Vísir - 23.07.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 23.07.1962, Blaðsíða 15
Mánudagur 23. júlí 1962. VISIR 15 SAKAMÁLASAGA i EFTIR CHARLES WILLIAMS FJÁRSJÓÐURINN 10. við skulum halda okkur við efn- ið. Ég held ekki, að maðurinn yðar hafi verið myrtur vegna peninganna, heldur vegna af- brýðisemi. — En ef þér finnið ekki pen- ingana. — Þá heldur félagið áffam eft j irgrennslunum. Það hefði ekki i verið erfitt að finna manninn yðar, ef hann hefði ekki verið myrtur. Þá hefðum við náð pen- ingunum fyrir löngu, en nú á ég við erfiðleika að stríða vegna þess, að kona hefur truflazt af afbrýðisemi, og án ástæðu, þar sem hún frá upphafi hafði ekki áhuga á peningunum. Komist ég að því hver hún er, skal ég sannarlega klekkja á henni, nema hún verði svo skynsöm að hverfa. Svo einfalt er það. — Ekki hafði ég hugmynd um, að það gæti verið svona ein- falt allt saman. Svo brosti hún — og sló mig utan undir. 6. kapítuli. — Þegar ég nú hef svarað spurningu yðar, sagði hún, vilj- ið þér kannske segja mér hvað þér hafið í mínu húsi að gera? ' Hvorttveggja kom mér á ó- vænt, kinnhesturinn og þessi orð hennar. — Það var þetta, sem ég var að reyna að útskýra fyrir yður. — Já, þér hafið masað um að hafa íundið mig með grammó fónplötu í hendinni — þá hafið þér farið upp í herbergi mitt. — Þér trúið mér kannske ekki? — Nei, ég veit vel hvað ég gerði. Ég sofnaði, en ég get sagt yður nafnið á seinustu plötunni, sem ég spilaði. — Það gagnar yður ekkert að halda því fram. — Þér reynið að fá mig til að trúa hinu og þessu — hver er tilgangurinn? Fjárkúg- un? Ég var farinn að jafna mig dálítið. — Verið þér nú ekki að æsa yður upp, frú Butler. Hvað hald ið þér að lögreglan segi, ef hún kemst á snoðir um að bíllinn yðar var fyrir utan húsið, sem ungfrú James býr í? — Var hann þar? — Það vitið þér vel. — Það vill nú svo til, að ég veit ekkert um það. Ég trúði henni og hún horfði á mig rannsakandi augum. — Ég held að ég fari að skilja, sagði hún svo. Er hún eins örlát og hún áður var? — Ég held, að henni geðjist að yður, sagði ég. — Þá er það gagnkvæmt, en ég vildi óska að hún hætti að senda fólk hingað til þess að rífa allt og tæta. Ég minntist þess hvernig sóf- inn var útleikinn og púðarnir. — Þér haldið þá ... — Þér eruð ekki sá fyrsti. Ég hafði fengið nýtt umhugs- unarefni. Frú Butler vissi að hús ið mundi verða rannsakað, en ekki tilkynnt lögreglunni neitt um það. Hún hafði sennilega ekki þorað það og því gat ég verið öruggari. Hún horfði á mig með fyrirlitningarsvip. — Þér játið þannig, að þér komuð inn til að leita. Af hverju gáfust þér upp? Ég svaf — ekki var ég fyrir yður. — Mér fannst einum ofaukið að við vorum orðin þrjú. — Þrjú. — Já, ég á við manninn, sem brauzt inn til þess að drepa yður. — Þér ætlið þó ekki að fara að tyggja þetta upp aftur? Ég sagði henni það, sem gerzt hafði og hún brosti. — Þér ætlizt varla til að ég trúi þessu? — Bíðið bara þangað til þér komið heim og þér munuð sjá, hvernig umhprfs er i svefnher- berginu yðar eftir að við höfum veriö að slást þar og kútveltast ofan á brotnum grammófónplöt- um. Ég held, að mótstöðumaður minn hafi verið úr þyngsta flokki hnefaleikara. — Jæja, var hann það? Ég trúi yður ekki. — Það verður þá svo að vera, frú. Við heyrðum bæði, að bifreið nálgaðist, og að hún nam stað- ar. Ég gaf henni merki um að bíða, og svo gekk ég út. — Það var enginn í bílnum nema ung stúlka með öskulitað hár. — Halló, sagði hún, ég hef víst villzt heldur betur og varð ég að viðurkenna það, þar sem hún var 30 km. frá þjóðvegin- um. — Hvert ætlið þér? spurði ég. — Til bónda, sem heitir