Vísir - 09.08.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 09.08.1962, Blaðsíða 16
^■■4 • í::::-x-: ■ . . ;5®5*»M5aS: ipiilpiÉ ~'%J' Vv% ; A ; . <•* % í/í ' ' ' •• '........................................ .jY.ý,. ,j\/ý Harður árekstur varð um kl. sjö I gær á beygjunni við Vinnuhælið á Eyrarbakka. Rákust þar saman fólksbíll og vörubíll. — Fólksbíllinn, X-127, var á leið inn í þorpið en vörubíll- inn, X-206, sem er af Scania Vabis-gerð, var á leiðinni út úr þorpinu. Rákust þc'r ^man á beygjunni og kastaðist vörubíllinn til um breidd sína, en fólksbíllinn snerist bv' •• 'ni á veginum. — í fólksbílnum var einn farþegi, en í vörubílnum voru tveir fullorðni: c3 cltt bam. Engin meiðsl urðu á mönnum, en báðir bílamir míkið skemmdir, einkum fclk Mllinn. Áskrifendahappdrætti Vísis Dregið verður í áskrifendahappdrætti Vísis hinn 20. ágúst. Fer dráttur fram nokkrum dögum síðar í mánuðin- um en vanalegt er, vegna hinna almennu sumarfría í þess- um mánuði. Vinningurinn í happdrættinu er glæsilegur. Er hann bús- áhöld, kaffistell og matarstell fyrir tólf manns og fleira úr verzluninni Valver, Laugavegi 48. Er verðmæti vinningsins 10 þúsund krónur. Bandaríkjamenn eru þegar famir að æfa geimfara til tunglferðar. Hér sjást þrír þessara geimfara hjá módeli af fyrsta tunglhylkinu. Eiga þeir allir að rúmast í því og er það því miklu stærra og voldugra en geimhylki þau,sem Glenn og Carpenter notuðu. Unnið er af fullum krafti að undirbúningi tunglferðar og líklegt að hún verði framkvæmd eftir fimm ár. Apollo-hylki smíðað til tunglferða eftir 5 ár Eftir fáein ár, e. t. v. fimm ár, ætla Banda- ríkjamenn að vera bún- ir að senda fyrsta mann- aða geimfarið til tungls- ins. Undirbúnirigur und- ir þetta er í fullum gangi og þjóðþingið hefur veitt milljarðaupphæðir til verksins. ÞRJÁR AÐFERÐIR Framkvæmd þessi gengur und ir heitinu Apollo. Vísindamenn hafa aðallega rannsakað þrjár aðferðir en þær eru þessar 1) að skjóta eldflaug með geimhylkinu beina leið frá jörð- inni til tunglsins. Til þess að frarhkVæma þetta myndi þurfa mjög öfluga eldflaug og er nú veri^ að smíða hina risastóru Nova-eldflaug, sem hefði afl til þessa. 2) að skjóta eldflaug á braut umhverfis jörðina. Þegar hún hefði farið nokkra hringi kring- um jörðina yrði geimskipinu skotið frá henni áleiðis. til tungls ins. Með þessu væri hægt að spara mikið eldsneyti og eld- flaugin gæti verið minni. 3) að skjóta eldflaug til tungls ins, sem yrði þó ekki látin lenda á tunglinu, heldur færi hring- ferð í kringum það. Úr henni myndu tveir af þremur geim- förunum ganga inn í sérstakt hylki, er síðan leystist frá og settist á yfirborð tunglsins. Eft- ir að geimfararnir hefðu dval- izt þar um sinn myndu þeir hefja sig aftur á loft, tengja hylki sitt eldflauginnni, sem enn sveimaði kringum tunglið. Því næst væri snúið aftur til jarðar. Síðasta aðferðin er talin heppilegust 6g er aðaláherzlan nú lögð á að framkvæma hana. Er búizt við að hún komi til