Vísir - 01.08.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 01.08.1962, Blaðsíða 8
8 VISIR Miðvikudagur 1. ágúst 1962. Einri á báti LJtgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 1.8. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. í lausasölu 3 kr. eint. — Simi 11660 (5 línurj. Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Landbúnaður i ólestri Nikita Krúsév, einvaldur Sovétríkjanna og æðsti \ prestur kommúnista víðast í heiminum, hefir fyrir nokkru skýrt svo frá, að landbúnaðurinn í fyrsta til- raunaríki kommúnismans sé í mesta ólestri. Hann hef- ir jafnframt látið svo um mælt, að Stalin hafi á sín- um tíma orðið á margvísleg glapræði og mistök, og megi rekja þessi vandræði landbúnaðarins til þess. Stalin karl hafi ekki athugað, að landbúnaðurinn þarfnaðist orku. Það er a. m. k. árlegur viðburður, að gefin sé lýs- ing á því ófremdarástandi, sem ríkjandi sé í landbún- aði Rússa. Ástæðan fyrir því er þó ekki alltaf hin sama. Á hverju ári eru grafnar upp nýjar ástæður fyr- ir því, að „fullkomnasta efnahagskerfi heims“ getur ekki fullnægt lágmarkskröfunni — að sjá öllum al- menningi fyrir daglegu brauði. En það er líka árlegt verkefni austur þar að ákveða, hverjum eigi að kenna mistökin hverju sinni. Stundum er veðurfarinu um kennt, en það er ekki hægt alltaf. Þá er gripið til þess að kenna einstökum embættismönnum um afglöpin og uppskerubrestinn. Þeir mega þakka fyrir, ef þeir fá aðeins fangelsisdóm, eru ekki gerðir höfðinu styttri, því að slík þjónusta býðst mönpum þar eystra fyrir litlár sakir — oft alls engar. Foringjar kommúnismans hafa löngum varið mikl- um tíma og fyrirhöfn í að gefa fyrirheit um, að land- búnaðarmálum skuli komið í gott horf. Þegnum þeirra hefir verið lofað, að þeir skuli innan tíðar eta meiri mat og betri en aðrar þjóðir. Enginn hefir fitnað af slíkum loforðum, enda ekki hægt að standa við þau. Þjóðimar í sovétfangelsinu munu líka fá að svelta, meðan úrelt stefna, miðuð við hálfgert miðaldaskipu- lag á öllum sviðum, verður höfð að leiðarstjörnu. Hún getur ekki einu sinni komið að gagni í vanþróuðum alþýðulýðveldum. Þar bjargar ekkert nema séreign- arskipulagið — hvatir allra manna til að vinnk sér og sínum. Tíminn sagði m. a. á sunnudag, að óhætt sé að treysta Framsókn í mikilvægustu málum. Dregur hann þá ályktun af því, að stf5rnarflokkarnir hafa látið Framsóknarflokkinn fylgjast með athugunum varð- andi Efnahagsbandalagið. Það táknar þó engan veginn, að stjórnarflokk- arnir telji Framsókn alls trausts verða. Jafnvel komm- únistar munu ekki líta svo á, og er þá langt til jafnað — eftir alla þjónustu þeirra flekkóttu við Moskvu- valdið á undanförnum árum. 9 banatilræði endurminningar sínar þó að hann sé aðeins 27 ára, — vegna þess að það er alveg óvíst að ég komist til að skrifa þær, ef eg bíð miklu lengur. Stundum virðist mér næstum því að ég sé höfuðpersónan í saka- málasögu, segir Hussein konungur Jórdaníu í endurminningabók, sem hann hefur nýlega gefið úr. Og þessi konungur í litla eyðimerkurríkinu skýrir frá því, að hann hafi á 10 árum lifað af 9 morðtilraunir. Oft munaði mjóu að hann væri myrtur ýmist með sprengjum, byssukúlum eða eitri. Morðið á Abdullah. Forleikur þessara tilræða var morðið á afa hans Abdullah konungi 1 Jerúsalem, sumarið 1951. Hussein var þá prins, 15 ára gamall. Hann fylgdi afa sínúm, fyrsta koungi Jórdaníu í heimsókn til Jerúsalem. Þeir höfðu rétt stigið inn f bænhús eitt í borginni, þegar skothvellur heyrðist. — Morð- inginn stóð