Vísir - 21.07.1962, Page 8

Vísir - 21.07.1962, Page 8
8 Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 1'.'8. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. í lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Löng líkræða Aldrei ætlar Tíminn að þreytast á lofsöngnum um afrek vinstri stjórnarinnar. Væru öll hólskrif blaðsins um þessa skammlífu stjórn komin saman í eitt, yrði það löng líkræða með mörgum endurtekningum. Má helzt ráða það af sumum þessum skrifum, að vinstri stjórnin hafi lagt svo traustan grundvöll að almennri velsæld á íslandi um alla framtíð, að jafnvel núver- andi ríkisstjórn geti ekki eyðilagt hann! Fyrir skömmu hirtist í Tímanum forystugrein, sem bar fyrirsögnina: „Góður viðskilnaður“. Var þar farið mörgum fögrum orðum um efnahagsástandið undir árslokin 1958, m. a. sagt, að gjaldeyrisstaða bankanna hafi verið hagstæð, afkoma ríkissjóðs „sjald- an betri“, rekstrarskilyrði landbúnaðar og sjávarút- vegs með miklum ágætúm, kaupmáttur launa mikill og lánstraust þjóðarinnar erlendis öruggt. S.I. þriðjudag heldur blaðið enn áfram eftirmæl- um sínum um vinstri stjórnina og segir m. a., að hin mikla uppbygging atvinnuveganna, sem átt hafi sér stað á árunum 1947—58, „hafi tryggt stóraukna fram- leiðslu á mörgum sviðum“. Ekki sat nú vinstri stjórn- in allan þann tíma, ef vér munum rétt! Þá er talað um „batnandi afkomu útgerðarinnar í tíð vinstri stjórnarinnar“, sem enn á að ráða úrslitum, og sfð- ast en ekki sízt góða síldveiði á s.I. vetri og „batn- andi verð á útflutningsvörum síðustu mánuðina“, sem líka mun vera vinstri stjórninni að þakka! Líklega verður flestum, sem Iesa þessi lofskrif Tímans um vinstri stjórnina, á að spyrja sömu spurn- ingarinnar: Hvers vegna sat ekki þessa ágæta stjórn nema 2lA ár? Hvaða ástæða var til að slíta þessu sam- starfi á miðju kjörtímabili, ef allt hefur verið með þeim ágætum, sem Tíminn vill vera láta? Staðreyndirnar Það mundi áreiðanlega vera einsdæmi í heimin- um, að ríkisstjqrn, sem svo vel hefði reynzt þjóð sinni, færi að segja af sér á miðju kjörtímabili. Og það er ekki heldur vitað, að Hermann Jónasson hafi nokkru sinni setið sem forsætisráðherra skemur en sætt var! Hver var þá ástæðan? Hún var fyrst og fremst sú, að grundvöllur stjórnarsamstarfsins var frá upp- hufi ótraustur. Forsætisráðherrann keypti vegsemd- ina of dýru verði. Kommúnistar höfðu öll hans ráð í hendi sér. Afleiðingin varð því sú, að það voru raun- verulega þeir, sem stjórnuðu landipu. Þess vegna hlaut allt að enda með skelfingu, og endalokin urðu þau, að óðaverðbólga var að skella yfir, kaupmáttur launa þvarr, atvinnuvegirnir voru að stöðvast og lánstraust erlendis var glatað. Þetta eru staðreyndirnar — og þess vegna ætti Tíminn fyrir löngu að vera búinn að slá botn í lík- ræðuna. VISIR Laugardagur 21. júlí 1962. FAGRA sumarnótt fyr- ir nærri 170 árum stóð tjald á bala hjá tóftum eyðibýlisins Kviskerja í Öræfum.Það er logn og kyrrð yfir öllu. Sólin er að baki jökulbungunni í norðaustri, en himinn- inn er bjartur og tær. AHt í einu heyrist Tj’yrir þessum litla hópi gekk Sveinn Pálsson, sem hafði lokið prófi í náttúrufræði úti i Kaupmannahöfn þremur árum áður. För þeirra var stefnt á Öræfajökul, þangað sem eng- inn maður hafði áður komizt. Sveinn Pálsson var í mörgu brautryðjandi, einnig í því að hann vann það afrek fyrstur manna að ganga á hinn mikla fjallkonung, Öræfajökul. Hér eins og í margri annarri rannsóknarför gerði hann ým- ist mistök eða komst með íhug- mannamál og hreyfing inni í tjaldinu, tjaldskör in er reimuð í sundur og þrír menn