Gille- spie. Mér var sagt til vegar, en það eru engir leiðarvísar neins staðar. — Var nokkuð sagt við yður? Að þér ættuð að aka gegnum hlið? — Já, kemur heim. Ég starfa hjá fyrirtæki, sem seldi herra Gillespie eldstó, en þegar hann var farinn kom í ljós, að það hafði gleymzt að biðja herra Gillespie að undirrita samning- inn um afborganir. Ég geri ekki ráð fyrir, að þér séuð herra Gillespie? — Nei, ég heiti Graves og er hérna, til þess að dorga. — Ég hélt ekki, að neinn mað urklæddist hvítri skyrtu til þess að fara í veiðitúr. Þegar bróð- ir minn fer lítur hann út eins og flakkari. — En ég var að koma, ung- frú! Það gat vel verið, að hún segði satt, en ég var engan veg- inn viss um það. Og nú rann mér eins og kalt vatn milli skinns og hörunds, því að nú heyrðist að sagt var í útvarpinu í bíl hennar: ... Butler, frú Madelon Butler, ekkja bankastjórans, sem hvarf Ekkja, — höfðu þeir þá fund- ið líkið? Og enn var sagt: Lög- reglan heldur, að hún hafi flú- ið í bláum kádilják. 1) Tarzan leitaði vandlega um 2) Þarna var uxinn frægi. Hann leðju. Afríku-uxinn sem talinn cr frumskóginn. Laks fann hann bráð | var stór og illilegur og stóð úti í j hættulegasta villidýr hinnar svörtu sfna. I álfu, hættulegri en sjálft ljónið. Barnasagai SCalBi og efidurL Engan úr föruneyti Slapzkys langaði til að sofa í höll Ruffianos greifa, en hvar áttu þeir þá að sofa? Skip þeirra KRÁK lá fast á botni fljótsins og vatnið náði hátt í káettunum. En þá fékk Slapzky fursti góða hugmynd. Hann hélt :i slapzéanska eldinum á bakinu )g sneri sér brosandi að gestgjafa sín- um. — Það er mjög vingjarnlegt af yður, að leyfa okkur að gista hér, sagði hann, en við viljum ferðast um sem óþekktir menn. Venju legt gistiherbei" itan höllina myndi vera ah < 'gt. — Eins og þo. , ..agði greif- inn. Ég sting þá upp á því að þig fáið allir náttvist í einni af útbygg ingum hallarinnar. Þar munuð þér hvorki finna faligryfjur, gildrur, né hulda kjallara né aðrar dráps- vélar. Gerið svo vel, ég skal vísa ykkur veginn. — Liturinn er góöur, en það vantar jafnvægi. — Gætirðu þá ekki hengt það á tvo nagla. — Það er talið að reikistjaman Venus sé óbyggileg. — Nú, hefðir þú hugsað þér að flytjast þangað? — Ég sé engan bíl, sagði stúlkan. Hvernig komust þér hingað? — Bíll er í bílskúr, vitanlega! Og enn var sagt í útvarpinu: ... eftir að líkið fannst í gær síðdegis. Peningamir em ófundn ir enn. Ekki er ólíklega, að þeir finnist, þegar frú Butler er fund- in. Maðurinn hafði vitað, að líkið hafði fundizt, og hann vildi koma í veg fyrir ,að ekkjan væri handtekin Sú ljóshærða hafði fráleitt villzt. Hún bað um vatn að drekka og ég þurfti ekki að geta mér neins til um hvers vegna hún bað um það. Hún var ekki þyrst, nei, hún vildi fá tækifæri til þess að koma inn og líta í kringum sig. Ég hallaði mér að bílnum og beygði mig yfir dyrnar, þar sem hún sat við stýrið, fletti upp pilsinu hennar og sagði: — Mér sýnist vera maur i nylonsokknum, og svo klappaði ég henni á lærið. — Gerið svo vel og komið inn, væiia mín. Tilgangur minn var að móðga hana svo að hún færi á brott sem hraðast. — Þér, þér ... hvæsti hún, hvílík frekja! Hún setti bíiinn í gang og ók á brott eins og fjandinn væri á hælunum á henni og ég beið þar j til ég heyrði ekki lengur í hreyfl j inum. En svo datt mér í hug, j að maðurinn kynni að vera ai.v hvers staðar nálægur með riít\ ilinn. Þegar inn kom leit frú Butler spyrjandi augnaráði á mig og þar næst sagði ég: — Heyrðuð þér hvað sa^t var í útvarpinu? ------'1---------------- ! 1 1 I 1 I I AUWUtin t ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.