Vísir - 23.07.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 23.07.1962, Blaðsíða 7
Mánudagur 23. júlí 1962. VISIR 600 fleiri bifreiðar í árekstrum. en á sama tíma í fyrra Umferðarslys og ölvum við akstur helmingi fleiri Sex hundruð fleiri bílar hafa Ient í árekstrum það sem af er þessu ári heldur en á sama tíma í fyrra. Slys á fólki af völdurn umferðar hafa orðið um það bil helmingi fleiri, þar af eru 3 dauðaslys og mörg önnur slys sem eru mjög alvarlegs eðlis. Þá er meira um það að ekið hafi verið á skepnur og þær limlestar heldur en nokkru sinni áður. Ölvun við akstur var og helmingi meiri nú, en á sama tíma í fyrra. Frá þessu skýrði Kristmund- ur Sigurðsson yfirmaður um- ferðadeildar rannsóknarlögregl- unnar þegar Vísir átti tal við hann nýlega. Hann sagði að á- rekstrafjöldi frá sl. áramótum og fram til 18. júlí væri um 1300 talsins, en tæplega 1000 á sama tíma í fyrra. Þessi gífulega og óhugnanlega aukning segir sína sögu, og það jafnt fyrir það þótt bílum í Reykjavík og ná- grenni hafi fjölgað mikið síð- ustu mánuðina. Hafa þó lög- reglustjóri og bæjaryfirvöldin haft ýmsar aðgerðir og endur- bætur frammi til að bæta úr umferðarástandinu og draga úr árekstra- og slysahættunni. Margt af þessu hefur verið til stórra bóta og myndu árekstrar og umferðaróhöpp hafa orðið mun fleirri ef til þessara að- gerða hefði ekki komið. Kristmundur sagði að orsak- irnar til þessara árekstra og slysa væru í mörgum og jafnvel flestum tilfellum ljósar, en það er síaukinn hraði, þar sem ökumennirnir metast um sek., það er hnefaréttarkeyrsla, þar sem ökumennirnir ákveða að aka fram úr náunganum hverju sem fram vindur og hversu ómögulegar sem allar að stæður eru_ Samfara þessu er svo fullkomið kæruleysi og til- litsleysi til allra aðstæðna. Að árekstrar og umferðaslys eru ekki óumflýjanleg sést bezt á því, að fjölmargir bifreiða- stjórar, sem mikið hafa verið í akstri, og það jafnvel svo ára- tugum skiptir, hafa aldrei lent í árekstrum og aldrei valdið slys um. Þessum gætnu ökumönnum eiga borgarbúar ótrúlega mikið að þakka, miklu meir en menn gera sér ljóst í fyrstu, og þá ættu aðrir ökumenn að taka sér til fyrirmyndar. Hinn ógætilegi akstur er samt þá fyrst orðinn til verulegrar bölvunar og að þjóðfélagslegu meini þegar vegfarendur geta ekki verið óhultir um líf sitt og limi fyrir skeytingarlausum ökumönnum, sem ekki hugsa um annað en böðlast áfram og leggja stolt sitt í það að ná sem mestum hraða í akstri, mönnum sem sleppt hafa fram af sér allri ábyrgðartilfinningu og kæra sig kollótta um það hvort þeir eyðileggja bæði eig- ið farartæki og annarra, eða valdi stórslysum á fólki, aðeins ef þeir fá hraðametnaði sínum fullnægt og geta talið sér trú um að þeir aki hraðar en aðrir. Ljóst dæmi um þetta gerðist að kvöldi eða nóttu til núna fyrir fáum dögum þegar tveir öku- fantar lentu I kappakstri eftir götum bæjarins og meira að segja um götur, þar sem akstur var bannað á þeim hluta sólar- hringsins. Sem betur fór náðust þessir piltar og voru farartæki þeirra tekin af þeim. Bílaárekstrar og bílslys hafa aldrei verið tíðari en nú. Myndin sýnir samsafn nokkurra bíl- slysa, er orðið hafa síðustu mánuðina. Alvarlegasti þátturinn í þess- tíma í fyrra, er ískyggileg stað- og alvarleg og þar á meðal má um skeytingarlausa akstri er tví reynd, sem hlýtur að vekja ... „ , x , x. x mælalaust hmn stóraukm slysa- menn til umhugsunar ef ærleg J fjöldi í umferð. Að hann skuli taug finnst í þeim. Sum þess- 'nn hefur legið milli heims og hafa tvöfaldazt miðað við sama ara- slysa í ár hafa verið mikil helju í sjúkrahúsi á aðra viku og enn allt í óvissu um afdrif hans. Það hefur líka borið meir á því en áður að ekið hafi verið á skepnur úti á landi og þær Iimlestar eða drepnar. Gera verður ráð fyrir að þetta séu í öllum tilfellum óviljandi og í sumum tilfellum vafalaust að forðast þau. Hins vegar þurfa ökumenn að gæta sérstakrar varúðar þegar þeir verða kinda, hesta eða annarra skepna varir nálægt vegbrún. Viðbrögð skepna eru oft önnur en fólks og það verða ökumennirnir að hafa í huga. En lágmarkskrafa sem gera verður til ökumanna í slíkum tilfellum er það að þeir bregð- ist mannlega við og tilkynni um slys á skepnum, en aki ekki á brott Það er ökuníðingsháttur. Eitt því líkt dæmi kom til kasta lögreglunnar síðustu dagana. Það hafði verið ekið á Iamb aust ur í Grafningi og skilið eftir dautt við veginn án þess að til- kynna um atvikið. Það var kært til lögregluyfirvalda á Sel- fossi, sem vann vel og dyggi- lega í málinu og hætti ekki fyrr en grunur féll á ákveðna bifreið og ökumann. Þegar f hann liáð- ist neitaði hann harðlega öllum sakargiftum. Nokkru seinna vitn aðist um farþega sem var í bif- reiðinni og þegar til hans náð- ist játaði hann að hafa ekið yfir lambið. Ökumaður og far- þegi bundust reyndar fastmæl- um um að þegja yfir atburði þessum, en þegar til kastanna kom kvaðst farþeginn ekki vilja taka á sig á ábyrgð að þræta fyrir sannleikann. Þegar lögregl- an náði svo í ökumanninn á eft- ir játaði hann loksins. Því mið- ur eru mörg dæmi áþekk þessu. Lögreglan í Hafnarfirði hefur tjáð Vísi að þar hafi verið alveg óvenjulega mikið um árekstra að undanförnu miðað við þenn- an árstíma. Þá hefur Kópavogs- lögreglan kært í yfirstandandi mánuð um 50 ökumenn fyrir brot á umferðarlögum. Loks hafa ferðamenn, sem í sumar voru á ferðalögum úti á landi, látið það álit f ljós við umferðardeild rannsóknar- lögreglunnar, að akstur úti á þjóðvegunum hafi aldrei verið hraðari og skeytingarlausari heldur en einmitt nú í sumar. Að lokum er rétt að benda á þá staðreynd, að verðmætatjón sem hlýzt af 1300 árekstrum, þ. e. á ca 2600 bifreiðum, er einu orði sagt gífurlegt. Tjón við árekstur farartækis getur varla skipt minni upphæð en hundruðum króna, en í miklu fleiri tilfellum þúsundum og jafnvel tugþúsundum króna. Fulltrúi lögreglustjóra skýrði Vísi frá því í lok sl. viku, að fram til þess tíma hafi helmingi fleiri menn verið teknir fyrir ölvun við akstur heldur en á sama tíma í fyrra, eða 230 í stað 117. Það má því með sanni segja að allt sé á sömu bókina lært.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.