Vísir - 12.07.1962, Blaðsíða 7
Fimmtudagurinn 12. júií 1962.
VISIR
216 ölvaðir ökumenn
!«WWíV>M»M>W»MvM*MwM^yyM^yWMMUyW»W»»M»»AA^
verið teknir frá þvi um úromöt
Næstum daglega sjá-
um við skýrt frá því í
dagblöðum bæjarins að
einn eða fleiri ölvaðir
ökumenn hafi verið tekn
ir undir stýri, eða við
lesum fréttir um stór
slys sem enda á þessa
leið: Ökumaður var ölv-
aður eða grunur leikur á
að ökumaður hafi verið
ölvaður.
Því neita fáir að einn
mesti vágesturinn í um-
ferðinni séu ölvaðir öku-
þórar, sem flestir hverjir
svífast einskis og þekkja
ekki tillitssemi í garð
annarra vegfarenda.
Klukkan er um hálf níu, þeg-
ar við leggjum af stað frá Skáta-
heimilinu við Snorrabraut I eftir
litsferð með þeim Sigurði
Ágústssyni og Bimi H. Jónssyni.
Ferðinni er fyrst heitið suður
fyrir Hafnarfjörð. Þegar þang-
að kemur er bifreiðinni lagt út
í vegabrúnina og fylgzt með um
ferðinni, sem var annars mjög
lítil. Talið berst fljótlega að
umferðarlögunum. Við spyrjum
Sigurð fyrst hvað umferðalög-
in segi um ölvun við akstur.
— Það er þá víst bezt að
byrja á byrjuninni, svarar hann.
í kafla þeim í umferðarlögunum,
sem fjallar um ökumenn segir
skýlaust að,
ökumaður skuli vera líkam-
Iega og andlega fær um að
stjórna ökutæki því, sem
hann fer með. Læknar gefa
vottorð um að svo sé, og er
það látið fylgja umsókn um
ökumannspróf.
En það nægir ekki eitt að
hið andlega heilbrigði sé til stað
ar og læknir geti vottað það.
Læknir getur ekki séð á stund-
að ég sé fullur?4
Ein af þeim æfingum, sem ölvaður ökumaður er látin gera til að athuga jafnvægið.
slikri þreytu eða sljóleika að
hann geti ekki stjórnað ökutæk-
inu á öruggan hátt.
Ef leigubílstjóri ekur bifreið
sinni í slíku ástandi, á hann á
hættu þunga refsingu.
Sigurður stöðvar bíl og spyr um ökuskírteini. Ljóm. Vísir B.G.
lnni, þegar viðkomandi er undir
rannsókn, hvort hið andlega at-
gervi sé fullnægjandi hvað sið-
gæði snertir og heilbrigða skyn-
semi áhrærir. Þá eru í umferðar-
lögum talað um siðgæðisvenjur
sem engin ökumaður má brjóta
að viðlagðri refsingu. í kafla
um ökumenn segir enn fremur:
Enginn má aka eða reyna að
aka ökutæki, ef hann vegna veik
inda, ofreynslu, svefnleysis, und
anfarandi neyzlu áfengis, æs-
andi eða deyfandi lyfja eða ann-
arra slíkra orsaka er haldin
— En segðu mér Sigurður,
hvað má maður drekka af áfengi
án þess að brjóta lög?
— Alls ekkert. Við rannsókn
á alkóhólinnihaldi í bióði öku-
manna, er farið eftir tveimur
mörkum. Ef í blóðinu finnst 0,50
pr. mill. til 1,20 pr. mill. af vín-
anda, er talið að hann hafi ekki
getað stjórnað ökutæki sínu ör-
ugglega, Hitt markið er yfir 1,20
pr. mill. og telst hann þá hafa
vérið óhæfur til að stjórna öku-
tæki.
— Á þá að skilja þessa laga-
setningu þannig, að þessi mis-
munandi takmörk gefi mönnum
mismunandi milda heimild til
aksturs?
