Vísir - 23.07.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 23.07.1962, Blaðsíða 2
VISIR Mánudagur 23. júlí 1962. r& .■&XTPT" b.' il Ir-1 ÍTJ mSL I. deild: Isfírðingar fallnir en Fram heldur forystunni með 4 félög á hælunum Tveir leikir fóru fram í 1. deild um helgina, annar á Akranesi, en hinn á Isafirði. Sigur Akureyringa gerir út um tilveru ísafjarðar seml. deildarliðs, en þeir munu leika fílefldir í 2. deild að sumri að því er Friðrik Bjamason sagði okkur í gærkvöldi. Hinn leikurinn, sigur IA yfir KR, gerir það að verkum, að Fram heldur áfram að hafa forystu í deildinni, en KR, lA, ÍBA og Valur eru með 8 stig, en Akranes með fæstu leikina. í GÆR fór fram merkur leikur íslandsmótinu, sem hefur mikið að segja fyrir gang mótsins og minnk ar vonir ísladsmeistaranna í fyrra, KR, að miklum mun. Akurnesing- ar unnu þarna sigur með 2:1, sem er ekki sanngjarnt. Jafntefli, 2:2, hefði verið mun réttlátara eftir 2 stangarskot og síendurtekin tæki- færi síðustu 30 mínúturnar. Fyrstu 15 mínútur leiksins skap- aðist ekkert færi, en þá komst Ingvar einn inn fyrir og lék á Heimi og skaut í tómt markið, en viti menn, þar var Hörður Felixs- son fyrir og bjargar í horn. Á 19. mín. kom svo fyrsta mark ið. Það var Þórður Jónsson sem skoraði úr vítateigshorninu milli illa staðsettra KR-inga. Skot Þórð- ar var fast og öruggt, kom í hægra hornið, en Heimir kastaði sér það vistra. Var markinu fagnað ákaf- lega af hinum fjölmörgu áhorfend- um, sem voru mestmegnis Akur- nesingar, en einnig nokkuð af Reykvíkingum, sem lögðu lykkju á leið sina, á leið til Rvíkur eftir helgarfrlið, sem margir tóku út í Borgarfirðinum eða norðanlands. Liðsmenn tóku markinu og vel og Helgi Daníelsson heyrðist syngja hástöfum hið kunna ,,Volare“. Þórður átti síðar eftir að ógna. Hann lék á Heimi, skaut á markið en Hörður gat hreinsað en beint í bakið á Garðari og þaðan hrökk boltinn í ho’rn mjög nærri mark- inu. KR átti eitt tækifæri þegar Gunn ar Guðmannsson skaut af mark- teig og utan á hliðarnet. Illa farið með gott færi. Síðari hálfleikur var líkur fyrri hálfleiknum að því leyti að nú var sótt að sama markinu og áður, eða nyrðra markinu, því nú voru það KR-ingar sem sóttu í stað Skaga- manna áður. Helgi var nær búinn að fá sjálfs- mark eftir skallbolta frá samherja. En á 9. mín. kom mark, sem á- horfendur vildu kalla „mark árs- ins“ enda geysifallegt. Þórður Jóns son var enn á ferðinni og gaf fyr- ir markið til Ingvars í góðri stöðu og ekki nóg með það heldur skall- aði hann geysifallega með því að kasta sér láréttum eftir boltanum og „negla" til hliðar við Heimi markvörð, sem ekki vissi hvaðan á sig stóð veðrið. Var markinu jafn vel enn betur fagnað en hinu fyrra enda mikið í húfi. Mörk og stig / deildunum Markhæstir i I. deild: Steingr. Björnsson ÍBA 8mörk Þórður Jónsson Akranesi 6 — Gunnar Felixson KR 6 — Ingvar Elísson Akranesi 5 — Ellert Schram KR 4 — Grétar Sigurðsson Fram 4 — Guðmundur Óskarss. Fram 4 — Skúli Ágústsson ÍBA 4 — Matthías Hjartarson Vai 3 —■ Staðan í I. deild: Hafnarfj. Víkingur 14—24 8—39 Fóru Akurnesingar nú flestir í vörn og reyndu að tefja fyrir KR, sem reyndar tókst, en pressa á mark ÍA hélzt til