Vísir - 23.07.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 23.07.1962, Blaðsíða 4
VISIR Mánudagur .23, júlí .1962, ☆ — Ég hef frá því er ég man fyrst eftir mér, æti- að heim til íslands, lands ins, þar sem ég er fædd og sem ól mig 14 fyrstu mánuði lífs míns. En aðstæðurnar hafa ekki leyft það fyrr en nú, að þessi langþráði draum- ur minn rættist í sum- ar. Petta sagði vestur-íslenzk kona, frú Guðný Seibel að nafni, en hún var ein í hópi Vestur- fslendinga sem hingað komu 13. júní sl. — Þú segist vera fædd á ís- landi, Guðný? — Já, að Álfatröðum í Mið- dölum 1 Dalasýslu. Foreldrar mínir, Ólafur Jónsson og Sig- ríður Gunnlaugsdóttir, brugðu búi þegar ég var 14 mánaða gömul og fluttust búferlum til Kanada með börn sín öll, fimm Guðný Seibel. Rætt við frú Guðnýju Seibel ið að mér fannst ég geta Ieyft mér að fara til íslands. VAKNA VIÐ ÞÖGNINA — Er ekki mikill hávaði frá pappfrsverksmiðjunni eins og öðrum verksmiðjum og erfitt að búa í nágrenni við þær? — Það er ekki hávaðinn sem truflar, honum venst maður, en ef verksmiðjan hættir og skrölt- ið þagnar andartak, þá hrekk- ur maður í kút. Annars gengur hún venjulega stanzlaust nótt og dag alla vikuna út nema á sunnudögum. Og þegar vélarnar þagna snemma á sunnudags- morgun hrekk ég upp af værum svefni. Ég heyri þögnina en ekki skröltið. — Ætlarðu ekki að koma með \\ Hann tíndi í mig góðar bækur, einkum ijóðabækur, enda hafði ég af þeim mest yndi. Hafði meira gaman af ljóðum en sög- um. Það er skömm frá að segja að ég hef aldrei lesið íslend- ingasögurnar. Sigurður Júlíus Jóhannesson skáld var heimilislæknirinn okk- ar og mikill vinur. Hann hefur vafalaust átt sinn þátt í ást minni á Ijóðum. Ljóðin hans voru í sérstöku dálæti. Hann hafði sérstakt lag á að slá á til- .finningastrengi okkar Vestur-ís- lendinga. Svo hafði ég líka mikið dálæti á íslenzkum sáimum. Mér fannst þeir svo fallegir. Ég ætla að kaupa sálmabók áður en ég fer vestur. Vakna við þögnina að tölu. Eg var yngst, en það elzta var 9 ára. — Hvar settust þið að í nýja landinu? — f Lundar. Þar var á þeim árum að heita mátti íslendinga- byggð eingöngu og þjóðtunga íbúanna var íslenzka. Margt fólk af eldri kynslóðinni, sem þar bjó, lærði ekki annað tungu- mál. Þá var blátt áfram viðburð ur að hitta þar búsett fólk af öðru þjóðerni. — Er þetta breytt nú? — Það eru reyndar 23 ár lið- in siðan ég flutti frá Lundar, svo ég get ekki nákvæmlega sagt um þetta, en eftir þvl sem mér hefur skilizt af kunningja- fólki mlnu gæti ég trúað að fs- lendingar væru ekki nema um það bil helmingur fbúanna sem byggja Lundar 1 dag. Og hitt líka, að yngri kynslóðin íslenzka hefur að mestu leyti glatað ís- lenzkunni og talar aðeins ensku. Það er aðeins gamla fólkið sem enn talar móðurmálið. En bráð- um hverfur það llka. SAKNAÐI ALLTAF GAMLA LANDSINS — Hvernig kunnu foreldrar þlnir við sig I nýja landinu? — Þetta var\ sannkölluð út- legð fyrir þau, á. m. k. fyrir móður mína. Faðir minn var jafnan fátalaður og lét á engu bera. Hann átti líka bróður þarna I grendinni, sem var flutt- ur út nokkrum árum á undan okkur. Þeir hittust öðru hvoru, alltaf unz bróðir pabba dó fáum árum eftir að við komum til Kanada. Ekkert af nánasta frændfólki mömmu flutti til Kanada og það mun nokkru hafa valdið um óyndi hennar. Hún saknaði alltaf ættjarðarinn- ar og festi aldrei rætur þar vestra. Sennilega hefur þetta smitað mig, því mig hefur alltaf langað heim frá því er ég fyrst man eftir mér. — Þú hefur ekki komið til íslands fyrr? % — Nei, þetta er fyrsta íslands förin mín, en vonandi ekki sú síðasta. Aðstæðurnar hafa ekki leyft löng ferðalög fyrr en nú. Fyrst voru það fjárhagsörð- ugleikar á meðan ég var ung, svo kom hjónabandið, börn og húsbygging. SUMAB PARADÍ SIN — Hvar ertu búsett I Ame- ríku? — I Kenora I Ontario. Það er oft kallað sumarparadísin I Kanada, enda streymir fólk þangað I tugþúsundatali til sum ardvalar á hverju sumri. — Er þetta stór bær? — Nei. íbúatalan er sem næst 10 — 11 þúsund, en margfaldast á sumrin. Aðalatvinnuvegur ibú anna fyrir utan ferðamanna- strauminn, er pappírsgerð. Það eru miklar pappírsverksmiðjur í bænum, en auk þess er Kenora mikil járnbrautarmiðstöð. — Hvers vegna er Kenora