Vísir - 12.07.1962, Síða 13

Vísir - 12.07.1962, Síða 13
Fimmtudagurinn 12. júlí 1962. V ' S 'R 13 Umferðin Framh. at 7. síðu. forvitnast. Sigurður opnar hurð ina og heilsar ökumanninum, sem er á að gizka á milli fer- tugs og fimmtugs, með gler- augu, klæddur gamaldags, tví- hnepptum dökkum jakkafötum. — Hvað er nú að gerast. hvað viijið þið? — Af hverju stöðvar þú ekki bílinn, þegar þér er gefið merki, spyr Sigurður. — Ég hélt að þið ættuð ekk- ert vantalað við mig. — Má ég sjá ökuskírteinið þitt? Maðurinn opnar geymsluhóif í mælaborðinu og segist svo hafa gleymt því heima. — Vissulega átt þú að hafa ökuskírteinið með. Segðu mér annars, hvað er langt síðan þú smakkaðir vín síðast? — Heldurðu virkilega, að ég sé fullur? Þar skjátlast þér. — Átt þú þennan bíl? — Já. Já, ég á þennan bíl. — Hvaðan ertu að koma? — Frá Selfossi, svarar mað- urinn og er nú auðsjáanlega orðinn rólegri. — Mikil umferð á veginum? spyr Sigurður um leið og hann Iaumar hendinni eftir svisslykl- inum. — Nei, ekki mjög mikil. — Drakkstu koníak? spyr Sigurður snögglega. — Nei, brennivín, svarar maðurinn og grípur svo um munninn. þegar hann áttar sig á því, hvað hann hefur sagt. — Jæja, þá skulum við koma yfir í bílinn til mín. Hann sér nú ekki aðrar leiðir færar og hlýðir þegar. Þegar búið er að leggja bif- reiðinni út i vegabrúnina cfg læsa henni, er haldið með öku- manninn til bækistöðva umferð arlögreglunnar í Skátaheimil- inu. Þegar þangað kemur er hann látinn blása í belg tif ao mæla vínandann í blóðinu. Framan við belginn er hylki, sem hefur inni að halda efnis- blöndu, sem skiptir um iit ef áfengi er í andardrættinum. — Einnig er hann látinn gera ýms- ar jafnvægisæfingar, svo sem ganga eftir beinni línu og beygja sig eftir hlut. Þegar þessu er lokið er tekin af honum svokölluð varðst.jóra- skýrsla og þá kemur öll sagan Ég átti erindi við kunningja minn, sem býr á Selfossi og fór þangað um fimm-leytið i dag Hann bauð mér að borða hjá sér og þegar við vorum setztir inn í stofu hjá honum eftir matinn kom hann með brenni- vínsflösku, setti hjá mér glas og bauð mér. í fyrstu datt mér í hug að segja nei takk, af því að ég var á bílnum. Svo fannst mér, að ég mundi aæra hann og þáði því eitt glas, sem mér fannst * vera saklaust. Svo glejrmdi ég þvi að ég var á btlnum og þáði meira. Þegar mér fannst tími til kominn að fara af stað og kveðja þótti mér það vera allt í lagi fyrlr mig að keyra. Mér virtist ég ekkert vera búinn ' að smakka að ráði. Þessi ökumaður hlýtur minnst eins árs ökuleyfismissi og háa fjársekt. Þetta dæmi getur ver- ið öðrum ökumönnum viðvör un. Minnstu þess, að þegar þú ferð í „cocktail-party“, heim t.il kunningja þtns eða í samkvæmi og ert á btlnum, að ölvaður ökumaður skapar ekki einungis sjálfum sér mikla hættu heldur öilum öðrum vegfarendum, sem á vegi hans kunna að verða Tilhugalif — Framh. af bls. 9 — Nei, mjög lítið, vegna þess, hve tíðarfarið hefir verið slæmt, en nú er það vonandi að breyt- as( til befra. Við fórum til Þing- vaila, þvt að sjálfsagt er að fará þangað, þegar til íslands' er kom Ferðafólk Snæfellsnesi Hótel Fell Grundarfirði býður upp á alls kon- ar veitingar og gistingu. Lítið inn á leið ykk- ar um Snæfellsnes. Unnur Jónsdóttir. ið. Mér finnst sá staður hafa þau áhrif á mig, sem ég finn hvergi annars staðar, og ég á erfitt um að