Vísir


Vísir - 09.08.1962, Qupperneq 3

Vísir - 09.08.1962, Qupperneq 3
Fimmtudagur 9. ágúst 1962. VISIR 3 -----© Það færist nú mjög í vöxt, að stofnað eru ýmis konar drengja- búðir víðsvegar um landið. Hafa þær verið geysivinsælar og mik- ið sóttar. Að þeim hafa staðið jafnt æskulýðsfélög sem áhuga- samir einstaklingar. Um síðustu helgi, verzlunar- mannahelgina, efndi Knatt- spymufélag Reykjavíkur (knatt- spyrnudeild) til námskeiðs og dvalar í skíðaskála félagsins f Skálafelii. Mun þetta fyrirtæki Hópurmn allur ásamt þjálfurum við skálann. Yzt til hægri eru þeir Sigurgeir Guðmannsson, Sigurður Iialldórsson og Sigur- þór Jakobsson. KR-strákar KRinga vera fyrsta sinnar teg- undar hér á landi, þvi ekki er vitað um að knattspyrnufélag syðra hafi sett á fót slíkar drengjabúðir yfir jafn langan tfma. Var farið af stað á laugar- dagsmorgni og komið iieim á mánudagskvöld. Þátttakendur voru tæplega 30, allt félagar úr yngri flokkum KR, fimmta og fjórða flokki. Ýmislegt var aðhafzt, hver mfnúta notuð, enda af nógu að taka. Jafnframt þvf að iðka og æi. yrnuna, var gengið á Sku. .jjiið, farið í leiki, haldn ar kvöldvökur og horft á kvik- myndir. Daglega var síðan skipt í smálið og keppt á leikvellin- um, sem er við hlið skálans. Skfðaskálinn f Skálafelli er hinn ákjósanlegasti staður að öilu leyti nema einu. Þcgar illa tekst til og skothæfnin bregst við syðra markið, leggur knött- urinn leið sfna niður alla brekk- una og er stundum ærinn elt- ingarleikur að ná honum aftur. Af þessu varð þó hið mesta gam an, enda nóg af knöttum til skiptanna. Var hver strákur með sinn boita allan tímann. Það ráð var einnig tekið að gefa þeim manni mínus, sem spyrnti út af, og hafði það sitt að segja. -----© Stjórnendur námskeiðsins voru Sigurður Halldórsson for- maður knattspymudeiidar KR og Sigurgeir Guðmannsson Þeim til aðstoðar vom Sigur- þór Jakobsson, Agnar Ár- mannsson og Sigurður Óskars- son. Sagði Sigurður, að þeir hefðu sannarlega í hyggju að efna til fleiri sifkra dvala, þegar tök væru á. Væri ótrúlegt, hversu strákunum hefði farið fram.á þessum stutta tíma, sérstaklega í knattmeðferð. Hér sést yfir svæffið sem notað var til æfinga. Er það alveg í hlaðvarpanum á skíðaskál- anum. Eins og sjá má hefur hver einstakur sinn bolta enda var líf í tuskunum. Yzt til hægri er Sigurður Halldórsson formaður knattspyrnudeildar KR. Hann hefur þjálfað í yngri flokkum félagsins meira og minna síðastliðinn þrjátíu ár, jafnhliða því að gegna forystu- hlutverki í íþrótta- og félagslífi KR bæði inni á við og út á við. Tvær ungar „stjörnur“ æfa sig að skalla.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.