Vísir - 23.07.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 23.07.1962, Blaðsíða 9
humérulL \ - \ám nerve '-rv? wÆ'Æm Mánudagur 23. júlí 1962. VISIR Lestin ók framhjá. Hann hafði farið út eftir mat- inn og ráfað niður að járnbraut- ar göngunum, sem liggja rétt hjá Medford Stræti. Hann hafði ekki veitt athygli flutningalest- inni sem ók í gegnum göngin kl. 14:15. Þegar lestin kom allt í einu slóst hann utan í hana og kast- aðist undir hana svo að hjólin | fóru yfir handlegg hans. Þar lá hann við brautarkantinn þeg- ar lestin hvarf. Everett skildi varla hvað hafði komið fyrir. Hann stóð upp, fann til sárs- auka og fannst handleggurinn liggja einkennilega, svo hann hélt um hann með vinstri hend- inni og gekk aftur uþp úr járn- brautarskorningnum. Þegar hann gekk upp á brúnina, kom Norman Wood- side eigandi fyrirtækisins „Handy Card and Paper Comp- any“ auga á hann. Woodside Ihélt að strákurinn væri aðeins að koma úr áflogum, en þá varð honum litið á alblóðuga ermi dregsins. Hann gekk að honum Nýlega var framkvæmd einsfæð skurðaðgerð í Bandaríkjunum. 12 ára drengur hafði misst hægri hand legginn í slysi. Læknum tókst með snörum handtökum að græða hann aftur við. og þá varð hann þess vís, að handleggur hans virtist eins og færður úr skorðum. Þrátt fyrir mótmæli drengsins lét hann setjast á stéttina hjá sér og kali- aði á aðstoðarstúlku sína. Hún fór að þreifa á erminni og sagði að sér þætti það skrítið að það væri eins og autt bil milli hand- leggsins og axlarinnar. Þá beið Norman Woodside ekki lengur boðanna en hringdi 1 sjúkrabíl. 10 ára bið. 30 mínútum síðar var komið með drenginn í hina stóru múr- steinsbyggingu „Massachusetts General Hospital“. Þennan eftir miðdag var á vakt Edmunds læknir. Hann sá skjótlega hvað hafði komið fyrir. Handleggur drengsins hafði kubbazt af um Hann kallaði á aðstoðarmenn sína, læknang John Head og Lucien Heape og sagði við þá: — Jæja, við hefjum þegar skurðaðgerð. Kallið allt skurð- liðið út. Dr. Malt er að útliti einna líkastur hinu fræga leikrita- skáldi Arthur Miller, með gler- augu eins og hann. Hann var öruggur og rólegur þegar hann mælti þessi orð og tók hand- legginn og lagði hann I ísfötu. Enga mínútu mátti missa, því að hætta var á að drep kæmist í hinn afhöggna handlegg sem fékk engan blóðstraum eða súr- efni lengur. Kuldinn í ísfötunni myndi tefja að vöðvarnir stífn- uðu á þeirri 2l/2 klukkustund sem myndi þurfa til skurðað- gerðarinnar. Dr. Ronald Malt athugar hvemig sárið á Everett hefst við, nokkrum dögum eftir skurðaðgerðina. Afskorinn hand- Hann grét ekki einu sinni. Hann var aðeins órólegur. Ekki vegna þess að hann fyndi svo mikið til, heldur af hræðslu við, hvað for- eldrar hans myndu segja. Þau höfðu bannað honum svo oft að vera á ferli niðri við jám- brautarteinana, sem lágu eins og slöngur í sveigum gegnum Som- erville, þetta úthverfi Boston, þar sem hann átti heima. tvo sentimetra fyrir neðan öxl- ina. Það var eins og hann hefði verið skorinn af með hárbeitt- um hníf. Holdið virtist sama og ekkert hafa marizt. Læknirinn tók hinn afskorna handlegg úr ermunum, stökkti ether á hann og lagði drenginn á sjúkrarúm. Síðan símaði hann í innanhúss- sima til aðálskurðlæknis sjúkra- hússins, Ronalds Malts. Hann brá svo skjótt við, þegar hann heyrði þessar fréttir, að hann var kominn eftir þrjár mínútur. Og þegar hann hafði skoðað handlegginn í krók og kring, varð honum það ljóst, að nú var komið að þeirri skurðað- gerð, sem hann hafði dreymt að framkvæma í tíu ár. í tíu ár. Já, dr. Malt hafði gert sér það ljóst síðan 1952, að það væri hægt að græða á mann heilan útlim. Hann hafði gert það nákvæmlega upp við sig hvernig slíkt yrði framkvæmt, aðeins vantaði tækifærið til að sýna að það væri hægt. Til þess að slíkt mætti framkvæmast mátti hvorugt sárið vera marið verulega og aðeins mátti vera Iiðinn tiltölulega skammur tími frá slysinu. Dr. Malt athugaði hinn lausa handlegg vandlega. Allt virtist ei..s og bezt varð á kosið. Sárið var hreint, sjúklingurinn kenndi sér einkennilega lítils meins, hann hafði tapað litlu blóði, að- eins rúmur hálftími var liðinn frá slysinu. Skurðaðgerð hefst. Svo að dr. Malt tók ákvörðun. Everett Knowles yfirgefur sjúkrahúsið með hægri hönd í gipsi. Það leið ekki langur tími þar til allt skurðlækningastarfslið- ið var tilbúið, alls um þrjátiu manns, skurðlæknar, svæfinga- læknir og aðstoðarfólk. Og allir skildu mikilleika þessarar stund ar. Allir myndu einbeita sér að því að aðstoða dr. Malt við þessa einstæðu tilraun. Allir voru þeir jafn ómissandi til þess að hún gæti heppnazt. Slagæðin starfar á ný. Aðgerðin hófst með því að reyna að koma blóðrás í hand- Iegginn. Malt hafði stundum tal- að um þetta við vini sína, að- stoðarlæknana Head, Leape, Shaw og hina og þeir voru alveg klárir á því að tengja saman enda aðalslagæðar og aðalblá- æðar handleggsins og líkamans. Og þeir framkvæmdu þetta ná- kvæmlega eins og þeir höfðu talað um, toguðu báða enda lítillega út með geysilegri ná- kvæmni og lokuðu þeim saman með æðaklemmu. Síðan fóru þeir eins að með bláæðaendana og eftir að þeir höfðu varið nokkrum tíma í að sauma æða- endana saman með mjög fíngerð um og nákvæmum tækjum, var handleggurinn að nokkru tengd ur líkama Everetts litla. Hann var ekki lengur eins og óviðkom andi hlutur og nú fór blóðið að streyma aftur inn í handlegginn. Það var dásamlegt að taka eftir hvernig handleggurinn og höndin breyttist, hvernig hold: Læknir sýnir skýringarmynd af því, hvernig æðar, bein og ið Sem var orðið náhvítt roðn- taugar voru tengd saman. Framh. á bls. 10. \ \ ' i N

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.