lýsa. Svo fórum við líka hringferð um Árnes- sýslu, og það var mjög skemmti legt. I báðum þessum ferðurn vorum við sérlega heppnar með veðrið. — Er dóttir yðar ekki með í ferðinni? — Nei. Því miður gat hún ekki komið með, þótt hana lang- aði mikið til þess. Hún gat ekki fengið sumarleyfi sitt á þessum tíma. Hún vinnur á skrifstofu í Kaupmannahöfn. — Skrifstofu segið þér. Ætl- ar hún ekki að feta í yðar spor og verða söngkona? — Nei, söngkona ætlar hún ekki að verða. En hún syng- ur nú samt og lærir söng og hefir áhuga á góðri tónlist yfir- leitt. — Kennið þér henni ekki sjálf að syngja? — Nei. Það er ekki heppilegt að kenna sfnum eigin börnum, að mínu áliti. En auðvitað að- stoða ég hana eins og ég get. Heiðruð — Yður hlotnaðist sá heiður að vera sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar á árinu sem leið? — Já, og það þótti mér ákaf- lega vænt um. Það er alltaf mik- ils virði að finna, að verk manns séu virt, því að ég hef lagt mig mjög fram um að kynna ís- lenzka tónlist, alls staðar þar sem ég hef sungið, á tónleikum, í útvarpi og á hljómplötuin. T.d. var ég sú fyrsta, sem söng ís- lenzk lög í finnska útvarpið, og þau vöktu mikla athygli hlust- enda. — Nú þakka ég yður samtal- ið, frú Elsa, og óska ykkur mæðgum góðrar ferðar. — Þökk fyrir. ¥Sðt«l desgslns - Framh at 4. síðu. nota á í Sandgerði og Garðin- um. Hvort þeirra er 12,5 metr- ar á kant. Ég hef aldrei feng- izt við þetta áður, en ég er alltaf til í eitthvað nýtt. Ég er þeirrar skoðunar, að lækka megi verð keranna mjög veru- lega, ef þau eru framleidd á einum stað. Núna eru þau byggð um allt land við mis- munandi aðstæður. Það er aug- Ijóst að fyrirtæki, sem miðar sig við slíka framleiðslu, getur selt miklu ódýrar, en þegar byggt er hér og þar við óhent- ugar aðstæður. Ekki er ég þó viss um að ég sé maðurinn. sem fer út í þetta í stórum stíl. Afgreiðslustúlka Stúlka eða kona, 25—40 ára, vön afgreiðslu- störfum óskast nú þegar. Tilboð merkt „Fram- tíðarvinna 2162“ sendist afgreiðslu Vísis strax. Hamráð trétex - harðtex Nýkomið TRÉTEX 1/2” - hamrað 4x og 4x9 HARÐTEX 1/8” LUDVIG STORR & £0. Símar 1-33-33 og 1-16-20 Bergen — Fjöll og firðir Noregs — Osló — Stokkhólmur — „Feneyjar Norðurlanda“ og heila viku í „Borg- inni við sundið“, Kaupmannahöfn. Kvöldmatur á ýmsum skemmtistöðum í Kaupmannahöfn innifalið í verði ferðarinnar. Flogið allar Iang- leiðir. SKEMMTILEG FERÐ — FRJÁLS TILHÖGUN. 21 dagur, kr. 15.000,00. Fararstjóri: Ingólfur Kristjánsson ritstjóri. FERÐASKRIFSTOFAN Bankastræti 7. — Sími 16400. ------1---------- SUIMIMA HEIMDALLARFFRÐ í VIÐEY nsestkomandiL inugordag Brottför frá Loftsbryggju, kl. 2, stund- víslega. Farið verður rneð bátum ferða- skrifstofunnar „Lönd og leiðir“, þ. e. NÓA og JÓNI GEIRSSYNI. Áætlað er að ferðinni Ijúki kl. 5,30 — 6 e. h. ATH.: að innan við 100 MIÐAR verða seldir. Lðiisöfiumaðiir veriur með í ferðisisii HEIMDELLINGAR, eldri sem yngri, hcr gtfst gullið tækifæri til að skoða sögueyjuna. FARMIÐAR verða seldir á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins við Austurvöll milli kl. 9 og 5 daglcga og á skrifstofu Heimdallar 1 Valhöli milli kl. 9 og 7. Upplýsingar í símum: 17100 og 18192. Verð farmiða kr. 75,00 (Matur innifalinn). STJÓRN HEIMDALLAR, F. U. S. I.m.'P ,'í i ! t ! II

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.