Vísir - 23.07.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 23.07.1962, Blaðsíða 5
Mánudagur 23. júlí 1962. VfSIR ílffa verksmiðjan: Þurrkarar og kvarnir reyndust ágætlega í GÆR voru gerðar prófanir á þurrkurunum og kvörnunum í nýju verksmiðjunni á Seyðisfirði, og reyndist allt vera í bezta lagi, Rafvirkjar unnu við verksmiðjuna í alla nótt og standa vonir til að hún geti farið að taka á móti síld til bræðslu og hafið vinnslu eftir tvo daga eða svo. Verksmiðjan keypti tvö gömul hvalveiðiskip til framleiðslu á gufu fyrir vinnsluna og fékk þau fyrir minna verð en sérstakir katlar hefðu fengizt fyrir, en auk þess er sá kostur við þessa ráðstöfun, að 36 manns geta sofið um borð í skipunum og er það pláss notað fyrir aðkomumenn. Það óhapp kom fyrir í gær e það sprakk barki, sem liggur að gufuleiðslunni úr öðru skipinu inn í verksmiðjuna. Ekki' varð slys á mönnum og er verið að smíða nýj- an útbúnað í stað þessa barka. Það verk er unnið í vélsmiðju á Seyðisfirði og mun ekki seinka því að verksmiðjan geti tekið til starfa. Nú hefir verið saltað í 10 þús. tn. á Seyðisfirði. Fréttaritarinn þar símaði í morgun að 15-20 skip hefðu fengið síld á Héraðsflóa í nótt. Rannsókn á taugaveiki- bróður er haldii ófram Orsök taugaveikibróöur-sýking- arinnar virðist einna helzt vera að finna í áleggi með mayonnaise, en ekki í neinni sérstakri tegund á- skurðar, segir í greinargerð frá skrifstofu borgarlæknis, og — „á sama hátt berast böndin að may- onnaise frá fyrirtæki hér í borg og hefur sala á mayonnaise verið stöðvuð meðan á rannsókn stend- ur á uppruna sýkingarinnar“. — Rannsókninni er haldið áfram. í tilkynningunni segir, að vitað sé með vissu um 80 ný tilfelli og allmargir hafa veikzt með svipuð- um einkennum, án þess að sýkla- rannsókn hafi enn staðfest, að um taugaveikibróður sé að ræða. Vísir hefur spurzt fyrir í skrií stofu borgarslæknis um líðan sjúklinga og tafir frá vinnu vegna veikinda af völdum tauga veikibróður, og kvað Björn L. Jónsson Iæknir mjög misjafnt hvernig veikin kæmi niður á mönnum — sumir yrðu lítið lasnir, en aðrir talsvert veikir og jafnvel fárveikir — sumir næðu sér eftir 2—3 daga, aðr- ir eftir viku og væri það al- gengast ,en sumir þyrftu 2—3 vikur til þess að ná fullum bata. TIL ATHUGUNAR ALMENNINGI. í tilkynningu skrifstofu Borgar- læknis segir til athugunar og leið- beiningar almenningi: Eins og áður skal það og brýnt fyrir fólki, jafnt heilbrigðum sem sjúkum, að gæta fyllsta hreinlæt- is í hvívetna, svo sem við mat- reiðslu í heimahúsum, meðferð barna, í sambandi við notkun sal- ernis o. s. frv., m. a. að þvo séf rækilega um hendur eftir notkun salernis og fyrir máltíðir. Þess hefur áður verið getið, að sýkill sá, sem hér er að verki, geti borizt með eggjum. Og með því að egg eru í allri mayonnai.se, sem samkvæmt framanskráðu ligg- ur undir grun, þykir rétt að vara fólk við að neyta eggja öðru vísi en vel soðinna, og með því að sýldarnir geta setið utan á skurn- inni, kunna þeir að geta borizt í hendur og þaðan í mat. Þetta er ekki óalgeng sjón þessa dagana. Fáklæddar konur sleikjandi sólskin. En við birt- um myndina vegna staðarins sem hún er tekin á. Það er lík- Iega skemmtilegasti sólstaður- inn hér í nágrenni