Vísir - 23.07.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 23.07.1962, Blaðsíða 10
w Mánudagur 23. júlí 1962. VÍSIR Matreiðslukona Góð matreiðslukona óskast. — Vaktaskipta- vinna. — Upplýsingar milli kl. 9 og 11 f. h. MJÓLKURBARINN LAUGAVEGI 162 . SÍMI 17802 BARN ekki yngra en 11 ára, óskast til að bera út Vísi í Hlíðarhverfi. Uppl. á afgreiðslu Vísis. Ólafsvaka í Færeyjum Efnum til hópferðar á Ólafsvökuna. Flogið frá Reykjavík n.k. föstudag kl. 1.00 til Sörvaag. Siglt til Þórs- I ‘ I f í hafnar og dvalizt þar 2 nætur Heimferð sunnudags kvöld. Upplýsingar í síma 20800 og 20760. Ferðaskrifstofan LÖND OG LEIÐIR, Tjarnargötu 4. K.S.I. ÞRÓTTUR K.R.R HEIMSÓKN H.B.I. HOLBÆK, Danmörku. í kvöld kl. 8 leika á Laugardalsvelli H.B.Í. - ÞRÓTTUR II. flokkur og kl. 9 H.B.Í. - VÍKINGUR III. flokkur Dómari Þorl. Þórðarson. MÓTANEFNDIN. Hssndleggur - Santé-i"angelsi í París, þar sem nokkrir forystumenn OAS-hreyf ingarinnar eru nú geymdir. Að- búðin í fangelsinu var slæm og fór Ben Bella oft í hungurverk- fall til að mótmæla Tienni. Oft var hann nær dauða en iífi af hungri. Hann hafði setið mörg ár í fangelsi, þegar de Gaulle komst til valda og þegar forsetinn fór að snúa sér að Alsírmálunum og leitaði eftir samningum við Serki, lét hann flytja Ben Bella úr fangelsinu út á eyna Ue d’Aix við Atlantshafsströndina. Par átti hann að vera £ haldi í gömlum kastala við sæmilega aðbúð. ★ Á kastalaeyjunni fór Ben Bella einnig í hungurverkfall, en ekki til að mótmæla eigin að- búð, heldur aðbúð þúsunda ann arra serkneskra fanga í Frakk- landi. Þótt hann væri fangi á þess- ari eyju varð hann mjög vin- sæll meðal íbúanna. Þegar hann Ioksins hvarf brott söknuðu íbú- arnir hans mjög, ekki sízt vegna þess, að dvöl hans þar hafði gefið þeim mikla atvinnu við að styrkja og bæta kastalann og fengu eyjaskeggjar að vinna það verk. Þá var lögregluliði fjölg- að á eynni, þar sem 150 manna varðlið gætti hans og veitti það allt peningum til þessarar fá- tæku fiskimannaeyju. Lögreglu- mennirnir verzluðu í búðunum og sátu á veitingahúsunum. ★ Samningaumleitanir við Serki gengu vel og de Gaulle ákvað að flytja Ben Bella í virðulega höll í Loire dalnum. Ekki var honum þó sleppt endanlega fyrr en samningar höfðu tekizt. Loks gerðist það í maí sl. að frönsk flugvél flaug með Ben Bella til Sviss og leið ekki á löngu þar til hann fór að láta til sín taka á stjórnmálasviðinu. y Frainh. af 6. síðu. aði og líf hljóp i það að nýju. Varmi kom £ höndina af blóðinu og það fannst hvernig slagæðin tók að hreyfast á ný í úlnliðn- um Head læknir leit á þessu augnabliki á rafmagns klukkuna á vegggnum, hún var 17:45 og hann reiknaði það út í hugan- um að nú var nákvæmlega 3Y2 klst frá því Everett Knowles hafði misst handlegginn. Stálteinn í mergholuna. Kraftaverkið hélt áfram. Ann- ar þáttur skurðaðgerðarinnar var að tengja saman beinenda. En hvernig mátti það láta sig gera? Var slíkt ekki vonlaust verk? Þetta er eitt stærsta bein líkamans, upphandleggurinn. Og nú kom það í Ijós, að þó járn- brautarhjólið hefði skorið holdið slétt, hafði talsvert stykki kvarn azt úr beininu. Aðeins ein lausn var möguleg. Dr. Ronald Malt fékk að- stoð beinasérfræðings. Hann tók fram tein úr ryðfríu stáli og stakk því fyrst niður í merg- göng handleggsins, togaði hand 1 Iegginn síðan lftið eitt frá og j stakk hinum endanum í merg- göng efra brotsins, síðan ýtti hann b 'unum saman og mun þessi stálteinn halda beininu saman svo það verður jafnvel sterkara en áður. Taugar og vöðvar tengd. En nú var jafnvel erfiðasta þrautin eftir, að tengja saman taugaendana, þar sem þær höfðu