aðeins tvo metra frá okkur, segir Hussein í endur- minningum sínum, sem- .nýlega. voru gefnar út í Englandi. En afi minn sá hann aldrei. Hann dó þegar í stað og féll í gólfið. Vefjarhöttur hans losnaði af höfði hans og rann hægt til hliðar' Hussein konungur í bedúfna-búningi. Sjötta tilræðið var haustið 1958. Þá hafði Hussein fengið leyfi til að fljúga í flugvél sinni yfir sýrlenzkt landssvæði. En þegar hann var lagður af stað Tók 16 ára við völdum. Hinn geðveiki faðir Husseins, Talal varð nú konungur, en vegna veikinda sinna ríkti hann aðeins 1 eitt ár. Tók hinn lág- vaxni 16 ára piltur (hann er aðeins 157 sentimetrar) þá við völdum. Hann hafði vart fyrr sezt f hásætið, en morðtilræðin hóf- ust. Það voru hinir ofsafullu stuðningsmenn Panarabastefn- unnar, sameiningarstefnu allra Araba, sem höfðu myrt Ab- dullah föður hans og sóttust nú stöðugt eftir lífi unga konungs- ins. Með dauða hans étti að opna leiðina til sameiningar Egyptalands og Sýrlands. Óhræddur við dauðann. En Iitli konungurinn er knár piltur, íþróttamaður, viðbragðs fljótur og kröftugur. Helzta skemmtun hans er að fljúga orrustuþotum og aka kappakst- urbílum, svo að hann lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann hefur ætfð notið stuðn- ings Breta og á s. 1. ári kvænt- ist hann' sem frægt er orðið dóttur brezks ofursta. Hann seg ir f bók sinni, að ein helzta á- stæðan til að hann hefur slopp- ið lifandi úr öllum morðárásun- um sé, að hann sé óhræddur við dauðann. — Þú deyrð, þeg- ar þú átt að deyja, eru eink- unnarorð hans. Hann tók þá ákvörðun að skrifa Buick-bifreið og flugvél konungs. Hussein telur upp banatilræð- in við hann, sem komizt hefur upp um: Fyrsta banatilræðið var árið 1955. Þá réðust tilræðismenn með skothríð á Buick-bifreið, sem þeir héldu að væri kon- ungsbifreiðin. En í henni sat frændi Husseins, sem brá skjótt við, stökk út úr bílnum og niður í skurð við vegarbrún. Þannig bjargaði hann lífi sínu. Sjálf konungsbifreiðin með Hussein fylgdi á eftir og kom fáeinum sekúndum síðar á staðinn. Fjórum sinnum var gerð bylt- ingartilraun f Jórdaníu og var bað einn liður í þeim öllum að taka konunginn, Hussein, af lífi. Það tókst að bæla allar byltingarnar niður. Fyrir einni þeirra stóð Ali Abu Nuwar yf- irmaður herafla Jórdaníu er ver ið hafði vinur Husseins. Nuwar hafði meira að segja gert teikn- ingu að nýjum fána fyrir lýð- veldið Jórdaníu. hófu tvær orrustuþotur af rúss- nesku gerðinni Mig-17 sig til flugs frá flugvelli f Sýrlandi og var ætlunin að skjóta flugvél konungsins niður. — Flugvél mín var vel þekkt og var ekki hægt að rugla henni saman við neina aðra flugvél. Hún bar konungsmerki og merki jórd- anska flughersins. 16 dauðir kettir. Þrjú sfðustu banatilræðin voru framin árið 1960: — Fyrst þeirra var nefdropa- málið. Hussein hafði fengið með al gegn bólgu í beinholum og nefi. Einn af þjónum hans hafði tæmt glasið en látið í staðinn í það baneitraða sýru, sem hefði nægt til að drepa hest. — Nokkru síðar sprakk sprengja í skrifstofu Madsjali forsætisráðherra og tætti ráð- herrann f sundur. önnur sprengja sprakk f skrifstofunni 40 mínútum síðar. Sú sprengja var ætluð mér, segir Hussein. Tilræðismennirnir reiknuðu með því að ég færi þegar í skrif- stofu forsætisráðherra, þegar mér bærust fréttirnar af dauða hans. — Síðasta tilræðið fram til þessar var málið með dauðu kettina. Svo undarlega brá við, að á skömmum tíma fundust 16 dauðir kettir fyrir framan Framh. á bls. 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.