Reykjavíkur, ekki Nauthólsvíkin, heldur luaaeiuaaBaGiBi Bakkavör vestur á Seltjarnar- nesi. Þar eru einhver ákjósanleg- ustu skilyrði fyrir sóldýrkend- ur sem um getur. Heitur sjór gjálfrandi fáeina metra frá, rennisléttar klappir til að liggja, og engin umferð nema sú sem stafar af fólkinu sem erindi gerir sér í sólbaððið. Við bendum hér með Iesend- um á þennan sérkennilega stað en biðjum jafnframt Seltiminga velvirðingar á að ljóstra upp um ieynistaðinn. I I I I I I I ■ ■ I Erfiðleðkar ferðamanna vegna þ|ónaverkfalls I |i rd I lii ■ Framh. af bls. 2 ir aðkomuliðið að vinna sigur í því vígi, enda þótt vörn Akureyring'i sé ekki upp á marga fiska. Hins vegar má ,geta þess að nú mun nokkur tími líða þar til næstu leik- ir fara fram, og nægur tími gefast til að lagfæra það sem kann að skorta. Einnig að væntanlegur er til Akureyrara Jakob Jakobsson frá námi í Þýzkalandi, en eflaust mun hann leika með liðinu og reynast sami styrkur og undanfar- in ár. ísfirðingar eru nú fallnir úr 1. deild nið(ur í 2. deild enda þótt 2 leikir séu eftir, en varla munu þeir geta unnið leiki þá enda ei liðið mun lakara en öll hin liðin og hefur orðið fyrir miklum skakka föllum, má geta þess t.d. að af fastamönnum ísfirðinga í vor, eru aðeins 4 eftir en hinir eru farnir til atvinnu annars staðar þar ar nokkuð margir á síldveiðar. Dómari í leiknum var Karl Berg mann og var of linur við að dærm á nokkuð gróf brot, sem sáust a og til, þó leikurinn væri prúður. K. L.P. irúarvígsla Framh. af bls. 16. kosta 3 milljónir króna og mun sú áætlun nokkurn veginn standast. Mælingar og teikningar af Fjalls- árbrúnni gerðu verkfræðingarnir 1 Sigfús Örn Sigfússon og Björn Ól- ! afsson undir yfirumsjón Árna Páls- i sonar yfirverkfræðings. Verkstjóri við brúarsmíðina hefur verið Jónas Gíslason og verkstjóri við vega- gerðina að og frá brúnni Þorsteinn Jóhannsson Svínafelli. Mestan veg og vanda af flutningum á efni hef- ur haft Hafsteinn Jónsson verkstj. á Höfn í Hornafirði, svo og Krist- ján Guðmundsson birgðavörður á- haldahússins í Reykjavik. NÍU ÁR ENN ÓBRÚAÐAR. Enn eru eftir níu óbrúaðar ár á Suðurlandsvegi í Austur-Skaftafells i sýslu, en verða átta í haust, þegar lokið ei smíði brúar yfir Reyðará í Lóni. Sömuleiðis eru eftir óbrúað- ar níu smáár og er því nokkurt verkefni fram undan, en viðamest þeirra verður þó ábyggilega smíði brúar yfir Jökulsá á Breiðamerk- ursandi, sem koma mun með tíð og tíma. Með brúnni á Fjallsá standa von- ir til að Öræfingar geti í framtíð- inm stytt ieið sína til kaupstaðai úi 370 km í 120 km, bó örugg ilutningaleið ti) Hafnai i Horna- firði fáist fyrst, þegar brúin á Jök- ulsá á Breiðamerkursandi hefur ver ið byggð. Þjónaverkfallið, sem nú stendur yfir, veldur mörgum og leiðinleg- um erfiðieikum. Einn sá versti er, að það skuli koma niður á erlend- um ferðamönnum, sem hafa lagt fé og fyrirhöfn í að heimsækja Iantí okkar. Þorri þeirra hefur þann háttinn á, að dveljast aðeins nætur langt á hóteli eða í einkahúsi, en vill svo fá að snæða úti i bæ. Verkfall þjónanna setur hins veg ar strik í reikninginn núna, og hafa ferðaskrifstofurnar og aðrir í hlutverkum gestgjafanna verið í mestu erfiðleikum með að verða þessu fólki úti um sómasamlegan