framkvæmda um 1968. Nokkru áður eða um 1965 getur verið að menn verði sendir með geim- fari f hringferð kringum tunglið. Rockwell tekinn fastur í gær Bandarískl fasictaforsprakk- inn Lincoln Rockwell var tek- inn í gærkvöldi skammt frá ritstjórnarskrifstofum DAILY MIRROR og farið með hann í fékk gistingu í nótt. í dag átti að senda hann frá London til Bandaríkjanna. Leit var hafin að Rockwell, eftir að innanríkisráðherrann hafði undirritað fyrirskipun um brottvísan hans úr landi, en hann iaumaðist inn í landið frá írlandi sem skemmtiferðamað- ur, sennilega eftir að birt var opinber tilkynning um bann við komu erlendra fascistafor- sprakka til landsins, en brezkir fascistar hafa reynt að breiða það út, að Rockwell hafi komið til landsins fyrir birtingu þess banns, - Talið er, að Rockwell hafi ávarpað leynifund flokks Nationalsocialista! sem haldinn var í Gloucestershire, en eins og getið var 1 frétt f blaðinu í gær, voru þeir sem þá ráðstefnu sóttu, hraktir á brott þaðan. • Skriðdrekasveitir Bandaríkja- manna eru famar frá Thailandi. DRENGUR MISSIR HANDLEGG Fáskrúðsfirði 9. ágúst. Það slys vildi til á Búðum í Fá- skrúðsfirði í gær, að 7 ára gamall drengur, Ásgeir Svan Guðnason, lenti í Mjölfæribandi með hægri handlegg og tók handlegginn af við öxlina. Slys þetta skeði í mjölskemmu síldarverksmiðjunnar á staðnum. Var verið að stafla þar mjöli og var það flutt upp á stæðuna á: færibandi. Tók enginn mann^nna, sem þar voru að vinnu, eftir drengnum er hann kom inn fyrr en þeir heyrðu hróp hans, er hann lenti í bandinu. Drengurinn var fluttur í skyndi til Norðfjarðar á sjúkrahús. Líðan hans var góð í morgun. Ásgeir er sonur hjónanna Sylviu Hjelm og Guðna Gestssonar sjó- manns. VISIR Fimmtudagur 9. ágúst 19IJ2. » Audrey Hepbum á að leika Elizu Doolittle í kvikmyndinni „My Fair Lady“, sem tekin verður á næsta ári, en óvíst er, hver á að leika prófessor Higgins. ♦ í heiminum eru nú alls rúm 300 milljónir sjónvarpstækja, að því er skýrt var á ráðst. sjónvarpsmanna Góðar veiðihorfur Gott veiðiveður er nú á síldar- miðunum fyrir Norður- og Austur- Iandi. Sildarleitinni á Siglufirði var aðeins kunnugt um afla 2ja skipa, sem fengið höfðu sfld 40 mílur NV af Siglufirði og 20 milur SA af Kolbeinsey. Árni Geir KE 300 tn. Einar Hálfdáns IS 300 tn. Síldarleitinni Raufarhöfn var ekki kunnugt um nein skip, sem fengið hefðu afla. Síldarleitinni á Seyðisfirði var kunnugt um afla 9 skipa, sem fengið höfðu 3.370 mái: • Sigrún AK 200. Gunnólfur KE 150, Höfrungur II AK 240, Gull- faxi NK 300, Guðm. Þórðarson RE 180, Víðir II GK 700, Víðir SU 800, Leifur Eiríksson RE 300, Þorbjörn GK 500. Alls staðar hefur orðið vart við síld en hún er hins vegar misjöfn að gæðum, sumstaðar hafa bátarn- ir fengið smásíld í nótina og vitað er um a. m. k. einn bát sem þannig hefur misst sína nót! Er þetta einkum út af Héraðsflóa. Þar náði þó Skipaskagi 500 tunnum af sæmilegri síld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.