— Nei, þau eru aðallega not-
uð við ákvörðun refsingar, þ. e.
a. s. hversu þung refsing skuli
vera.
— Heldurðu Sigurður að ég
mætti t.d. taka einn sjúss?
— Nei, blessaður vertu, ef þú
drekkur eina bjórflösku og mag
inn er tómur, þá kemur það
fram, ef þú ert látinn blása í
belginn stuttu seinna. Því er
einnig haldið fram af læknum,
þeim er þekkja vel til þessara
hluta, að fyrstu áhrif vínandans
séu þau hættulegustu. Þegar svo
þreyta og vanlíðan, eða t.d. ó-
sætti við samferðarfélaga, á sér
stað við akstur getur ekki vel
farið.
— En hvernig tekur fólk því,
þegar þið eruð einatt að stöðva
það við akstur?
— Yfirleitt mjög vel. Það veit
vel um heimild oklcar til að
stöðva bifreiðina og athuga á-
stand ökumanna og réttindi. Við
reynum að tefja fólk sem
minnst. Og oftast eru það öku-
menn, sem eitthvað er athuga-
vert við í akstri eða ökutæki
þeirra, sem fyrtast við okkur.
Það fer oftast saman kæruleysi
og ókurteisi.
Er við höfðum verið á sveimi
fyrir ofan Hafnarfjörð ákváðum
við að breyta um stað og halda
upp fyrir' Elliðaár og fylgjast
með umferðinni þar. Þegar þang
að kemur er haldið inn Suður-
landsveg og nokkrir bílar stöðv-
aðir og ökumenn spurðir um
ökuskírteini. Næst er ekið Hafra
vatnshring og komiið niður á
Vesturlandsveg. Þar er bifreiðin
stöðvuð og innan skamms fer
umferðin um veginn að aukast,
því dansleik er að ljúka að Hlé-
garði. Sigurður og Björn stöðva
flestar bifreiðir og spyrja öku-
menn um skírteini og suma um
skoðunarvottorð.
í flestum bifreiðunum eru
glaðir og kátfir unglingar. Ekki
er hægt að segja að mikið hafi
borið á ölvun í bílunum. Voru
þeir kurteisir £ svörum og tóku
lögreglumönnunum vel.
Klukkan er að ganga fjögur og
lögreglubíllinn stendur fyrir of-
an Elliðaárbrekkur. Umferðin er
örlítil. Allt í einu sjáum við
hvar vörubíll kemur akandi nið-
ur Suðurlandsveg og Sigurður
segir: Þessi virðist eiga allan
veginn, mig grunar að það sé
eitthvað brogað við þennan. Þú
ættir að fara út Björn og spjalla
við hann.
Bíllinn nálgast. Björn fer út
á veg og gefur ökumanninum,
sem virðist vera einn í bílnum,
merki um að nema staðar, en
skyndilega eykur hann ferðina
og ekur fram hjá Birni, sem
hleypur þegar inn í lögreglubíl-
inn. Það er þegar haldið á eftir
vörubílnum með sírenuna væl-
andi. Innan stundar er lög-
reglubíllinn búinn að draga
vörubílinn uppi og ekur með-
fram hliðinni á honum. Sigurð-
ur gefur bílstjóranum merki um
að stanza með því að rétta út
handlegginn, en bílstjórinn virð
ist ekki á þeim buxunum. Þess
í stað eykur hann ferðina og
snarbeygir í veg fyrir okkur og
heldur inn Langholtsveg og það
ískrar og syngur í öllu. Nú er
lögreglubíllinn aftur kominn
upp að vörubílnum og ekur
fram fyrir og beygir lítið eitt
fyrir hann. Þá virðist ökuþór-
inn búinn að fá nóg og stöðv-
ar bílinn. — Björn og Sigurður
snarast út og við á eftir til að
Framh. á bls. 13.
t