Vísir - 09.08.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 09.08.1962, Blaðsíða 2
2 VISIR Fimmtudagur 9. ágúst 1962. Úrslitabaráttan í Kópav. / kvöld Er ekki að efa að leikurinn verður bæði jafn og spennandi enda munu báðir aðilar hafa fullan hug á að krækja sér í tit- ilinn. Þess má geta að FH vann íslandsmeistaratitilinn fyrir ár- ið 1961 fyrir örfáum dögum síðan eftir leik við Víking, en mótið í fyrra, eða öllu heldur einn leikur þess í fyrra var kærður og urðu FH og Víking- ur að leika að nýju. Andstæð- ingar FH að þessu sinni eru sterkari en á dögunum og er ekki gott að spá hvemig fer. í 2. flokki fer fram leikur milli KR og Fram. Sigur eftir úrs bið Fyrir nokkrum dögum var leik- inn úrslitaleikur f Islandsmeistara- móti kvenna í útihandknattleik, fyrir árið 1961. Liðin sem léku voru F.H. og Víkingur. F.H. sigr- aði með 6—2 og hlutu því þar með titilinn „Islandsmeistari 1961“. í'fyrrasumar léku þessi sömu lið til úrslita og F.H. sigraði þá einnig, eftir framlengdan leik. Víkingur kærði þá leikinn á þeim forsendum að ekki mætti fram- lengja leik, sem væri leikinn í móti, og teldist ekki til úrslita- leikja. Handknattleiksdómstóllinn komst að sömu niðurstöðu, og var því leikinn nýr leikur, sem loks fór fram ári eftir að fyrri leikurinn var háður. Og enn sigraði F.H. @ Á síðasta ári átu Bandarikja- menn meira en 3 milljarða enskra punda af brjóstsykri, og er það meira en 17 pund á mann á árinu. Hafnarfirði hann dæmdi mjög vel, enda þótt sá leikur væri erfiðastur allra leikjanna, þegar menn runnu hvor á annan í leðjunni. Okkar dómari dæmdi alivel en leikurinn var svo prúður að aldrei kom til kasta dómarans. Annars græða ís- lendingar stórlega á þvf hversu ró- legir þeir eru fyrir dómaranum og æsa sig ekki þótt þeim mislíki dóm ar hans. Af þessu getum við mikið lært. Það var komið að kveðjustund í samkvæminu hjá þýzku sendi- herralijónunum og að lokum tóku þýzku handknattleiksmennimir lagið og sungu þýzka þjóðlagið „Am Bmnnen vor dem Tore“. Var söngur þeirra í senn þróttmikill og failegur og höfðu margir orð á því. — Já, það má segja, að við höfum tapað öllum Ieikjum okkar hér, en við höfum sigrað á söngsviðinu, sagði Kinner, — við syngjum mik- ið á ferðum okkar og piltamir eru orðnir vel samæfðir á því sviði. Kinner sagði að lokum að allar móttökur FH hefðu verið til fyrir- myndar og sagðist hann vonast til að lið mundi koma í heimsókn frá FH til Esslingen áður en Iangt um liðið og Ieika þar, enda væri alltaf gaman að taka á móti svo góðuni liðuin sem FH væri. I kvöld fer fram á flötinni við barnaskólann á Digranes- hálsi í Kópavogi leikur FH og Ármanns í meistaraflokki kvenna á Handknattleiksmóti íslands utanhúss. Er ieikurinn að þessu sinni úrslitauppgjör fé- laganna, því hvorugt hefur enn sem komið er tapað leik eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. ,„ÞaS er engin skömm aí tapa fyrír liðunum ykkur" — segir Poul Kinner nðnlfararstjóri Esslingen — Nei, við leikum yfir sumarið 11 manna handknattleik á asfalt- vöiium 110x60 metra stórum. Við bjuggumst við að hér væri leikinn 11 manna handknattleikur — Það er engin skömm að tapa fyrir íslenzkum handknattleikslið- um, sagði Paul Kinner, einn af far- arstjórum þýzka handknattleiks- liðsins Turnerbund Esslingen, er við hittum hann á heimili sendi- herra Hirschfield og frúar á föstu- dag. — íslenzkur handknattleikur er orðinn mjög góður á alþjóða- vísu og við verðum bara að sætta okkur við að koma með fjögur töp heim en engan sigur. Þetta sagði þessi 35 ára gamli póstfulltrúi frá Esslingen, en hann situr sem varamaður í handknatt- lcikssambandi WUrttemberg- „kommúnunnar", en forseti sam- bandsins er hinn 85 ára gamli faðir hans Paul Kinner eldri. — Ég sá íslenzka liðið í ieikjum sínum á HM í Þýzkalandi 1959, þar sem það kom mest á óvart af ölluin liðum keppninnar. Leikurinn gegn Tékkum var stórkostlegur og Tékkar gátu þakkað fyrir jafntefli 15:15. Og gegn Dönum í keppn- inni um 5. og 6. sætið, þá voru íslendingar betri aðilinn og hefði átt að vinna en Danir tryggðu sig- ur á síðustu sekúndum 14:13. — Eru Þjóðverjar vanir 7 manna útihandknattleik? úti og ráðgerðum að mæta með 11 manna lið til fyrsta leiks, en frétt- urn daginn áður að hér væri Ieikið með 7 manna liðum. Síðast þegar heimsmeistara- keppni fór fram í 11 manna hand- knattleik vann Þýzkaland, en sú keppni fór fram í Austurríki sum- arið 1959 með þátttöku 11 þjóða frá Mið-Evrópu, Balkanlöndunum og Sviþjóð. Rúmenar urðu aðrir en Svíar þriðju. — Hvernig fannst þér íslenzku dómararnir dæma? — Mér fannst þeir Iélegir nema Magnús Pétursson, sem dæmdi í Framtíðin / Ármanni Að undanfðrnu hafa Ármenning- ar staðið fyrir námskeiði í frjáls- um íþróttum á félagssvæði sínu við Sigtún, þar sem aðstaða til slíks er hin bezta. í tilefni þessa fór blaðamaður og Ijósmyndari frá Vfsi í heimsókn á eina af æfingun um og fylgdust með því sem þar var að gerast. Fjöldinn allur af drengjum og stúlkum hefur þarna undanfarnar vikur æft undir handleiðslu þjálf- aranna Arthúrs Ólafssonar, Eyjólfs Magnússonar og Reynis Gunnars- sonar, og Jóhannes Jóhannesson formaður frjálsíþróttadeildar Ár- manns sagðist vera mjög ánægður með árangurinn. Á morgun og iaugardag munu Ármenningar halda mót fyrir unga fólkið af námskeiðinu, en auðvitað i komnir með í keppnina, eru allir aðrir, sem áhuga hafa vel-1 stúlkur og piltar. bæði Akureyringar sigruðu Færeyinga Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri f morgun. Færeyska knattspymuliðið kom í keppnisför til Akureyrar eftir helgina og kepptu við Akureyringa í gær. Þeir síðarnefndu unnu með 6 mörkum gegn 1. í fyrradag bauð íþróttabandalag Akureyrar Færeyingunum til kaffi- drykkju í skíðahótelinu í Hlíðar- fjalli, en í dag býður Akureyrar- bær þeim í hringferð um Eyjafjörð. í kvöld fljúga Færeyingarnir suð- ur. Gestogangur Isfirðingar hafa löngum verið vinsælir heim að sækja, ekki sízt af íþróttahópum, enda óvíða eins vel tekið á móti gestum eins og þar. Nú í sumar hefur þó nýtt met verið slegið í heimsóknum þangað, því nú þegar hafa ísfirðingar tek- ið á móti um 280 íþróttamönnum en útlit er fyrir að þeir verði ekki færri en 400 áður en yfir lýkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.