Vísir - 23.07.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 23.07.1962, Blaðsíða 1
SIR Mánudagur 23. júll 1962. — 166. tbl. : ; wl Togarar flytja Austur- lundssíld til Reykjavíkur Nú er svo komið, að Norður- og Austurlands síld er eigi aðeins brædd í öllum verksmiðjum í þeim landsfjórðungum, heldur og hafnir flutn- ingar á henni tii bræðslu í Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunni á Kletti hér í Reykjavík í sam- ráði við Síldarverksmiðj ur ríkisins. Tveir togarar eru þegar komn- ir til Seyðisfjarðar að taka síld, Geir, eign síldarverksmiðjunnar á Kletti, og Freyr, Ingvars Vil- hjálmssonar. Verksmiðjan á Kletti getur brætt 4000 mál á sólarhring. Framkvæmdastjóri verksmiðjunnar sagði í viðtali við Vísi í morgun, að hann hefði til taks tvo togara í viðbót tii þess að sækja síld að landi sök- um þess að megnið af flotanum er fyrir norðan. Það munu þó jafnan verða einhver skip fyrir austan, þar sem allt er að fyll- ast af síld fyrir norðan. Síldar- flutningaskipin frá Seyðisfirði hafa yfirleitt siglt beint norður til Skagastrandarverksmiðjunn- ar síðustu dagana, en jafnvel þar gæti fljótt fyllzt þar eð mest síldveiði var í nótt í Húna flóa, eins og getið er um ann- ars staðar í blaðinu. Þriðji togarinn er kominn 1 síldarflutninga frá Seyðisfirði. Það er Pétur Halldórsson, sem flytur síld til Norðurlands fyrir Síldarverksmiðjur ríkisins. 40 bifreiðir Þessa skemmtilegu mynd tók ljósmyndari Vísis Kristján Magnússon, um tvö leytið á laugardaginn, inni við Elliðaár. Er hún gott dæmi um þá gíf- urlegu umferð er var út úr bænum á laugardaginn, má sjá á henni næstum 40 bifreiðir sem óku samtímis upp Elliðaár brekkuna. Heita má að allir sem vetti- ingi gátu valdið hafi haldið út úr bænum til að geta notið veð urbllunar og dustað af sér borg- arrykið. Flestir lögðu leið sina austur fyrir fjall og má heita að sam- felld bílaröð hafi verið á tima, á laugardaginn austur yfir Heil isheiði. Þrátt fyrir þessa gifurlegu umferð í nágrenni bæjarins urðu engin meiri háttar slys af, og má ábyggilega þakka bað þeim mikla áróðri sem Slysa- vamarfélagið hefur haldið uppj urn helgar. Haglél og nærrí hvít jörð í GÆRKVÖLDI og fyrradag komu haglskúrir suðvestanlands á nokkr um stöðum og gránaði jörð og varð næstum alhvit, Kornin voru á stærð við matbaunir. Til dæmis um þetta er, að fólk, sem á laugardagskvöld var komið inn fyrir Hvítárvatn á ieið til Kerl- ingarfjalla, lenti í slíkri haglskúr. Skúraleiðingar voru þá þar efra. Haglskúr kom við Hafravatn síð- degis 1 gær og viðar munu hafa komið haglskúrir I gær og fyrra- dag. Páll Bergþórsson, veðurfræð- ingur, sagði Visi í morgun, er spurzt var fyrir um þetta, að veð- urfar hefði verið þannig, að mjög líklegt væri, að haglskúrir hafi kom ið allvíða. Skúraveður var og þrumuveur á laugardag. Yfir Suð- vesturlandi voru þá háreist skúra ský, sérstaklega yfir Reykjanesfjall garði, og gerði dembu hér í bæn- um á laugardagskvöldið og senni- lega víðar. í gær rigndi hér ekki, en þrumur heyrðust austur undan og I Borgarfirði og liklegt að fylgt hafi skúrir og haglél. Eins og kunn ugt er komst hiti upp í 19 stig hér á föstudag, en um miðjan dag i gær rauk inn þoka af hafi og kóln- aði. Veðurfarsumskipti hafa verið slík þá daga, sem hér um ræðir, að gekk á með þrumum og að hagl- skúrir komu sem að ofan segir. — Loft er nú heldur svalara en verið hefur, skýjað norðan lands og vest an og bjartara austan lands en kyrrt veur um land allt. Rigningar vottur á Vestfjörðum. — Mestur hiti í morgun var um 12 stig. Fyrsta sjónvarps- sendingin Fyrsta sjónvarpssendingin frá Bretlandi til Bandaríkjanna verður send í kvöld. Fer hún fram klukk an 23 eftir islenzkum tíma. Sjónvarpað verður sjósetningu brezks björgunarbáts. Bátur þessi heitir Lizard Cadwall frá Cornwall Er hann litlu stærri en björgunar- báturinn Gísli Johnsen, og er út- búinn fullkomnustu björgunartækj um. SIGLUFJORÐUR: ASdrei meiri síld í sögunni en þrjá síðnst liðnu sólurhringu Fréttaritari Vísis á Siglufirði sagði í morgun þær gleðilegu fréttir, að f þessum mesta síld- arbæ landsins hefði, að því er hann bezt vissi, aidrei borizt jafnmikil síid að landi og þrjá síðustu sólarhringana. DREKKHLAÐIN SKIP. Hann sagði, að skipin hefðu stöðugt verið að streyma inn undanfarin dægur, svo drekk- hlaðin að þau hefðu rétt aðeins flotið í blíðviðrinu. Saltað hef- ur verið á öllum stöðvum, en þær eru 22 í kaupstaðnum, á meðan fólk hefur getað staðið á fótunum. FULL AFKÖST. Auk þess hafa allar verk- smiðjurnar brætt nótt og dag með fyllstu afköstum og ekki orðið nein töf. Löndunartækin hafa hvergi nærri haft undan og bíða nú mörg skip losunar á Siglufirði. Þrær verksmiðjunn- ar Rauðku eru fleytifullar og hafa skip, sem ætluðu til þeirr- ar verksmiðju, orðið að landa hjá ríkisverksmiðjunum. SKAGASTRÖND LÉTTIR A. Miklu hefur þó létt af Siglu- firði, þar eð Skagastrandarverk- smiðjan er farin í gang og vinn- ur ágætlega. Þangað fara nú síldarflutningaskipin að austan. Einnig hefur verið saltað á Skagaströnd, svo og í Ólafsfirði og yfirleitt er vinnuafl og verk- smiðjuafl hagnýtt hvarvetna til hins ýtrasta. 30 SKIP. Fréttaritarinn á Siglufirði sagði í dag að 30 skip hefðu fengið samtals 40 þúsund mál og tunnur á Húnaflóa í nótt og fara þau eflaust til Skaga- strandar og Siglufjarðar. Aftur á móti fékk ekki nema eitt skip síld á Kolbeinseyjarsvæðinu 1 nótt. Þar mælist þó gifarlega mikið af síld, en hún stendur of djúpt í svipinn. BBW

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.