stíga út hver á eftir öðrum. Þeir eru ekki klæddir i ný- móðins nælonblússur sem nú tíðkast á ferðalögum, heldui eru öll föt þeirra úr ull, buxur úr grófu vaðmáli, ullarpeysur, húfur og vetlingar. Á fótum hafa þeir sterklega, máða skinn skó með legghlífum sem þeir reira upp kálfana. un að merkilegri niðurstöðu, fann nýtt grundvallarlögmál í eðlis- og náttúrufræði. Hann hlaut að vera barn síns tíma í því að vísindin voru þá skammt á veg komin og tækin ófullkomin. Margar þeirra kenn inga og reglna sem þá voru tald ar réttar hafa ekki staðizt síð- ari tíma prófun. En í hinum mikiu ritum hans úir og grúir af ýmiss konar skarplegum at- hugunum, enda hafði enginn maður fslenzkur fyrir hans daga verið jafn fróður um náttúru landsins. Þeir eru klæddir heldur kulda lega í fyrri hluta ágúst að vera. Því að í dag verður sól og steikjandi hiti á Kvískerjum. Þeir setjast niður um stund, taka upp hnífa og fá sér harð- fisk, rúgköku og ostbita. Síðan leggjast þeir niður á lækjar- bakka og sötra tært vatnið. — Jæja, þá höldum við af stað, segir einn þeirra, sem er forystumaður hinna og við i- myndum okkur að hann hafi verið þeirra myndarlegastur. Sonur hans hefur lýst honum þannig: „Hann var fríður sýnum, meðalmaður, gildur á velli, þykkvaxinn, karlmannlegur, vöðvamikill og höfðinglegur." T/' lukkan er að-verða sex, þeg- ar þeir leggja af stað. Mað urinn sem fyrir þeim er reimar tjaldið aftur og festir á það miða. — Þetta er tilkynning um ferðalag okkar, ef við skyldum aldrei snúa aftur, segir hann. Síðan taka þeir poka sína og mali, binda þá á axlirnar og stefna til fjalls. I pokunum eru margs konar undarlegáhöid loftvog, hitamælir, áttaviti, lítill hamar. Þeir hafa með sér jökle broddstafi og kaðalhönk. Þegai þeir koma upp á fyrsta hallann blasir við þeim stórfengleg sýn Rétt í því rís sólin upp yfii hina miklu bungu Vatnajökuls í norðaustri og hinn voldugi Öræfajökull mætir augum þeirra, roðaður eins og í eldi. Öræfajökulsferðinni gerði Sveinn Pálsson þá skyssu, að honum mældist Öræfajökull, hæsta fjall landsins, vera tals- vert lægri en Snæfell. Hélzt sú skoðun slðan Iengi þar til seinni tfma mælingar leiddu í ljós, að Snæfell er nær 300 metriun lægra. Þeir félagar komu kl. 8,45 að jökulbrúninni og hvíldu sig þar á dálitlum hól. Og Sveinn segir í ferðabók sinni: — Við rætur hólsins uxu plöntur af hinu fagra Ranunculus nivalis, jökla- sóley, og höfðu sumar þegar fellt blómin. Á hinum nýút- sprungnu voru krónublöðin snjóhvít en á hinum eldri voru þau safrangul og loks rauð. Hef ég ekki áður rekizt á hana ti) fjalla sunnan lands. k fram skulum við heyra lýs- ingu Sveins á jöklagöng- unni: „Við lögðum svo á jökulinn allir þrír, eftir að við höfðum bundið okkur i vaðinn með tveggja faðma millibili til bess að geta hjálpað hver öðrum, ef einhver skyldi falla ofan í sprungu. En við höfðum vart gengið fjörutíu skref, er við heyrðum skammt fyrir vestan okkur hinn ferlegasta skruggugný, og var svo að heyra sem hann æddi eftir endilöngum jöklinum frá suðri til norðurs og varði þetta í meira en mínútu. Við fundum greinilega, hvernig is- inn nötraði undir fótum okkar, svo að félögum mínum var næst skapi að snúa við, en hin með- fædda löngun mín til að ganga upp á hájökla þessa brýndi mig til þess að láta ekkert aftra mér frá því að ná settu marki, ínn þótt för okkar heftist örlitla stund við reiðarslag þetta.“ /\g áfram komst hann upp á tindinn og þegar hann er að lýsa hinu dásamlega útsýni, Sveinn Pálsson náttúrufræðingur. 200 ár liðin frá fæðingu hins

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.