klippzt í sundur. Og þetta var um leið einn þýðingarmesti þátturinn. Það hefði komið að litlu haldi að tengja saman æð- ar og bein ein sér. Handleggur- inn hefði getað gróið við, en hann hefði verið máttlaus og hreyfingarlaus og ekki komið að neinu gagni, þar sem tauga- sambandið vantaði til að stjórna hreyfingum vöðvanna Þar vildi i dr. Malt ekki láta staðar numið. Hann kannaði sárið vandlega og tókst eftir nokkra leit að finna taugaendana, dró þá út og festi þá saman með einni saum- stungu með dacronþræði. Þessir þræðir eru með þeim hætti, að þeir verða eftir í líkamanum þó sárinu sé lokað. Næst var að festa saman í stúfnum hina einstöku vöðva og þá gat aðstoðarmaður loks hreinsað sárið og sárið var saumað saman allt f kring. Þvi næst var armurinn settur f gipsumbúðir í krepptri sérkenni legri stöðu, eins og drengurinn væri að bera hendina fyrir sig. Meðan á aðgerðinni stóð hafði 'Everett litli verið svæfður. Hann varð þvf ekki var við neinn sársauka. En aðgerðin hafði hins vegar reynt á taugar dr. Malts. Hann var úrvinda af þreytu, enda hafði öll skurðað- gerðin, allar hinar nákvæmu tengingar á æðum, beini, taug- um og vöðvum tekið átta klst. Aðgerðinni var Ibkið Nú var /wwvwww ^ — aðeins að sjá hvernig hún heppn aðist. Horfði á baseball. ,Næstu tvo sólarhringana var allt starfslið „Massachuetts Gen eral Hospital" eins og á nálum. En allt virtist hafa tekizt vel, já dásamlega vei Everett litli kvartaði lítið eitt um sársauka þegar hann vaknaði og deyfing- in fór úr honum og hann hafði grátið nokkrum tárum. En ekki leið á löngu áður en hann náði gleði sinhi aftur, þar sem hann lá f stofu sinni nr. 1209 á tólftu hæð sjúkrahússins. Og þegar komið var með sjónvarpstæki til hans fylgdist hann spenntur með baseball-kappleikum og gleymdi alveg meiðslum sínum. Eftir fimm daga var hann að nýju fluttur f skurðdeildina. Það átti þó ekki að skera hann, held ur taka gipsumbúðirnar af hon- um og græða skinn á hann. — Ég kvíði fyrir því, sagði hann, en bætti við í hughreystingar- tón. — Þó verður maður að ganga í gegnum þetta. Eftir að umbúðirnar höfðu verið teknar af kom f Ijós að nokkuð af holdi og skinni vant- aði í holu utan til á öxlinni og var nú unnið að þvf að græða þar við, svo að engin veruleg lýti sæjust á. Hann var þó ekki úr allri hættu, það gat verið að bólga og gröftur hlypi í sár- in. Læknarnir gerðu sér það Ijóst, og ef til þess kæmi vissu þeir að þeir myndu verða að fórna hendinni til að bjarga lífi hans og líkama. En sem betur fer kom aldrei til þess. Everett kveður. Fyrir nokkrum dögum ók leigubíll upp að dyrum sjúkra- hússins. í honum voru Mary Ann og Judy systur Everetts. Þær voru komnar til að sækja bróður sinn Og Everett litli veifaði til læknanna með vinstri hendinni. Hann verður enn um sinn að notast við hana. Og læknarnir hafa lagt ríkt á við hann að nota vinstri höndina til, að æfa sig í að hreyfa hin krepptu liðamót hægri handar- innar, sem einu sinni var að- skilin frá lfkama hans. Að utan — Framh. af bls. 8. Frakklandi meðan Haag-dóm- stóllinn tæki málið fyrir. Þó hann vísaði málinu endanlega frá leiddi það til þess að lokum að Ben Bella vai ekki dæmd- ur til dauða heldur f ævilangt fangelsi. Nú var kominn sá tími, að op inber útlagastjórn Serkja var mynduð undir forystu Ferhat Abbas. Ben Bella sat þá í frönsku fangelsi, en hann naut slíks álits, að hann var í fjar- veru skipaður varaforsætisráð- herra stjórnarinnar. ★ Hann sat fyrst í hinu alræmda FORD-umb.ðið SVEINN EGILSSON h/f Þetta er bíllinn, sem islenzkir atvinnubíl- stjórar völdu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.