Vísir - 23.07.1962, Page 8
8
VISiR
Mánudagur 23. júlí 1962.
L
Útgeíandi: Blaðaútgáfan VÍSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 1.8.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði.
í lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Framsókn í ógöngum
■ ii m ra p
iWi
!■■■■■■■■■■■■■!
'.V.VAV.W
Eitt af því, sem Tíminn hefur haldið fram í áróðri
sínum gegn ríkisstjórninni, er að hún sé andvíg aukn-
ingu framleiðslunnar og reyni jafnvel að vinna gegn
henni. Fátt sýnir betur en þetta, hvaða ógöngur blað-
ið ratar í, þegar það er að níða stjórnina.
Framsóknarflokknum hefur aldrei verið borið það
á brýn í málgögnum Sjálfstæðisflokksins, að hann
ynni vísvitandi gegn hagsmunum þjóðar sinnar. Þeg-
ar Hermann Jónasson var að verzla við kommúnista
um .myndun vinstri stjórnarinnar og slá undan, til
þess að geta orðið forsætisráðherra, hefur hann vafa-
laust talið sjálfum sér trú um, að hann mundi geta
snúið á þá seinna, þegar samstarfið væri komið á.
Vísvitandi hefur hann ekki ætlað að leiða ógæfu yfir
þjóð sína. Ef til vill hefur hann ofmetið sjálfan sig
og haldið að sér tækist það, sem Ólafi Thors tókst
í nýsköpunarstjórninni, en þar fór hann villur vegar.
Stjórnarandstaða, sem vill vera ábyrg, verður að
gæta hófs í áróðri sínum. Hún má ekki snúa stað-
reyndunum við, eins og Tíminn gerir dag hvern. Sú
fullyfðing blaðsins, að ríkisstjórnin sé á móti fram-
leiðsluaukningu, stangast á við staðreyndir, sem allir
eiga að geta séð og skilið. Þótt Framsóknarflokkur-
inn hafi ratað í þá ógæfu, að styðja kommúnista í
niðurrifsiðju þeirra, getur hann ekki hulið ávirðingar
sínar með því, að bregða ríkisstjórninni og stuðnings-
flokkum hennar um sams konar verk.
Stuðningur Framsóknarflokksins við verkfalla-
brölt og kauphækkunarkröfur kommúnista stafar ekki
af því, að flokkurinn sé fylgjandi kauphækkunum.
Gegn því vitnar öll fortíð hans, og meginþorra launa-
stéttanna er það fullkomlega ljóst. Þær sjá gegnum
blekkingavefinn, og þær finna það, að núverandi rík-
isstjórn hugsar betur um hag þeirra en vinstri stjórn-
in gerði.
Skammvinnur sigur
Lýðræðisflokkar eiga gengi sitt undir því, að þjóð-
irnar treysti þeim. Það ber að vísu við um stundar-
sakir, að lýðræðisflokkur f stjórnarandstöðu getur
blekkt þjóð sína með óheiðarlegum áróðri, eins og
Framsóknarflokknum virðist hafa tekizt sums stað-
f
ar í síðustu kosningum. En slíkir sigrar eru ævinlega
skammvinnir. Þess ber og að gæta í því tilfelli, sem
hér um ræðir, að fylgisaukning Framsóknar var tek-
in frá kommúnistum, og má sannarlega virða kjós-
endum það til vorkunnar, þótt þeir villtust á þessum
tveimur flokkum, eins og nú standa sakir.
Hin harðsnúna andstaða þessara tveggja flokka
gegn viðreisninni hefur auðvitað haft sín áhrif, vegna
þess að sumar nauðsynlegustu ráðstafanirnar hlutu
að verða óvinsælar í fyrstu. En hitt er jafnvíst, að
viðreisnarstefnan hefur nú sigrað.
Hinn hættulegi
BEN BELLA
Serknerski stjórnmála
fulltrúinn Ben Bella hef-
ur gert uppreisn gegn
bráðabirgðastjóm þeirri,
sem Ben Khedda fer
með forystu í. Er nú örð
ugt að segja hvern endi
þær deilur fá, jafnvel
talin hætta á því að til
styrjaldar komi í Alsír
meðal hinna serknesku
deiluaðila.
