Vísir - 01.08.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 01.08.1962, Blaðsíða 10
10 VISIR - Miðvikudagur 1. ágúst 1962. Kvennasíðan Framh. af 7. síðu. yfir Atlanzhafið með aðstoð gervihnattarins Telstar fóru þess á leit við Dior-tízkuhúsið að fá að sjónvarpa tízkusýning- unni yfir Atlanshaf. Þetta taldi Dior-húsið svo mikla auglýs- ingu og firegð að þeir gátu ekki neitað þvi. Örvar-línan. Margt athyglisvert kom fram á Dior-sýningunni. En mesta at hygli vekur hin nýja örvar-lína, og hinir nýju og mjög svo sér- kennilegu hælar á kvenskóm. Þá voru sýningardömurnar að þessu sinni látnar tileinka sér mjög sérkennilegt göngulag, þær skyldu aliar halla sér aftur á bak um 20 gráður. Þegar þær komu undan tjaldinu sást fyrst í fætur þeirra, síðan líkama og loks kom höfuðið í ljós. Þessi stelling sem talið er að muni breiðast út í göngulagi kvenna á næstunni gerir það að verk- um, að kjólarnir virðast miklu styttri að framan en aftan. Að framan er pilsfaldurinn rétt við hnéskelina, en að aftanverðu kemur hann allt niður á kálfa. Lolita hafði ekki áhrif. Margir hugðu að Parísar-tízk an myndi að þessu sinni verða fyrir áhrifum af hinni frægu kvikmynd Um Lolitu og spáðu margir því, að kventízkan yrði „barnaleg“. En það reyndist ekki rétt, klæðnaðurinn hjá Di- or er e.t.v. kvenlegri en í mörg undanfarin ár. Og þó sýningar- stúlkurnar.'sem hafa lifað á þvf undanfarin ár að vera flat- brjósta eigi erfitt með að sýna kjóla með stóran barm er greinilegt hvert Marc Bohan stefnir, það er að hinn eðlilegi kvenlegi yndisþokki fái að njóta sín í grönnu mitti og fyllingu brjóstanna. Hins vegar stefnir hann enn þá að því mjókka mjaðmirnar og það þriðja árið í röð. Vita menn varla hvar þetta lendir með mjaðmirnar. Hin nýja txzkulína Diors kall ast „la Iigne fleche" eða örvar- línan. Kún felur það í sér, að útlit konunnar eigi að minna á hálfan örvarodd, þ.e.a.s. að kjól arnir séu víðir að neðan en mjókki síðan upp og síðan sé gengið þannife frá kraga, liár- greiðslu og höfuðfati að það myndi eins og odd á örinni. Á mörgum kjólanna eru brjóstin svo framstandandi og mynda eins og samlíkingu við örvar- fjöður. Bakið er hins vegar nær því alveg þráð beint frá hnakka og niður úr. Og svo á maður að halla sér aftur. Þá er komin hin rétta lína. Siðir dragtarjakkar. Við skulum nú lýsa nokkuð einstökum sýningarfötum. Hjá Dior koma fram eins og hjá flestum tízkuhúsum tvær lengdir af dragtarjökkum. Önn- ur er létt með mjög stuttum jakka. Hin er til notkunar úti við og er jakkinn þá mjög síð- ur, full sídd á ermunum og þeer yfirleitt ísettar, svo að herðarn ar verða nokkuð breiðar, þó ekki eins breiðar og hjá sumum öðrum tízkuhúsum. Dragtarpilsið er oft í þremur hlutum og forðazt að saumar séu á hliðunum. Oftast er eitt: stykki að aftan og tvö að fram an sem mætast á miðju í saum eða leggingu. í Dior-kjólunum var óvenju- lega mikið af tvískiptum kjólum ! og þar bar sérstaklega mikið á því að blússurnar væru mjög I síðar. Hálsmálið er yfirleitt rúnnað. Dökkir litir — og ljósir. Það er nú enginn vafi á því að þröngar kápur verða tízkan í haust og vetur. Oftast