matstað. Reynt hefur verið að fá inni í hótelunum, helzt Görðunum, en það hrekkur að sjálfsögðu skammt. Mörg innbrot en lítið býfi Ajlmikið var um innbrot og smá þjófnaði um síðustu helgi. Á laug- ardagsmorgun var brotizt inn í af- greiðslu Sameinaða gufuskipaíé- lagsins við höfnina. Var peninga kassi á skrifstofunni brotinn og gereyðilagður og úr honum teknar 3 þúsund krónur. Þá var einnig á laugardagsmorg- un brotizt inn í kjötbúð á Sólvalla götu 9 og tekinn úr búðinni harð- fiskur tómatar og egg og var engu líkara en að þjófurinn hefði verið að búa sig undir útilegu. Hins veg- ar var ekki snert við skiptimynt. Á aðfaranótc laugardags og sunnu daginh var m.a. brotizt inn í kjali- araíbúð á Leifsgötu 23 og teknar þar tvær áfengisflöskur, enn frem- ur var brotizt inn fatapressuna Venus á Hverfisgötu, en ekki var hægt að sjá að neinu hefði verið stolið þaðan. Um helgina var enn fremur stol- ið fveimur bílum og voru ölvaðir menn að verki í bæði skiptin. Þeir voru teknir skömmu eftir að þeir höfðu tekið bílana, annar vegna þess að tilkynnt hafði verið u:n hvarf bílsins, hinn vegna grunsam- legs aksturs. Annar þessara bíla hvarf frá húsi við Sólheima og var tilkynnt um hvarf hans. Fann lögreglan bíl- inn við Suðurlandsbraut. Hinn var tekinn úr Hlíðunum og var honum náð við Háaleitisbraut. Báðir men.i irnir voru telinir og settir í gæzlu- varðhald. MoksíM — Framh. af bls. 16. Guðmundur Péturs 1300, Jón á Stapa 1300, Jón Finnsson 1200, Sig urður Bjarnason 1600, Þorleifur Rögnvaldsson 1000, Hringsjá 1400, Helga Björg 900, Baldvin Þorvalds son 950, Sunnutindur 900, Helgi Helgason 1000, Tálknfirðingur 900, Vörður 500, Leifur Eiríksson 700, Fróðaklettur 800, Guðbjörg ÓF 1100, Reynir VE 1200, Faxaborg 500, Skírnir 1700, Heimaskagi 500, Arnfirðingur II. 1200, Hrönn II. 400, Auðunn 1900, Fagriklettur 1700, Víðir SU 1050, Sigurkarfi 1000, Vilborg 800, Guðfinnur 750, Tjaldur SH 800, Áskell 800, Sigur- fari AK 850, Sólrún 1150, Heimir SU 600 tn. Þrámn NK 300 »mál, Rán SU 600 tn. Glófaxi 700, Snæ- fugl 600, Seley 200, Gullver 250, Dóra 900, Álftanes 500, Heiðrún 1250, Haraldur 2000, Bjarmi 1000, Snæfell 2000, Jökull 650, Hugrún 1000, Árni Geir 1000, Eldborg 1600, Þórsnes 800, Sæfari BA 500, Skipa skagi 1100, Hrafn Sveinbjarnarson II 1000, Stapafell 700, Guðbjörg IS 1650, Guðmundur Þórðarson 1500, Bragi 1100, Hilmir 1000, Andri 1000, Sigurfari VE 450, Heimir KE 800, Jón Jónsson 800, Baldur 900, Freyja GK 950,. Hrönn HU 450, Manni 850, Sæfaxi 1100, Helga RE 600, Náttfari 1000, Guðmundur á Sveinseyri 400, Búðafell 350 tn., Kambaröst 600 tn., Björg NK 800, Björg SU 300, Kristbjörg 1200, Ó- feigur II. 900, Erlingur III. 900, Muninn 400. i Til leign strax geymslu- húsnæii 150 fermetra i Hafnarstræti 1 ÞORVALDUR ARASON hdl. SÍMAR 17453 og 16185 KIPAUTGCR0 RIKISINS Skjaldbreið i fer til Óiafsvíkur, Grundarfjarðar og Stykkishólms hinn 25. þ.m. — Vörumótttaka á mánudag 23. þ.m. Herðubreið austur um land í hringferð hinn 26. þ.m. Vörumótttaka á mánudag til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdals víkur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar Þórshafnar, Raufar- hafnar og Kópaskers. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.