Ben Bella er 46 ára. Hann
var grannvaxinn maður, glæsi-
legur í framgöngu. Hann er
fæddur í nágrenni Oran-borgar,
sonur fátæks bónda. Ekkert
benti til þess 1 uppvexti hans,
að hann ætti eftir að verða
þjóðarleiðtogi.
Hann gekk i barnaskóla í
Tlemcen og vann sér með venju
legu brauðstriti. Þegar seinni
heimsstyrjöldin skall á gekk
hann í franska herinn og þar
komu gáfur hans brátt í ljós.
Hann hækkaði í tign og var orð
inn liðsforingi í hinum frönsku
hersveitum, sem börðust á Suð-
ur-ltalíu undir forystu Juins
marskálks. Þegar styrjöldinni
lauk og hann var leystur úr
herþjónustu sæmdi de Gaulle
hershöfðiAgi hann hinni virðu-
legu Medaille Militaire fyrir
hetjudáðir í ófriðnum.
★
Hann sneri heim og sótti um
ábyrgðarstöðu í fæðingarbæ sin
um, Marnia. Vænti hann þess
fastlega að hljóta hana, þar sem
hann hafði getið sér svo gott
orð sem hermaður. En öðrum
var veitt staðan og sú skýring
gefin á þvl, að hann hefði ekki
nógu góða menntun.
En Ben Bella skildi að annað
bjó að baki. — Það er vegna
þess, að þú ert af serkneskum
ættum. Það eru aðeins franskir
menn, sem fá slikar stöður. Úr
þessu 6x hatur hans á Frökk-
um.
Nú hófst andspyrnuhreyfing
gegn Frökkum I Alsír, og Ben
Bella, sem hafði fyllzt heift út í
þá, varð snemma framarlega í
þeirri baráttu. Hann stjórnaði
árið 1949 árás á pósthúsið í Or-
an og náði þar milljónaupphæð-
um, sem síðan gengu til mót-
spyrnuhreyfingar Serkja.
★
Næsta ár klófestu Frakkar
hann og dæmdu hann I 7 ára
fangelsi. En honum tókst að
flýja úr fangelsinu. Fyrst leynd-
ist hann í Algeirsborg, en síðan
komst hann til Kairo í Egypta-
landi. Þar varð hann einn af
forystumönnum f frelsishreyf-
ingu Serkja, FLN, en um þær
mundir var verið að setja á lagg
irnar útlagastjórn Serkja.
★
Hann sneri aftur til Alsír á
laun og varð sá skæruliðafor-
ingi Serkja, sem Frakkar óttuð-
ust mest, en 23. október 1956
féll hann í hendur franskra yfir-
valda með furðulegum hætti.
Þannig stóð á því, að hann
átti sem einn forystumaður
Serkja viðræður við Mohamm-
ed V. Marokkosoldán og Bour-
giba forseta Túnis um stuðning
þessara landa við serknesku
frelsishreyfinguna. Ben Bella
hafði dvalizt um skeið í Mar-
okko og rætt við soldáninn. Tók
hann sér síðan far með flug-
vél áleiðis til Túnis.
En franskir njósnarar kom-
ust að ferðum flugvélarinnar.
Fóru orrustuflugvélar þeirra
á loft, mættu flugvél Ben Bella
yfir Miðjarðarhafinu og neyddu
hana til að lenda £ Alsír. Ben
Bella og fimm samstarfsmenn
hans voru handteknir, leiddir
fyrir rétt og kærðir fyrir land-
ráð. Vöktu þau málaferli milda
athygti á sínum tíma, vegna
þess að dauðadómur lá við broti
þessa serkneska leiðtoga.
★
Hann var þó ekki dæmdur lil
dauða vegna afskipta Mohamm-
eds Marokkosoldáns, sem móðg
aðist sérlega vegna handtökunn
ar. Soldánin kærði handtökuna
til alþjóðadómstólsins í Haag
sem „alþjóðlegt rán“. Varð að
fresta dómsuppkvaðningu I
Framh. á bls. 10.
Ben Bella fonngi Serkja sést hér skömmu eftir að honum
hafði verið sleppt úr fangelsi.
I I I il I O I
' f'r;> t V *