leiksloka, með einstaka uppbroti ,sem sjaldan skapaði hættu. KR-markið kom á 20. mín. Gunn ar Felixsson hljóp þreytta vörn Akraness af sér og renndi undir Helga markvörð, 2:1. Á 32., 33. mín. komu tvö skot í stangir og Þórður Jóns komst inn fyrir KR vörnina en skaut f andlit Heimis. Rétt fyrir leikslok skoraði Hörður Felixsson (miðvörður KR!) úr geysimikilii þvögu á markteig Akraness (þvílík pressa), en hið kostulega við það var að miðvörð- urinn var dæmdur rangstæður, sem sumum þótti nokkuð vafasamur dómur hjá Val Benediktssyni, sem dæmdi þennan leik. Ríkharður var heili Akraness- liðsins, en var ,,búinn“ í s ðari hálf leik, enda hefur hann leikið mikið að undanförnu. Sveinn Teitsson lék nú aftur með liðinu og Gunnar Gunnarsson einnig, Báðir eru geysi mikill styrkur fyrir liðið. Þórður Jónsson og Þórður Árnason voru samt sem áður beztu menn liðsins og Ingvar átti mikil hlaup en gerði lítil kaup, að hinu bráðsnjalla marki undanskildu. Garðar og Hörður voru beztir KR-inga. Ellert lék vel og Jón Sig- urðsson, einn nýju mannanna f KR sýndi oft skemmtileg tilþrif, en ein leikur einum um of. Nafnarnir Gunnar Guðmannsson og Felixs- son sáust vart f framlínu KR. Sveinn Jónsson átti ágætan sfðari hálfleik. Einvfgi milli Ríkharðs og Ellerts Schram. Ellert lék sinn 100. leik. Á ísafirði kepptu f gærdag í 1. skömmu síðar við og 3:0 stuttu deildinni ísafjörður og Akureyri. Var leikurinn allan tímann yfir- burðaleikur Akureyrar. Isfirðingar fengu fljótt á sig mark, sem Skúli Ágústsson skor- aði örugglega og mjög laglega úr vítaspyrnu eftir að Steingrímur hafði verið hindraður við mark- teiginn. Steingrímur bætti 2:0 L U J T Mörk Stig Fram 7 3 3 1 13— 5 9 Akranes 6 3 2 1 14— 7 8 Akureyri 7 4 0 3 17—12 8 K.R. 7 3 2 2 14— 7 8 Valur 7 3 2 2 9— 4 8 ísafjörður 8 0 1 7 1—32 1 Staðan í n. deild: L U j T Mörk Stig Keflavfk 8 7 0 1 35— 8 14 Þróttur 8 7 0 1 34—10 14 Reynir 8 3 0 5 18—21 6 Breiðablik 8 3 0 5 20—26 6 Akranes skorar lyrsta markið. fyrir leikhlé. Eftir leikhlé var fyrst sem ís- firðingar næðu sér á strik og kom- ust nú í færi, en skorti alltaf lagni til að binda endahnútinn á sóknir sínar og í staðinn skora þeir á sitt eigið mark, 4:0. Það var miðvörður inn Jón Karl Sigurðsson, sem ætlaði að senda markverði knött- inn, en sendi hann í þess stað fram hjá honum í netið. Sfðasta markið skorar Steingrímur um mið jan hálfleikinn. Úrslit leiksins eru ekki ósam- gjörn. Akureyringarnir sýndu mun betri leik, einkum framlínan, en vörnin er sem fyrr heldur fálmandi og opin, satt bezt að segja of opin til að geta ógnað Reykjavíkurlið- unum Fram og KR, né hinum djörfu Akurnesingum, jafnvel þó'.t allir leikir Akureyrar verði á heima velli þeirra á Akureyri. Beztu menn Akureyrar voru þeir Steingrímur, Siguróli og Guðni, en Björn Helgason var beztur Isfirð- inganna og sá eini sem hefur yfn' leikni að ráða. Akureyringar hafa með þessu komizt í hóp 3 annarra liða, sem hafa 8 stig í mótinu, en Akureyr- ingar hafa hins vegar leikið færri loiki eins má af stigatöflunni á síðunni. Eiga Akureyringar nú eft- ir 3 heimaleiki, við KR, Fram og ÍA. Verður þarð erfiður róður fyr- Framh ð bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.