Vísir - 20.06.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 20.06.1962, Blaðsíða 8
8 VISIR Miðvikudagur 20. júní 1962. Otgefandi Blaðarkgaran VISIR Ritstjórar: Herstein: Pálsson Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri Axe) rhorsteinsson Fréttastjóri Þorsteinn 0 Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Askriftargjald er 45 krónur a mánuði. t lausasðlu 3 kr. eint. - Slm; 1166C (5 linur). Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.l. Kommúnistat á undonhaldi Það er auðséð á Þjóðviljanum þessa dagana, að þungar áhyggjur hvíla á forustumönnum íslenzka kommúnista. Úrslit bæjar- og sveitarstjórnarkosning- anna sýndu svo ekki verður um villzt, að mjög er tek- ið að halla undan fæti hjá Moskvu-flokknum og ýms- ir, sem áður hafa fylgt honum að málúm, eru nú bún- ir að átta sig á því, að hann berst hvorki fyrir íslenzk- um hagsmunum né þeim hugsjónum, sem vestrænar lýðræðisþjóðir hafa í heiðri. Kommúnistum hefur ótrúlega lengi tekizt að blekkja nokkurn hluta þjóðarinnar með því, að þeir væru að berjast fyrir hagsmunum verkafólks, og ann- arra láglaunastétta í þjóðfélaginu. En nú virðist sem skemmdarverk þeirra gegn viðreisnarstefnunni hafi opnað augu margra, sem áður trúðu áróðri þeirra, fyrir þeirri staðreynd, að þeir eru viljalaus verkfæri í höndum erlends valds, sem leynt og ljóst vinnur að því, að rífa niður þjóðskipulag lýðræðisins og hneppa sem flestar þjóðir heimsins í pá þrældómsfjötra, sem fólkið fyrir austan járntjaldið stynur undir og fær ekki losað sig úr um ófyrirsjáanlega framtíð. Það hefur lengi verið vitað ,að kommúnistaflokk- urinn á íslandi nyti fjárhagslegs stuðnings frá yfir- boðurum sínum í austurvegi. Þjóðviljinn hefur auð- vitað neitað þessu og kallað það „íhaldslygi" og öðr- um álíka nöfnum; en nú hefur verið sannað með óyggj- andi gögnum, að þessi svokallaði „íslenzki" sósíalista- flokkur er rekinn fyrir austrænt fé og hefur undan- farið fengið hvorki meira né minna en 180 þús. austur- þýzk mörk eða um 2 millj. ísl. kr. á ári gegnum komm- únistaflokkinn í Austur-Þýzkalándi. f Þessu heí'ur Þjóðviljinn ekki treyst sér til að mót- mæla, enda hægt að leggja gögnin á borðið hvenær, sem þess gerist þörf. Og það er líka sannað, að hve- nær sem íslenzka kommúnista skortir fé til starfsemi sinnar, þarf Einar Olgeirsson ekki annað en skrifa til Austur-Þýzkalands, og peningarnir koma samstundis og beiðnin berst þangað austur. / stjórn Framsóknar Þessi staðreynd hefur nægt til þess, að ýmsir, sem fylgdu kommúnistum, hafa nú snúið við þeim baki. Þetta vita engir betur en kommúnistaforingj- arnir sjálfir, oe þess vegna var það, að þeir reyndu sem víðast í kosningunum í vor, að ná samkomulagi um framboðslista svokallaðra „vinstri manna". Með því ætluðu þeir að reyna að fela fylgistapið, og í góðri samvinnu við forustumeiin Framsóknarflokksins tókst þeim það sums staðar. Stuðningur Framsóknar við kommúnista bæði í kosningunum og á eftir er hin versta hentistefna og ábyrgðarleysi, sem átt hefur sér stað í íslenzkum pstjórnmálum fyrr og síðar. Marilyn Monroe og franski leikarinn Yves Montand. ARIL YN Marilyn Monroe, ein fræg- asta og eftirsóttasta kvik- myndaleikkona heims, hefur verið rekin úr starfi. Þessi djarfa ákvörðun Fox-kvik- myndafélagsins hefur vakið mikið umtal og vakið athygli á einu mesta vandamáli kvik- myndafélaganna, sem er viður- eignin við duttlungafullar stjörnur, er hefur kostað félög- in ofi'jár. Ástæðan fyrir því að Mari- lyn var rekin var skróp og skeytingarleysi. Það var kom- inn tími til að taka f taumana, því að þegar mál þetta er at- hugað kemur það 1 ljós, að framkoma hennar sem og fleiri leikara hefur verið . ósæmileg. Hafa þeir þótzt mega hegða sér eins og þeim sjálfum þókn- aðist í skjóli frægðar sinnar og . ekkert tekið tillit til hundraða annarra starfsmanna, sem eiga að vinna með þeim, né heldur hags kvikmyndafélaganna, sem eiga þó mbrg í fjárhagslegum erfiðleikum. Hinn frægi leikari. Spencer Tracy, sem nú er nýlega lát- inn, sagði einu sinni: Leikari er maður, sem getur lært utan- bókar erfiðar og langar setn- ingar. En regla Spencers