Vísir - 03.08.1962, Síða 2

Vísir - 03.08.1962, Síða 2
VISIR Föstudagur 3. ágúst 1962. 0 Ll—| FTd]) \zsm 'm Lfösstyrkur frá Grindavík kom í veg fyrir tap FH Mikill mannfjöldi,-einhver mesti mannfjöldi, sem horft hefur á handknatt- leik hér um árabil, að sögn 1413 manns, kom að sjá Esslingenliðið leika síð- asta leik sinn í þessari heimsókn í fögru veðri á Melaveliinum í gærkvöldi. Flest þessara 14 hundraða hafa eflaust komið til að sjá þessi „villidýr“ í mannsmynd, sem svo mjög hafa verið til umræður að undanförnu. Það sem 14 hundruðin fengu að sjá var annars ekkert líkt ljónum eða tígrisdýrum, heldur mjög prúð- og oft mjög vel leikandi handknattleiksliði, svo mjög að Esslingen var að- eins hársbreidd frá sigri og hefði líklegast sigrað, ef Hafnfirðingum hefði ekki bætzt liðsstyrkur frá Grindavík, þar sem fyrrverandi félagi FH-inganna, Pétur Antonsson var. Hann skoraði nú 9 mörk og var ógnvaldur Esslingen-manna hvar sem hann var. Er FH mikill skaði að missa Pétur, sem nú er starfandi sem framkvæmdastjóri í Grindavík, en stóðst ekki mátið, er honum bauðst að leika nú, hefur sennilega verið farið að kitla í fingurna. FH nðSi 7:1. FH byrjaði leikinn með yfir- burðaleik. Bæði liðin léku rólega og yfirvegandi, Þjóðverjarnir ó- þekkjanlegir frá fyrri leikjum og feimnir eins og fermingarstrákar. FH skoraði fyrstu 3 mörkin, en þá loks svarár Boger. Enn bæta FH- ingar 4 mörkum við og staðan er 7:1 og Esslingen búið að fá samúð manna. Drógu Esslingenmenn nú nokkuð á og komust í 8:5, en þá skora Pétur og Ragnar, og Pétur aftur, 11:5. Simmendinger minnkar í 11:6, Pétur skorar tvívegis og Fink skorar síðan hálfleiksins, 13:7. slðasta mark vann Esslingen 22:20 .... Og FH missir leikinn niður. Síðari hálfleikurinn snerist að miklu leyti við þannig, að Essling- en sótti og skoraði en FH átti nú mun lélegri leik í sókn sem vörn. Esslingemenn sóttu á hægt og sígandi og eftir 15 mínútna leik, eða hálfnaðan hálfleik var staðan orðin 15:14 fyrir FH. Hinn nýi, efnilegi markvörður FH, Logi Kristjánsson, hafði verið í marki og ekki gengið sem bezt, sem var ekki honum sjálfum mest að kenna heldur vörn FH, sem gliðn- aði mjög í síðari hálfleik. Hjalti skipti aftur inn á fyrir Loga um miðjan hálfieik og Pétur kom inn um svipað leyti. Var taflinu nú breytt til muna og leikur FH breyttist. Ragnar skoraði 16:14, en Þjóðverjar fylgja eftir og jafna á 17:17, en Ragnar og Birgir ná forystunni aftur, 19:17, Knecht minnkar í 19:18. Þrjú mörk Islands gerðu að heita má út um leikinn enda aðeins 5 mlnútur eftir. Pétur skoraði fyrst, síðan Birgir og þá Pétur aftur, var staðan þá 22:18. Þjóðverjar bættu tveim mörkum við sig undir lok- in, en gátu ekki hindrað sigur FH. Líkari englum en vlllidýrnm. Þýzka liðið var nú óþekkjanlegt frá 3 fyrri leikjum og voru leik- Framh. á bls. 10. ir skoruðu FH: Pétur 9, Ragnar 4, örn og Birgir 3 hvor, Kristján, Borgþór og Einar 1 hvor. ESSLINGEN: Simmendinger og Knecht 6 hvor, Boger 4, Fink 3, Hagele 1. Þegar íþróttaliðin etja saman hestum sínum á leikvellinum, stendur oftast annað lið utan leik- vailar — það er iið Ijósmyndara, hið hæfasta lið. 1 gærkvöldi urðu þær breytingar á hjá þelm, að þeir voru styrktir með tveim fögrum fulltrúum veika kynsins. Eldrl ljósmyndaramir gerðu sér mikinn mat úr liðsaukanum, og sést hér Sveinn Þormóðsson, gam- all og traustur liðsmaður miðla ný- liðunum af vizku sinni. KCll „Slt ISl 1KVOIU Ragnar Jónsson stekkur inn fyrir og skorar örugglega. Ragnar hefur átt mjög góða Ieiki gegn Þjóðverjunum. Færeyjar — ísland á Laugardalsvelli Liðin á Laugardalsvelli i kvöld eru þannig sklpuð: Færeyjar: (A-lið) Pétur S. Rasmussen HB Jakob I. Joensen, HB Thordur Holm, B-36 Magnus Kjeinæs, KI Jegvan Johansen, HB Brynjer Gregoriusen, HB Kai Kallsberg, B-36 Eyvind Dam, HB Thorstein Magnusen, B-36 Jogvan Jakobsen, KI Steinbj. Jakobsen, KI • Þórður Jónsson, ÍA Ingvar Elísson, ÍA Baldur Scheving Fram Ellert Schram, KR Skúli Ágústsson, ÍBA Ragnar Jóhannsson, Fram Bogi Sigurðsson, IA Ormar Skeggjason, Val Þorsteinn Friðþjófsson, Val Hreiðar Ársælsson, KR Geir Kristjánsson, Fram ísland (B-lið) Varamenn Færeyja: Haralvur Andressen, TB, Danjal Krosstein, KI, Hedin Samuclsen, B-36, Henry Paulsen, B-36, Marius Jensen, HB, Bjarni Hoim, B-36, Eddy Petersen, TB, og Olafur Olsen, B-36. Varamenn islands: Einar Helgason, ÍBÁ, Halldór Lúðvíksson, Fram, Högni Gunnlaugsson, ÍBK, Grétar Sigurðsson, Fram og Guðmundur Óskarsson, Fram. j Miðar ©g „própröm" á landsleíkinn j seld 'vsð Útvegsbankdnn í dag Að venju verður „prógram" íþróttablaðamanna boðið til sölu i á Laugardalsvellinum í kvöld á Iandsleik Færeyja og Islands. Er , þarna margt um íþróttir Færeyinga að finna cnda ritað af fróð- ustu mönnum um íþróttir þeirra. Ýmsar staðreyndir aðrar er ‘ þama að finna um landið. I „Prógram“ þetta verður og til sölu við Útvegsbankann í dag, | en þar eru aðgöngumiðar á leikinn seldir og er vissara fyrir | menn að notfæra sér þá sölu, í kvöld má gera ráð fyrir löngum , röðuni við aðgöngumiðasölurnar á Laugardalsvellinum og lítið „púður“ er í því að standa utan hliðs eftir að leikur hefst» stand- andi í stympingum og troðningi. (

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.