eftirsóttur staður af ferðamönn- um? — Það er fyrst og fremst vegna þess að staðurinn liggur við stórt og mikið vatn, sem dregur mjög úr sumarhitunum, sem annars eru mjög miklir þarna inni I miðju landi. Á kvöldin er alltaf svalt hverju sem viðrar. Mikil sportveiði er I vatninu. Auk þess eru I vatn- inu 13 þúsund eyjár, margar þeirra byggðar og það er talið að á þeim búi um 20 þúsund manns. Þar er líka víða tekið á móti ferðafólki á sumrin, — Hvað heitir bóndi þinn og hvað starfar hann? — Hann heitir Jack Seibel og vinnur I pappfrsverksmiðju eins og fiestir íbúanna þarna. Við eigum tvo sonu, sem báðir eru komnir á legg, annar 15, hinn 22ja ára. Sá eldri vinnur, eins og pabbi hans í pappírsverk- smiðju, en yngri sonurinn er enn I skóla og óráðið hvað hann gerir. Við hjónin byggðum fyr- ir nokkru hús þarna á næstu grösum við verksmiðjuna, og nú er allt þetta svo vel á veg kom- bóndann með þér næst þegar þú kemur til Islands? — Jú, það er meiningin. Það kom til tals að hann kæmi með mér núna, en hann hélt að það væri betra að ég færi einsömul fyrst I stað, hann kæmi með mér I næstu ferð. GÓÐIR ÍSLENDINGAR — Og synir þínir? — Þó skömm sé frá að segja, hafa þeir ekki lært íslenzku enn þá, nema eldri sonurinn eitthvað lítilsháttar, sem hann lærði af ömmu sinni þegar hann var lít- ill, en nú er það glcymt. Samt sem áður eru báðir bræðurnir góðir íslendingar og leggja stolt sitt I að vera það. í skólanum telja þeir sig vera íslendinga fyrst og fremst, og sama gegnir ef þeir hitta fram- andi fólk sem spyr þá um þjóð- erni þeirra, þá eru þeir Islenzk- ir. Sá eldri les allt sem hann nær I um ísland og það mætti segja mér að ekki líði mörg ár unz hann kæmi hingað I heim- sókn. LAS KVÆÐI — Ekki neinn Islenzkur bóka- kostur á heimili ykkar I Kenora? — Nei, því miður, hann er i minnsta lagi. Ég held að ég eigi tvær bækur á íslenzku, biblluna og Pilt og stúlku. Annars las ég sjálf mikið í uppvextinum. Það var Islenzkt bókasafn og lestrar- félag í Lundar og bókavörður- inn var góður kunningi minn. HELD VEIZLU 17. JÚNl — Og hvað ætlarðu að hafa fleira meðferðis héðan? — íslenzkan búning. Mig hef ur lengi langað til að eignast hann. Og núna réðist ég I það að láta sauma á mig upphlut. Ég fæ hann áður en ég fer vestur. Ég hef alltaf haldið 17. júní hátíðlegan á heimili mínu. Fannst það skylda mín og hafði gaman af því. Þá bjó ég til eða útvegaði íslenzkan mat og við hjónin héldum þá alltaf veizlu fyrir beztu kunningja okkar. Nú hlakka ég alveg sérstaklega til næsta 17. júní, því þá ætla ég að skarta íslenzka búningnum. — Er eitthvað af íslending- um I Kenora? — Það eru nokkrir landar þar. Ef til vill fleiri en ég veit um. Konur af íslenzku bergi brotnar, sem giftzt hafa Kanada búum, er erfitt að finna nema af tilviljun. Þannig hitti ég af hendingu gamla leiksyst- ur mína frá Lundar, dóttur Guð mundar Stefánssonar gllmu- kappa, eftir að við höfðum bú- ið I tvö ár I sömu götu og ekki nema 5 eða 6 hús á milli okkar. Við höfum stundum talað um að stofna íslendingafélag I Ken- ora, en ekki orðið af þvl enn þá. GAMAN AÐ KOMA TIL ÍSLANDS — Hvernig fannst þér að koma til íslands? — Ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum, og landið sjálft og fólkið er áþekkt því sem ég hafði gert mér hugmynd um. En framfarirnar, Drottinn minn, hvernig átti maður að búast við þessu! Ég hafði aldrei gert mér neitt líkt þessu I hugarlund. Það sem pabbi minn og mamma sögðu mér var á allt aðra lund. — Þykir þér ísland fallegt? — Mjög fallegt. Ég hefi enn ekki séð mikið af því, en samt farið austur fyrir fjall og séð Gullfoss, Geysi og Þingvelli I fegursta Ijósi. Það var dásam- legt, jafnvel þótt mér þætti ekki saka að það væri eilítið gróð- urríkara. Ég óska þess mest fyr- ir hönd íslendinga sjálfra. — En hvað finnst þér um fólkið? — Það er verðugt þess að búa í þessu stórbrotna landi. Ég hafði hugsað mér íslendinga eins og þeir komu mér fyrir sjónir, eitt vinsamlegasta og gestrisnasta fólk á jðrðinni. Þvi líkar móttökur, eins og ég hef átt að mæta frá því er ég kom hingað, hefði ég hvergi getað hugsað mér nema hér. Og Is- lenzki maturinn! Það er bezti matur I heimi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.