Vísir - 01.08.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 01.08.1962, Blaðsíða 2
 ' T* W//Æ Td fk. 7tm VISIR Miðvikudagur 1. ágúst 1962. Góður leikur úrvuls Reykjuvíkur— sigurínn 18:14 vur sízt of mikill 4 vísað út af í hörkuleik Esslingen og Rvk.úrvalsins Það fór lítið fyrir hinum héldu uppteknum hætti og sanna íþróttaanda í leik ‘Reykjavíkurúrvals og þýzka liðsins Esslingen í gærkvöldi. Esslingenmenn Þróttur vann gestina islands og Reykjavíkurmeistarar Þráttar í 2. flokki (í fyrrasumar) unnu í gærkvöldi gesti sína, hina lipru og léttleikandi Holbæk-menn með 3:0. Staðan í hálfleik var 1:0. Söivi Óskarsson skoraði fyrsta mark Þróttar með glæsilegu skoti snemma í fyrri hðlfleik, en Þróttur átti mun meira i fyrri hálfleik en seinni hálfieikur var jafnari. Þrótt- ur átti þó mun hættulegri upp- hlaup, sem færðu tvö mörk til viðbótar. Haukur Þorvaldsson skoraði 2:0 um miðjan síðari hálfleik mjög laglega úr þröngri aðstöðu, en 3:0 kom frá Róbert Halldórssyni, eftir að Axel hafði einleikið upp að endamörkum og gefið fyrir. ★ I 3. flokki varð jafntefli milli Þróttar og Holbæk 1:1. Iéku af sama offorsi og I tveim fyrri leikjum sínum. Er ekki laust við að þetta komi nokkuð illa við markatölu þeirra því þeir stuttu kaflar, sem þessir skapstóm leikmenn leika án þess að vera með menn leika án þess að með afskiptasemi við dómara eru yfirleitt launaðir með mörgum mörkum, þannig var þetta t. d. í gærkvöldi í síðari hálfleik er þeir á tímabili hlýddu dómum Axels Sigurðssonar að þeir skoruðu 4 mikilvæg mörk í röð. Kryddað unglingalandslið. Reykjavíkurúrvalið, sem yfir- leitt hafði ekki verið talið ýkja sterkt fyrir fram reyndist mjög skemmtilega leikandi. Uppistaða liðsins pr unglingalandsliðið frá í vetur auk Karls Jóhannssonar, Sig- urðar 'Óskarssonar, Karls Bene- diktssonar og Guðjóns Jónssonar. Var liðið því vel „kryddað" og féll vel saman, enda þótt segja megi, að reykvískir handknattleiksmenn séu f algjöru sumarfrfi frá íþrótt sinni sem stendur. Fyrstu þrjú mörkin skoruðu Reykvíkingar en Þjóðverjar eru mjög óheppnir og eiga ein tvö hörku stangarskot og nokkur skot fram hjá og varin. Tók Esslingen 17 mín. að skora að Hálogalandi. Fyrst eftir 17 mínútur tókst Esslingen að finna leiðina í gegn um vörn Reykjavíkur í hinum mjóa og stutta sal Hálogalands, þar sem þeir léku nú í fyrsta sinni. Það var Werner Knecht, sem skor- aði með föstu skoti og örstuttu síðar koma 2 mörk til viðbótar, Manfred Pfeffer skorar 3:2 og Karl Jóhannsson 4:2. Komu nú mörkin með stuttu millibili, en Reykvíkingar héldu frumkvæðinu alltaf og í hálfleik var staðan 7:6 fyrir Reykjavík. vV-\.v w \v • • • • v • Þröng á þingi, íslendingar sækja. Fjögur reykvízk mörk í röð gerðu út um Ieikinn. Sfðari hálfleikur byrjaði vel fyr- ir Reykvfkinga og Guðjón, Karl Ben., Hörður og Karl Ben. aftur og var staðan nú í einni svipan orðin hálfgerð yfirburðastaða fyrir Reykjavík, 11:6, og varð þetta ekki sízt til að gera út um sann- gjarnan sigur Reykjavíkurliðsins. Josef Fink, fyrirliði liðsins og fyrrum landsliðsmaður hristi svo slenið af félögum sínum með snöggu skoti 11:7, en Karl Jóhanns. Framh. á 10. síðu. Þeir voru ekki blfðir á svipinn Þjóðverjamir, þegar þeir gengu út af. IR-stúlkur Á mánudaginn hélt ÍR frjálsíþróttamót fyrir stúlkur, sem verið hafa á námskeiðum hjá féiaginu í vor og sumar og flestar eru ( byrjendur. Stúlkurnar náðu ágætum árangri yfirleitt, en mesta | athygli vakti Sigríður Sigurðardóttir, sem stökk 1,30 m. í hástökki ( og hijóp 60 m. á 8,5 sek. — Fríður Guðmundsdóttir kastaði kringl- unni 29,28 m., sem er allgott. Keppt var alls í fjórum greinum. Helztu úrslit: 60 m. hlaup: Sigríður Sigurðardóttir, 8,5 sek., Jytte Moestrup 9,0, Aðalheiður Fransdóttir 9,0, Hlín Torfadóttir 9,3, Bjarney Valdemarsd. 9,5. Hástökk: Sigríður Sigurðardóttir, 1,30 m. Fríður Guðmundsdóttir j 1,25 m., Jytta Moestrup 1,20., Sigrún Hauksdóttir 1,15 m., Aðai- heiður Fransdóttir 1,15 m. Kringlukast: Fríður Guðmundsdóttir, 29,28 m., Elfsabet Brand 4,22 m. 4x100 m. boðhlaup: A-sveit 61,8 sek. (Aðalheiður, Edda Sig., Jytta, Sigr. Sig.) B-sveit 63,3 sek. (Sigrún, Bjarney, Hlín, Arndfs Borg.) Eftir nokkra daga mun frjálsíþróttadeiid ÍR efna til keppni í fleiri greinum. — Fyrir þær stúlkur, sem áhuga hefðu á að hefja ^ æfingar nú, skal þess getið, að Gaxbor þjálfari er ávallt á Mela- ^ vellinum frá kl. 5 til 8, og veitir hann þá tilsögn, sem hann 1 getur í té látið. ^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.