eru þær tvíhnepptar og mjög oft eru Ioð skinn notuð á þær. Þeirlitirsem ríktu á sýningu Diors svart, brúnt og dökkgrátt, sem anpars hefur lítið verið notað á s£ð- ustu árum. Má búast við að þessir litir verði algengastir á næstunni. Hins ‘ vegar gefur Marce Bohan nú gott úr- val af litsterkum ' klæðnaði, smaragð-grænt, rósrautt og fjólublátt. Þessir sterku litir sem skera sig mjög frá hinum rikjandi dökka Iit eru til hjá honum bæði í kjólum og káp- um. Þá er mjög mikið um köfl- ótt eða þverröndótt efni. Flestir kvöldkjólarnir eru ann ars svartir, alveg sléttir með rúnnu hálsmáli og ermalausir. Þrýstiloftsskór. En furðulegasta og athyglis- verðasta breytingin er í skón- um. Ðior hefur alltaf andstætt sumum öðrum tízkuhúsunum iagt mikla áherzlu á skóna. Og nú gerbreytir hann hælnum. — Hann lætur hann ekki koma aftast undir skónum, heldur all framarlega undir ilinni og oft sveigist hann þá aftur. Þetta er svo áberandi breyting, að ef hún slær í gegn verður óhjá- kvæmilegt fyrir flestar konur, sem vilja tolla í tízkunni að fá sér nýja skó óg fleygja þeim gömlu. Skór þessir eru kallaðir „þrýstiloftsskórnir", en virðast þó fátt eiga sameiginlegt með þrýstiloftsflugvélum. Þó þeir séu einkennilegir í laginu er gott að ganga á þeim. Iþróttir — Framh. a bls. 2. komst inn í þýzka liðið „driblaði“ upp og skoraði örugglega.. Einarsson fékk brottkvaðningu andartaki sfðar fyrir háskalegan leik. Hagele minnkaði bilið, er hann kom aftur í Ieikinn, 15:13 og mikil spenna var komin í leikinn. Guð- jón Jónsson skaut í stöng hjá Esslingen, en nafni hans Ólafsson varði rétt á eftir þrumskot mjög skemmtilega. „Maður gegn manni“. Leikurinn varð eins og ólgusjór er Þjóðverjar hófu að leika maður gegn manni, og 4 mínútur voru til leiksloka. ■ Reykvíkingar léku um of á hættulegu svæði, beint fyrir framan eigið mark og Þjóðverjar skora 15:14 (Fink). Litlu munaði svo að Þjóðverjar jöfnuðu er Guð- jóji Jónsson missti boltann til Þjóðverja. Endaspretturinn. Endasprettinn i þessum fjöruga leik áttu Reykvíkingar algjörlega. Voru þeir nú farnir að sækja í gegnum varnarslitur Þjóðverja með góðum árangri og skoruðu 3 glæsileg mörk við gífurleg fagn- aðarlæti áhorfenda. Það var Karl Jóhannss., sem skoraði 2 síðustu mörkin mjög glæsilega, en 16:14 var skorað af Karli Benediktssyni úr vítakasti. Þjóðverjum var ekki fagnað. Yfirleitt er Ieik er lokið, ekki sízt ef útlent Iið á i hlut, er liðinu fagnað af áhorfendum, en á Há- logalandi í gærkvöldi brá svo við að ekkert var klappað fyrir er- lenda aðilanum, heldur andúð sýnd á framkomu þeirra. Er þetta Ieitt til frásagnar, en sannleikurinn er sá að Iiðið hefur í leikjum sínum ekki verið góður „amtassador“ þýzkra íþrótta- manna. — Margir leikmanna nú gleymdu Ieiknum, sem þeir léku, en hirtu mest um að mótmæla dómiim og hafa frammi ljótt orð- bragð. Markvörðurinn Wunder- wald var góður sem fyrr, svo og fyrirliðinn Josef Fink. Reykjavíkurliðið stóð sig öllum vonum framar — og kom vel út úr leiknum og sigurinn 18:14 var ekki nema sanngjarn og hefði getað ver- Hefir mjólkað meir en 61 þús. lítra Vísi hefur fyrir nokkru