Vísir


Vísir - 12.07.1962, Qupperneq 3

Vísir - 12.07.1962, Qupperneq 3
Fimmtudagurínn 12. júlí 1962. V'lSIR 3 X - . . MYNDSJÁ Hér mætast þeir höfuðkapparnir Hektor vinstra megin og Akilles hægra megin. Bardagi þeirra er mjög frægur af frá- sögninni í Ilions-kviðu, sem Sveinbjörn Egilsson þýddi. Þar segir: Akkilles hljóp eftir vellinum, blikandi sem stjamat sú sem upp rennur á frumhausti. Svo iýsti af eirmálminum á brjósti hans. Nú kom AkkiIIes að Hektor, hann var líkur víga- guðnum. Fall Hektors Kvikmyndafélögin stóru hafa gert of mikið af þvf að undan- förnu að taka kvikmyndir eftir atburðum úr Biblíunni. Hafa það verið skrautlegar og mikl- ar kvikmyndir, þar sem hvcrgi er til sparað við að setja á svið stórkostleg fjöldaatriði, þar sem þúsundir leikara birt- ast í bardögum og fjöldasam- komum. Nú eru kvikmyndafélögin lar in að ieita út fyrir Biblíuna um efni i þcssar stórmyndir. Hefur þá orðið einna fyrst fyrir að taka til meðferðar hinar fornu grisku goðsagnir í Hómerskviö ltalskt kvikmyndafélag vinui nú að því að gera stórmynd um Trójustríðið og birtir Myndsjá Vísis í dag nokkrar myndir er sýna það atriði í kvikmyndinni, sem er bápúnktur hennar, bar- dagann milli Hektors foringja Trójumanna og Akillesar hins fræga gríska kappa. Hektor er lcikinn af franska Ieikaranum Jacques Bergerac og Akilles a! Bandarikjamanninum Gordon Mitchell. Akkilles hefur klætt sig úr brynju sinni til þess að vera léttari í bardaganum gegn Hektori. Hér leggur hann Hektor til bana. Vopnin sem notuð eru í kvikmyndinni eru að sjálfsögðu úr gúmmí. Loks ekur Akkilles sigri hrósandi á brott og lék hann hinn ágæta Hektor svívirðilega eins og segir f Ilíons-kviðu. — Hann keyrði hestana til hlaups og flugu þeir viljugir af stað, varð af rykmökkur, er Iíkið dróst, en hið blásvarta hár flaksaðist alla vega og allt höfuðið sem áður var svo fagurt lá nú í moldinni.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.