virðist ekki gilda lengur. Á síðustu tveimur til þremur árum hafa kvik- myndaleikarar orðið svo vold- ugir og fyllzt slíku stór- mennskubrjálæði, að þeir gera allt annað en að Iæra hlut- verk sín. Það getur verið að þeir hafi reynslu og laun þeirra eru tal- in í stjarnfræðilegum upphæð- um, en samt hegða þeir sér eins og lélegir amatörar. Kvenleikararnir fara inn og út hvenær sem þeim sýnist, eru hvað eftir annað í veikinda- frlum, skera setningar í hlut- verkum sinum niður eins og þejm sjálfum sýnist og heimta laun sem gætu fyllt heila banka. Og karlleikararnir eru haldn- ir stórmennskuæði, þeir vilja sjálfir stjórna leiknum, skrifa kvikmyndahandritið fyrir sjálfa sig og velja samleikarana. • Þetta hefur náð svo langt, að Lollobrigida heimtar sjálf að hafa urslitavald um kvikmynda handritin, Marlon Brando neit- ar samstarfi við alla leikstjóra nema sjálfan sig og Dean Mar- tin stekkur burt úr kvikmynd af því að hann neitar að leika á móti nokkurri annarri leik- konu en Marilyn Monroe. Auðvitað hafa leikarar alltaf verið kenjóttir. En f gamla daga urðu þeir að hlíta viss- ,um reglum varðandi persónu- lega framkomu. Greta Garbo var ákaflega mislynd, — en kom það nokkru sinni fyrir að hún mætti ekki á sviðinu? Kom það nokkurn tíma fyrir að Gary Cooper stykki burt frá kálfkláraðri kvikmynd? Var Grace Kelly nokkurn tíma ótilbúin, óstund- vls eða óviss á hlutverki sínu? Nei, slíkt kom aldrei fyrir, enda hefðu þau þá fengið orð í eyra. • Á gullðld kvikmyndanna var kvikmyndaverunum stjórnað af ffiðurlegum stórmennum eins og Louis Mayer og Darryl Zanuck, sem voru oft harðir í horn að taka og veittu fyrir- tækjunum örugga forustu. Þeir voru raunverulegir stjórnendur ög kunnu að méð- höndla skapmikla leikara. Þeir völdu sjálfir I hlutverkin, af- hentu þeim handritin og þá var hagnaður af kvikmyndunum. Nú eru þessir föðurlegu stjórnendur horfnir og leikar- arnir hafa tekið við stjórnar- taumunum. Þeir ákveða sjálfir laun sín og taka sinn hluta af ágóðanum ef hann er einhver, en ekki af tapinu. Þeir eyða svo löngum tlma I að annast „viðskiptahliðina", að þeir hafa ekki tíma til að leika. Þegar Marilyn-hneykslið varð sagði einn af stjórnendum kvik myndaversins: — Við höfum látið sjúkliagana á geðveikra- spítalanum taka við stjórn hans og þeir hafa lagt hann í rústir. Sagan af upptöku þessarar kvikmyndar, „Something has got to give", er ófögur. 1 sjö vikna kvikmyndaupp*- töku kom Marilyn aðeins fimm daga til starfa. Og jafnvel í þau fáu skipti sem hún kom, kunni hún ekkert I hlutverki sínu. Nú er hætt við töku . kvik- myndarinnar og hundruð starf s manna kvikmyndafélagsins eru atvinnulausir. • Eða tökum kvikmyndina Kleopatra, sem Fox-félagið hef- ur einnig unnið að. Kostnaður- inn við upptöku henhar nemur nú 1 milljarð króna og það er sagt að laun Elisabeth Taylor nemi 70 milljónum króna. Walter Wanger, sem stjórnar þessu fyrirtæki, segir, að þeir hafi orðið að taka Elisabeth I hiutverkið, því að það nægi ekki að fá fagran líkama I þetta hlutverk, Kleopatra hafi fyrst og fremst verið skörp og mennt uð kona, sem fór með mikil völd. En það er svo fátt ,um góðar,. leikkonur I hópi kvik- myndadísa, að fáar aðrar en Elisabeth komu til greina. Þrátt fyrir það eru 70 mill- jðn krcna laun brjálæ&isleg upphæð. Engin stjarna er svo mikils virði. Það sést bezt af reikningum Fox-félagsins, að stjörnudýrk- unin er komin út í öfgar, Félagið tapaði um milljarð króna á síðasta ári. Og það er kaldhæðnislegt, að sá rekst- ur félagsins, sem gengur bezt, er olíuvinnsla á landi þess I Hollywood, en oh'ulindir fund- ust þar I jörðu fyrir nokkrum árum. Nam hagnaðurinn af olíu vinnslunni um 20 milljón krón- um á s.l. ári. • Nú þegar Monroe-kvikmynd- in hefur verið lögð á hilluna ríkir vonleysi og atvinnuleysi I hinum tómu leikskálum Fox- félagsins. Fyrir þremur árum var verið að vinna þar sam- tímis að töku sjö kvikmynda og 2 þúsund manns störfuðu við kvikmyndaverið. Nú eru leiksviðin auð. Kadillak-bllun- um hefur verið ekið á brott af bílastæðunum og búnings- herbergin eru tóm. Framh. á 4. síðu. W.V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.