borizt skýrsla bændaskólans að Hvann- eyri 1962 og kennir þar margra grasa, eins og vænta má. Eru fyrst taldir skólastjóri, kennarar og starfsmenm skólans, en síðan raktir ýmsir þættir í starfi hans, svo sem um búfé, jarðrækt, verkfæranefnd -Tíkisins, sæðingar- stöð, rannsóknir á alls konar fóðri og þar fram eftir götunum, sem ekki er unnt að rekja hér til neinn- ar hlítar en bændur og búalið mun hafa gagn af á margan hátt. Loks má taka til fróðleiks þessar línur, sem fjalla um beztu kúna, sem nokkru sinni hefir verið á Hvanneyri, en þar er að finna einna áreiðanlegastar skýrslur á landinu um nautgripi, enda hafa verið haldnar fóður-, ættar- og af- urðaskýrslur um kúabúið á Hvann eyri síðast liðna hálfa öld. ið stærri. Beztu Reykvíkingarnir voru Rósmundur Jónsson, vaxandi leikmaður, Karl Jóhannsson og Karl Benediktsson, sem greinilega studdu hina ungu leikmenn höfuð- borgarinnar með ráðum og dáð og Guðjön f markinu varði vel í síðari hálfleik. Aðrir voru mjög sæmilegir og enginn slakur, þrátt fyrir held- ur litla og ófullkomna æfingu. Slapp vel. Dómarinn Axel Sigurðsson slapp nú mun betur frá leiknum en bróðir hans Hannes. á Keflavíkur- flugvelli á sunnudaginn. Tók hann leikinn snemma föstum tökum, hefði jafnvel mátt vísa fleiri út af en hann gerði. Margítrekuð brot, jafnvel þótt þau séu ekki háskaleg á að dæma hart. Áhorfendur voru margir að Há- logalandi. —jbp— Sú kýr í Hvanneyrarfjósi, sem mest hefur mjólkað um ævina, er Ásdís nr. 215, fædd 31. marz. 1944. Til ársloka 1961 eða í 15,23 skýrslu ár hefur hún mjólkað 61763 kg. mjólkur. Meðalársnyt hennar er 4055 kg. mjólk með 4,10% fitu, eða 16261 fitueiningar. Ásdís er þar með í tölu þeirra kúa á landinu sem mest hafa mjólkað um ævina. Hún hefur 4 ár mjólkað meira en 20 þús, fitueiningar. Að utan — Framh. af bL 8. konungshöllina. Það kom í ljós, að hirðmatsveinninn, sem var flugumenn egypzku leyniþjón- ustunnar, var enginn eitur-sér- fræðingur. Hann hafði sem sé farið að gera tilraunir með eitr- ið á hallarköttunum áður en hann notaði það á sjálfum kon- unginn. Áhyggjufullur. Þótt öll þessi banatilræði hafi mistekizt, og þótt Hussein sé ó- hræddur við dauðann, kveðst hann. þó ekki vilja neita því, að þetta hafi fengið allmikið á tugarnar. Hussein hefur lif- að stundir ótta og þunglyndis. — Oft, segir hann í endur- minningum sínum, hefur mér fundizt í ótta mínum og áhyggj- um, að ég sé mjög einmana í hásæti, svo einmana, að stund- um hefur mér jafnvel virzt að dauðinn væri velkominn Iausn. i „Aus“. Talsverð harka var nú komin í leikinn og fyrsti maðurinn var lát- inn víkja af leikvelli, enda búinn að vinna dyggilega fyrir því leik- inn út í gegn, var það Werner Hagele. Nokkur ró færðist yfir leikinn fyrst f stað og Þjóðverjar náðu góðum leikkafla og fyrr en varir er leiðstaðan orðin 15:12 og 8 mínútur eftir af Ieik. Werner Knecht varð þó að yfir- gefa völlinn 1 tvær mínútur eins og félagi hans Hagele áður. Hafði Hágele hreytt ónotum í dómarann rétt einu sinni og var honum nú réttilega vísað beinustu leið til tímaVarðarins, sem einnig gegnir því eðla hlútverki að geyma þá gallagripi