakið
mikið umtal og vakið athygli
á einu mesta vandamáli kvik-
myndafélaganna, sem er viður-
eignin við duttlungafullar
stjömur, er hefur kostað félög-
in offjár.
Ástæðan fyrir þvi að Mari-
lyn var rekin var skróp og
skeytingarleysi. Það var kom-
inn tími til að taka f taumana,
því að þegar mál þetta er at-
hugað kemur það f ljós, að
framkoma hennar sem og fleiri
leikara hefur verið ósæmileg.
Hafa þeir þótzt mega hegða
sér eins og þeim sjálfum þókn-
aðist í skjóli frægðar sinnar og
ekkert tekið tillit til hundraða
annarra starfsmanna, sem eiga
að vinna með þeim, né heldur
hags kvikmyndafélaganna, sem
eiga þó mörg í fjárhagslegum
erfiðleikum.
★
Hinn frægi leikari Spencer
Tracy, sem nú er nýlega lát-
inn, sagði einu sinni: Leikari
er maður, sem getur lært utan-
bókar erfiðar og langar setn-
ingar.
En regla Spencers virðist ekki
giida lengur. Á síðustu tveimur
til þremur árum hafa kvik-
myndaleikarar orðið svo vold-
ugir og fyllzt slíku stór-
mennskubrjálæði, að þeir gera
allt annað en að læra hlut-
verk sfn.
Það getur verið að þeir hafi
reynslu og laun þeirra eru tal-
in f stjarnfræðilegum upphæð-
um, en samt hegða þeir sér
eins og lélegir amatörar.
Kvenleikararnir fara inn og
út hvenær sem þeim sýnist, eru
hvað eftir annað í veikinda-
fríum, skera setningar í hlut-
verkum sínum niður eins og
þejm sjálfum sýnist og heimta
laun sem gætu fyllt heila
banka.
Og karlleikararnir eru haldn
ir stórmennskuæði, þeir vilja
sjálfir stjórna leiknum, skrifa
kvikmyndahandritið fyrir sjálfa
sig og velja samleikarana.
★
Þetta hefur náð svo langt, að
Lollobrigida heimtar sjálf að
hafa úrslitavald um kvikmynda
Í.VWWAWWVWWW
handritin, Marlon Brando neit-
ar samstarfi við alla leikstjóra
nema sjálfan sig og Dean Mar-
tin stekkur burt úr kvikmynd
af því að hann neitar að leika
á móti nokkurri annarri leik-
konu en Marilyn Monroe.
Auðvitað hafa leikarar alltaf
verið kenjóttir. En í gamla
daga urðu þeir að hlíta viss-
^um reglum varðandi persónu-
Iega framkomu.
Greta Garbo var ákaflega
mislynd, — en kom það nokkru
sinni fyrir að hún mætti ekki
á sviðinu? Kom það nokkurn
tíma fyrir að Gary Cooper
stykki burt frá kálfkláraðri
kvikmynd? Var Grace Kelly
nokkurn tíma ótilbúin, óstund-
vís eða óviss á hlutverki sfnu?
Nei, slíkt kom aldrei fyrir,
enda hefðu þau þá fengið orð í
eyra.
★
Á gullöld kvikmyndanna var
kvikmyndaverunum stjórnað af
^ðurlegum stórmennum eins
og Louis Mayer og Darryl
Zanuck, sem voru oft harðir í
horn að taka og veittu fyrir-
tækjunum örugga forustu.
Þeir voru raunverulegir
stjórnendur 'og kunnu að méð-
höndla skapmikla leikara. Þeir
völdu sjálfir í hlutverkin, af-
hentu þeim handritin og þá var
hagnaður af kvikmyndunum.
Nú eru þessir föðurlegu
stjórnendur horfnir og leikar-
arnir hafa tekið við stjórnar-
taumunum. Þeir ákveða sjálfir
laun sín og taka sinn hluta af
ágóðanum ef hann er einhver,
en ekki af tapinu.
Þeir eyða svo löngum tfma
í að annast „viðskiptahliðina“,
að þeir hafa ekki tíma til að
leika.
★
Þegar Marilyn-hneykslið varð
sagði einn af stjórnendum kvöi
myndaversins: — Við höfum
látið sjúklingana á geðveikra-
spítalanum taka við stjórn hans
og þeir hafa lagt hann í rústir.
Sagan af uþptöku þessarar "•
kvikmyndar, „Something has
got to give“, er ófögur. “»
1 sjö vikna kvikmyndaupif- “I
töku kom Marilyn aðeins fimm
daga til starfa. Og jafnvel í *«
þau fáu skipti sem hún kom, %
kunni hún ekkert f hlutverki I*
sínu. *I
Nú er hætt við töku kvik- Ij
myndarinnar og hundruð starfs *•
manna kvikmyndafélagsins eru >[
atvinnulausir. *•
* í
Eða tökum kvikmyndina ■.
Kleopatra, sem Fox-félagið hef- I*
ur einnig unnið að. Kostnaður- \
inn við upptöku hennar nemur >|
nú 1 milljarð króna og það er *•
sagt að laun Elisabeth Taylor "I
nemi 70 milljónum króna. !*
Waltei Wanger, sem stjórnar
þessu fyrirtæki, segir, að þeir
hafi orðið að taka Elisabeth í *■
hlutverkið, því að það nægi ■!
ekki að fá fagran líkama í þetta !*
hlutverk, Kleopatra hafi fyrst “=
og fremst verið skörp og mennt «J
uð kona, sem fór með mikil J>
völd. En það er svo fátt um *!
góðar , leikkonur í hópi kvik- !j
myndadísa, að fáar aðrar en J.
Elisabeth komu til greina. >J
Þrátt fyrir það eru 70 mill- !■
jón króna laun brjálæðisleg “I
upphæð. Engin stjarna er svo
mikils virði. J.
Það sést bezt af reikningum
Fox-félagsins, að stjörnudýrk- 1“
unin er komin út í öfgar, j!
Félagið tapaði um milljarð «J
króna á síðasta ári. Og það J>
er kaldhæðnislegt, að sá rekst- «!
ur félagsins, sem gengur bezt, J*
er olfuvinnsla á landi þess í í
Hollywood, en olíulindir fund- «J
ust þar í jörðu fyrir nokkrum J«
árum. Nam hagnaðurinn af olíu >J
vinnslunni um 20 milljón krón- J*
um á s.l. ári. "I
★ •:
Nú þegar Monroe-kvikmynd- J.
in hefur verið lögð á hilluna «J
ríkir vonleysi og atvinnuleysi J*
í hinum tómu leikskálum Fox- j!
félagsins. Fyrir þremur árum «J
var verið að vinna þar sam- J«
tímis að töku sjö kvikmynda *J
og 2 þúsund manns störfuðu !"
við kvikmyndaverið. Nú eru J«
Ieiksviðin auð. Kadillak-bflun- «J
um hefur verið ekið á brott J»
af bílastæðunum og búnings- «J
herbergin eru tóm. I*
Framh. á 4. síðu. *!
i ii V i M ,11« n ■ i i i
'mW,
m*
W.WW