í tvær mínútur, sem brotlegir verða um of. Sigurður Fyrrum nazistar í hávegum hafðir í Austur-Þýzkalandi Rannsóknarnefnd frjálsra Iög- fræðinga í Vestur-Berlín hefur gef- ið út skrá yfir 105 fyrrverandi naz- ista, sem eru í háum embættum í Austur-Þýzkalandi. Gert er ráð fyrir, að þeir séu enn fleiri, en erfitt er að ganga úr skiig^a um það, þar sém þeir hafa margir breytt um nafn, til þess að síður verði hægt að grafast fyrir um fortíð þeirra. Af þeim 105, sem nöfn eru til á, eru hvorki meira né minna en 47 þingmenn, en að sjálfsögðu halda kommúnistar því fram, að þessir menn séu allir hinir beztu lýðræð- issinnar, þótt þeir hafi verið naz- | istar áður fyrr. Efstur á blaði yfir fyrrverandi nazista, sem gengið hafa í lið með | kommúnistum ,er forseti hæstarétt ar Austur-Þýzkalands, Kurt Schu- mann. Hann er nú í forsæti á mörgum „sýndarréttarhöldum", er kommúnistar efna til. Er hann sér- fræðingur f þessu efni, því að hann hafði sama starfa á hendi í stjórn- artíð nazista. Hann gekk í nazista- flokkinn 1. mai 1937 og var dóm- ari á stríðsárunum. Næstur kemur Luitpold Steidle, sem var heilbrigðismálaráðherra Fyrsta skip frá Atlantshafi til Chicago fyrir 100 árum fram til 1958, en hann gerðist naz- isti 1933. Þá má nefna einn, sem gerðist nazisti 1. júní 1930 og varð ofursti í SS-sveitunum. Hann er nú þingmaður og hefur verið sæmdur titlinum „hetja verkalýðs- ins“. Þegar stjórnlagadómstóllinn í Karlsruhe úrskurðaði, að vestur- þýzki kommúnistaflokkurinn skyldi bannaður ,höfðu kommúnistar sent fram mann til að verja hann. Þetta var próf. Herbert Kröger, rektor Walter Ulbricht-lagaskólans i Babelsberg. Hann gekk í nazista- flokkinn 1937 og varð síðar með- limur SS-sveita Hitlers. Á fimmtudaginn eru liðin 100 ár frá því að kip sigldi i fyrsta skipti frá Atlantshafi til stóru vatnanna í N-Ameríki! og xlla leiðina til Chi- cago. Norðmenn munu minnast þess sérstakl.ega, því að það var norskt skip, er fyrst varð til að fara þessa leið. Skipið hét Sleipnir, var 350 lestir á stærð og hafði innanborðs 107 farþega, innflytjendur, þegar það lét úr höfn í Björgvin 23. maí 1862. Það kom til Chicago eftir 71 dags siglingu 2. ágúst og var þá ákaft fagnað af borgai'búum, en einkum þeim, sem voru af norskum ættum. Menn gerðu sér grein fyrir, að siglingin markaði tímamót. Nú munu Norðmenn, bæði í Björgvin og Chicago minnast þessa atburðar með hatíðahöldum og m. a. mun minninga. afla verða sett á eina af brúnum yfir Chicago-ána, sem rennur um borgina. ! Austur-þýzkir hafa líka veitt fangavörðum í fangabúðum nazista trúnað, því að í miðstjórn austur- þýzka kommúnistaflokksins er mað ur að nafni Ernst Grosspiann. , Hann gekk í nazistaflokkinn 1938, og var meðlimur hinnar alræmdu ,,hauskúpusveitar“ (Totenkopf) SS- liðsins, sem látin var vinna mikil óhæfuverk. ! Þannig mætti lengi telja, og I kommúnistum kemur ekki til hug- ar að b' -.ka við þessum fyrrverandi nazistum. í Vestur-Þýzkalandi er hins vegar látið til skarar skríða gegn þeim, sem uppvíst verður um, að unnu óhæfuverk í þágu naz- i lista.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.